Morgunblaðið - 10.02.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.is
ljósmyndastofa
FERMINGAR
MYNDIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Báðar fallbyssukúlurnar sem fund-
ust í Þrídröngum við Eyjar á árinu
1938 eru komnar í leitirnar. Komið
hefur í ljós að kúlan sem fannst í
geymslu Sagnheima – byggðasafns
Vestmanneyja – er önnur þessara
kúlna. Hin hefur verið í vörslu fjöl-
skyldu í Vestmannaeyjum. Land-
helgisgæslan telur líklegast að kúl-
urnar tvær séu úr fallbyssu fransks
herskips enda er til heimild um að
slíkt skip hafi notað Þrídranga sem
skotmark við æfingar.
„Þetta er stórmerkileg saga,“
segir Sigurður Ásgrímsson, yfir-
maður séraðgerðasviðs Landhelgis-
gæslunnar. Enginn veit hvernig eða
hvenær fallbyssukúlan komst í
Sagnheima. Önnur kúla, alveg eins,
hefur verið varðveitt í fjölskyldu
Þorsteins Sigurðssonar á Blátindi í
Vestmannaeyjum. Þorsteinn var
einn þeirra þriggja ofurhuga sem
klifu snarbrattan klettinn á árinu
1938 til að útbúa uppgönguleið til
undirbúnings byggingar vitans í Þrí-
dröngum. Tók hann aðra kúluna
með sér og varðveitti alla tíð.
Sprengisveitin tók kúluna úr
Sagnheimum í sína vörslu strax og
hún fannst, og lögreglan fór í gær að
beiðni Landhelgisgæslunnar og tók í
sína vörslu kúlu Þorsteins. Sigurður
segir að þótt margt bendi til þess að
kúlurnar séu tómar sé það ekki víst
og betra að þær séu geymdar á
öruggum stað þar til úr því fæst
skorið.
Franskt herskip að skjóta
Kúlurnar sem mennirnir tóku í
Þrídröngum voru lausar en í frá-
sögnum þeirra kemur fram að marg-
ar kúlur af sömu gerð voru kafrekn-
ar í bergið. Sigurmundur Gísli
Einarsson í Vestmannaeyjum sá
skotin þegar hann var að leika sér á
bát við Þrídranga með félögum sín-
um árið 1974. „Þá sagði afi minn,
Gísli Jónsson á Arnarhóli, frá því að
franskt herskip hefði verið inni í
eyjum að skjóta á Þrídranga. Hann
mundi vel eftir þessu. Þetta hefur
verið fyrir fyrri heimsstyrjöldina,“
segir Sigurmundur en segir að það
kunni einnig að hafa verið á tímum
heimsstyrjaldarinnar. Þess má geta
að á þessum tíma var fjöldi franskra
fiskiskipa að veiðum við landið, með-
al annars við Eyjar, og voru að-
stoðarskip oft með þeim.
Sigurður hefur verið í sambandi
við danska samstarfsmenn sína til að
reyna að komast að því úr hvaða
skipi eða skipum, eða fallbyssugerð,
kúlurnar eru. Þeir hallast að Frakk-
landi og hafa leitað þangað eftir upp-
lýsingum. Sigurður vill helst ekki
þurfa að eyðileggja kúluna til þess
að athuga hvort sprengiefni leynist í
henni enda verði hún merkur safn-
gripur þegar saga hennar verður
ljós.
Telja kúlurnar vera
frá frönsku herskipi
Báðar fallbyssukúlurnar úr Þrídröngum fundnar
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Stofustáss Þorsteinn Sigurðsson og Lilja Kristinsdóttir hafa varðveitt fall-
byssukúluna undanfarin ár, eða þar til lögreglan tók hana í sína vörslu.
Þorsteinn Sigurðsson, húsasmíðameistari og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, geymdi fallbyssukúluna úr Þrídröngum alltaf í skrifstofu
sinni, Káetunni, í húsi sínu Blátindi. Húsið fór undir hraun í eldgosinu en
eftir að hann byggði sér nýtt hús eftir gos var kúlan áfram höfð á skrif-
stofunni. „Mamma og systir hennar léku sér með þessa kúlu þar og við
barnabörnin. Börnin mín og barnabörn hafa leikið sér með hana hér í
stofunni,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, dóttursonur Þorsteins á Blátindi.
Hann segir að mamma hans og systir hennar hafi ekki viljað taka kúluna
til sín þegar þær voru að skipta búinu. Afi hans hafi raunar beðið hann
sérstaklega fyrir kúluna, þegar hann heimsótti hann einhverju sinni á
dvalarheimilið, og ítrekað að hann vildi ekki að hún færi á byggðasafnið.
Börnin léku sér með kúluna
FJÖLSKYLDAN HEFUR VARÐVEITT FALLBYSSUKÚLU Í 80 ÁR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Norðlendingar kanna nú hvernig
hægt sé að koma á reglubundnu
áætlunarflugi milli Akureyrar og
tveggja til þriggja áfangastaða í
Evrópu. Niður-
staða fýsileika-
könnunar á að
liggja fyrir í lok
apríl.
Verkefnið heit-
ir N-Ice Air. Þor-
valdur Lúðvík
Sigurjónsson,
framkvæmda-
stjóri Circle Air,
kveðst vera
„vinnumaður“ í
því. Helstu bakhjarlar eru Samherji,
Höldur og Norlandair. Einnig nýtur
verkefnið stuðnings fleiri fyrirtækja
og hagsmunaaðila. Í hópnum er mik-
il viðskiptaþekking, flugþekking,
fjármagn og ríkur vilji til að láta á
þetta reyna. Verkefnið fékk 3,5 millj-
óna kr. styrk úr uppbyggingarsjóði
Sóknaráætlunar Norðurlands
eystra.
