Morgunblaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  34. tölublað  108. árgangur  JAFNVÆGI ÞARF AÐ VERA Á MILLI MIÐLA FJÖLBREYTTIR VIÐBURÐIR Í BORGINNI SJÁLFVIRKUR VERULEIKI OG STAFRÆN ÞRÓUN SAFNANÓTT 29 UTMESSAN Í HÖRPU 6SIGRÍÐUR THEODÓRA 12 Aukning á Akureyri » Millilandaflug um Akur- eyrarflugvöll jókst um 39% í fyrra en dróst saman um 30% á Keflavíkurflugvelli. » Aukning á Akureyri var 70% árið 2018 og 24% árið 2017. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðlendingar kanna nú hvernig hægt sé að koma á reglubundnu áætlunarflugi milli Akureyrar og tveggja til þriggja áfangastaða í Evrópu. Niðurstaða fýsileikakönn- unar á að liggja fyrir í lok apríl. Verkefnið heitir N-Ice Air. Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Circle Air, kveðst vera „vinnumaður“ í því. Helstu bak- hjarlar eru Samherji, Höldur og Norlandair. Einnig nýtur verkefnið stuðnings fleiri fyrirtækja og hags- munaaðila. Í hópnum er mikil við- skiptaþekking, flugþekking, fjár- magn og ríkur vilji til að láta á þetta reyna. Verkefnið fékk nýlega 3,5 milljóna króna styrk frá Sóknaráætl- un Norðurlands eystra. Þorvaldur segir að Norðlendingar og Austfirðingar sem fara utan séu orðnir langþreyttir á að keyra sex til níu klukkutíma til og frá Keflavík, þurfa að taka sér aukafrídaga og kaupa gistingu. Talið er að hjá þeim sem búa á upptökusvæði Akureyrar- flugvallar sé talsvert meiri ferðavilji en nú er þjónað, að hans sögn. Nýtt flugfélag er í bígerð  Fýsileikakönnun fyrir N-Ice Air stendur yfir  Fólk fyrir norðan og austan er þreytt á fjarlægð og kostnaði við að fljúga um Keflavík  Sterkir bakhjarlar MSkoða millilandaflug »2 Fyrir helgi hlýnaði verulega á suðvesturhorninu og nýttu margir höfuðborgarbúar hlýindin til að bregða sér út. Veðurblíðan hvarf þó jafn snögg- lega og hún birtist og fór að kólna aftur um helgina. Því hefur hlauparinn sem hér sést áreið- anlega ekki séð eftir því að hafa nýtt hlýindin til að spretta úr spori. Hitastigið helst að mestu undir frostmarki á landinu öllu í vikunni og er jafnvel útlit fyrir tveggja stafa kuldatölur. Sprett úr spori í skammgóðum vermi Morgunblaðið/Eggert  Mikilvægt er að lýsing í miðborg- inni verði bætt í því skyni að auka öryggi íbúa og gesta miðborgar- innar að mati íbúaráðs miðborgar og Hlíða. Börn og unglingar hafa sagst vera smeyk við að nota ýmsar gönguleiðir í miðbænum vegna lé- legrar lýsingar. Margrét M. Norðdahl, formaður íbúaráðsins, bað um upplýsingar frá íbúum á svæðinu um það hvar þyrfti helst að bæta lýsingu. Listi yfir þá staði sem þarf að lýsa betur hefur verið sendur á um- hverfis- og skipulagssvið Reykja- víkurborgar. 45-50 manns mættu á fund íbúa- ráðsins í lok janúar og tóku þátt í umræðum um málið. »8 Þurfa betri lýsingu til að auka öryggi Kristínu Þorsteinsdóttur, einum um- sækjenda um starf útvarpsstjóra, hef- ur borist synjun um rökstuðning vegna ráðningarinnar. Kristín óskaði upplýsinga um m.a. hvað hefði ráðið vali á útvarpsstjóra og hvað Stefán Eiríksson, nýr útvarpsstjóri, hefði haft fram yfir hana. Synjunin frá RÚV er reist á þeim rökum að vegna stöðu RÚV sem opin- bers hlutafélags sé stjórninni ekki lögskylt að veita einstökum umsækj- endum sérstakan rökstuðning. Kristín óskaði þess einnig að fá gögn sem varða umsóknarferlið, en fékk neitun við þeirri ósk líka. Vísaði RÚV í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála og sagði að upplýs- ingalög veittu ekki rétt til gagnanna. „Við bætist jafnframt að aðgangur að vinnugögnum er jafnan undanskilinn upplýsingarétti ásamt því að einka- hagsmunir annarra, þ.m.t. annarra umsækjenda, geta staðið afhendingu í vegi,“ sagði í svari RÚV. Auk Kristínar óskaði Kolbrún Hall- dórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráð- herra og umsækjandi um starf út- varpsstjóra, eftir rökstuðningi en hafði ekki fengið svar í gær. »6 Rökstyðja ekki ráðn- ingu útvarpsstjóra  Lendingarbúnaður þotu Ice- landair sem hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli var settur nýr undir flugvélina í janúar síðast- liðnum. Flugfréttavefurinn The Av- iation Herald greindi frá þessu. Þar var sagt að vantað hefði bolta sem haldið hefði lendingarbúnaðinum saman. Ragnar Guðmundsson, stjórn- andi rannsóknar á flugvélinni, sagði að ekki hefði vantað mikil- vægan bolta. Hann var ekki tilbú- inn að tjá sig nánar um einstök at- riði rannsóknarinnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. »4 Óhapp Lendingarbúnaður flugvélar Ice- landair bilaði eftir lendingu á föstudag. Lendingarbún- aðurinn var nýr „Þetta er mjög spennandi vinna og gengur vel,“ segir Anton Kári Hall- dórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Fimm sveitarfélög í Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu hafa ráðið verkefnastjóra til að stýra undirbúningsvinnu fyrir mögulega sameiningu sveitarfélag- anna. Fyrsti fundur undir hans stjórn er á morgun og samkvæmt verkáætlun á að liggja fyrir skýrsla um kosti og galla sameiningar fyrir sumarfrí. Sveitarfélögin geti í kjöl- farið ákveðið hvort sameiningar- áformin fari í lögformlegt ferli. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skaftárhreppur með Kirkjubæjar- klaustur sem þéttbýlisstað, Mýr- dalshreppur með Vík, Rangárþing eystra með Hvolsvöll, Rangárþing ytra með Hellu og Ásahreppur. Alls myndu vera um 5.100 íbúar í samein- uðu sveitarfélagi. Sveitarfélögin fjögur í Austur- Húnavatnssýslu, sem átt hafa í við- ræðum undanfarin tvö ár, hafa sömuleiðis ráðið verkefnastjóra til að stýra undirbúningsvinnu. hdm@mbl.is »14 Vænta niðurstöðu í vor  Fimm sveitarfélög á Suðurlandi funda um sameiningu Fjöldi sveitarfélaga á Íslandi 1992-2022 197 124 75 61 1992 2002 2012 2022 Mögulegur fjöldi ef sameiningartillögur verða samþykktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.