„Við teljum að það sé kominn tími
til að láta reyna á áætlunarflug til
Evrópu frá Akureyri. Það hefur tek-
ist mjög vel með leiguflug til Akur-
eyrar frá Bretlandi og Hollandi og
svo hefur beint leiguflug frá Akur-
eyri og út í heim aukist verulega,“
sagði Þorvaldur. „Færeyingar eru
50 þúsund og með fjórar til ellefu
millilandaferðir á dag. Á upptöku-
svæði Akureyrarflugvallar eru líka
50 þúsund manns. Hvað höfum við
gert vitlaust hingað til?“ spurði Þor-
valdur.
Hann segir að Norðlendingar og
Austfirðingar sem fara í utanlands-
ferðir séu orðnir langþreyttir á að
keyra sex til níu klukkutíma til og frá
Keflavík, þurfa að taka sér aukafrí-
daga og kaupa gistingu bæði við
brottför og heimkomu. „Við höldum
að hjá þessum 50 þúsund manns á
upptökusvæði Akureyrarflugvallar
sé talsvert meiri ferðavilji en nú er
þjónað,“ segir Þorvaldur.
Hann bendir á að í samgönguáætl-
un sé ekki gert ráð fyrir einni krónu í
Akureyrarflugvöll næstu fimm árin.
Það sé hreint út sagt stórgalið í ljósi
þess að millilandaflug um Akur-
eyrarflugvöll jókst um 39% í fyrra á
sama tíma og það varð 30% sam-
dráttur á Keflavíkurflugvelli. Milli-
landaflug um Akureyrarflugvöll
jókst um 70% árið 2018 og um 24%
árið 2017. Þorvaldur skrifaði skýrslu
um Akureyrarflugvöll fyrir At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sem
kom út í haust. Hann segir ljóst að
ljúka þurfi við flughlaðið á Akureyri
og það sé hreinlega þjóðaröryggis-
mál. Flugumferð um Keflavíkurflug-
völl hafi þrefaldast á árunum 2010-
2019 en á sama tíma hafi viðhald og
afkastageta varaflugvallanna verið
skert. Nauðsynlegt sé að hafa fleiri
gáttir til landsins en Keflavík.
Beint áætlunarflug frá Akureyri
mun valda byltingu í búsetuskilyrð-
um íbúa og jafna aðstöðumun fyrir
fyrirtæki á Norðurlandi. Með því
opnast fyrir beinan útflutning og
kostnaður við að senda starfsmenn
til verkefna erlendis lækkar. Þor-
valdur bendir á að í Eyjafirði starfi
t.d. Samherji, Kælismiðjan Frost og
Rafeyri. Þau flytji mikið út af vörum,
búnaði og hugviti. Fjöldi starfs-
manna ferðist á þeirra vegum.
Aðspurður segir Þorvaldur vel
koma til greina að fá aðra til að ann-
ast flugið í upphafi. Þekkt sé að prófa
flugleiðir í byrjun flugrekstrar og fá
verktaka til að annast flugið t.d.
fyrsta árið. Allt eigi þetta eftir að
koma í ljós.
Skoða millilandaflug frá Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Í athugun er hvort hefja eigi beint áætlunarflug milli
Akureyrar og Evrópulanda. Bæta þarf aðstöðuna á flugvellinum.
N-Ice Air er heiti verkefnisins Helstu bakhjarlar eru Samherji, Höldur og Norlandair Niður-
staða fýsileikakönnunar á að liggja fyrir í apríl Viðskiptaþekking, vilji og fjármagn fyrir hendi
Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson
„Það var meira af loðnu mætt á
svæðið fyrir norðan,“ sagði Birkir
Bárðarson, leiðangursstjóri Haf-
rannsóknastofnunar við loðnuleit.
„Hún var vestanmegin og við Kol-
beinseyjarhrygg. Það voru alveg
ágætar torfur þarna á ferðinni og
hún virðist vera að skríða þarna upp
á landgrunnið. Það var ánægjulegt
að sjá eitthvað nýtt í þessu. Við erum
enn að vinna úr gögnunum. Þó að
það hafi verið þarna allnokkur viðbót
teljum við okkur sjá strax að þetta sé
ekki nóg til að það verði gefinn út
kvóti byggt á þessu.“
Fimm skip hafa stundað loðnuleit
undanfarið. Þar af voru þrjú að gera
bergmálsmælingar. Þau eru með
kvarðaða mæla og var rannsóknar-
fólk frá Hafrannsóknastofnun um
borð. Hin tvö voru til leitar og vísuðu
á hvar þyrfti að mæla. Unnið er að
því að sameina gögnin frá mæliskip-
unum þremur.
Birkir sagði að áfram yrði leitað að
loðnu. „Það er alveg ljóst að alla vega
Árni Friðriksson mun halda áfram.
Við erum núna á leiðinni austur fyrir
land og erum að koma okkur í stell-
ingar fyrir að hefja leik að nýju,“
sagði Birkir.
Fiskiskip sem verða vör við loðnu
láta yfirleitt vita. Eins er leitað upp-
lýsinga hjá skipum á svæðunum.
Meiri loðna – en
ekki nógu mikil
Torfur voru við Kolbeinseyjarhrygg
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Loðnuveiðar Næg loðna svo hægt
sé að veiða hefur ekki fundist.