Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Sérfræðingar koma til landsins  Lendingarbúnaður í vél Icelandair var nýr  Búnaðurinn var settur undir vélina í janúar  Rann- sókn miðar ágætlega  Óvíst er hvað fullnaðarrannsókn tekur langan tíma  Votta þarf viðgerðina Guðni Einarsson Þór Steinarsson Lendingarbúnaður þotu Icelandair sem hlekktist á í lendingu á Kefla- víkurflugvelli á föstudag var settur nýr undir flugvélina í janúar sl. Flugfréttavefurinn The Aviation Herald greindi frá þessu. Þar var sagt að bolta, sem hélt lendingar- búnaðinum saman, hefði vantað. Flugvélin var flutt í flugskýli síð- degis á laugardag. Rannsóknar- nefnd samgönguslysa (RNSA) vinn- ur að rannsókn á flugvélinni og því sem fór úrskeiðis. „Rannsókninni miðar ágætlega,“ sagði Ragnar Guðmundsson, flug- vélaverkfræðingur hjá RNSA og stjórnandi rannsóknarinnar. Hann sagði að RNSA myndi afhenda Ice- landair flugvélina þegar frumrann- sókn lyki. Reynt yrði að vinna verkið fljótt og vel. „Það var ekki mikilvægur bolti sem vantaði,“ sagði Ragnar þegar hann var spurður um það sem The Aviation Herald hélt fram. Hann kvaðst ekki vera tilbúinn til að tjá sig nánar um einstök atriði rannsóknar- innar. Að sögn The Aviation Herald var flugvélin búin að fljúga um 70 leggi frá því að skipt var um lending- arbúnaðinn. Von á erlendum aðilum „Þegar verða annaðhvort slys eða alvarleg flugatvik eru nokkur ríki sem alltaf taka þátt í rannsókninni. Það er ríki framleiðanda sem í þessu tilviki er Bandaríkin. Við erum búnir að tilkynna þetta til NTSB (rann- sóknarnefndar samgönguslysa í Bandaríkjunum). Við höfum einnig tilkynnt þetta til systurstofnana okk- ar í öðrum ríkjum sem að öllum lík- indum koma einnig að rannsókninni þar með talin Bretland og Kanada,“ sagði Ragnar. Hann sagði of snemmt að segja hvort þeir sem skiptu um hjólabúnaðinn komi hingað eða hvort hlutir verða sendir til þeirra. Ómögulegt er að segja til um það á þessu stigi hvað fullnaðarrannsókn atviksins mun taka langan tíma. Ragnar sagði það hafa áhrif á gang hennar ef senda þyrfti hluti í ítarleg- ar greiningar og rannsóknir. Slík vinna gæti verið mjög sérhæfð. Hann sagði að skipt væri um hjóla- búnað í flugvélum samkvæmt fyrir- framgerðri áætlun. Fyrirtæki sem veittu slíka þjónustu ynnu sam- kvæmt áætlun og væru bókuð langt fram í tímann. Því gæti þurft að bíða til að komast að með svona verkefni. RNSA mun ekki leggja mat á það hvort hægt verður að laga flugvélina og gera hana flughæfa á ný. Ragnar sagði það vera á ábyrgð flugrekand- ans. Hann þyrfti að afla heimilda hjá flugmálayfirvöldum sem þyrftu að votta slíka viðgerð. Ljósmynd/Aðsend Óhapp Rannsókn stendur yfir á því hvað olli því að hjólabúnaðurinn gaf sig. „Við höfum fundið að forvarnargildið er mjög sterkt. Fólk veit að það verður tekið á málinu ef það kemst upp. Og það er það sem þetta snýst um; að koma í veg fyrir málin áður en þau verða til,“ segir Gyða Krist- jánsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi. Fyrirtækið kynnti fyrir ári til sög- unnar Siðferðisgáttina, nýja þjón- ustu fyrir fyrirtæki svo þau geti boð- ið starfsmönnum sínum farveg ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað. Er þar átt við kynferð- islega áreitni, einelti, samskiptamál og annað sem getur valdið fólki van- líðan á vinnustað. Kveikjan að þessu var #MeToo-byltingin og umræða um vinnustaðamenningu og leiðir til að breyta henni. Gyða segir í samtali við Morgun- blaðið að þjónustunni hafi verið vel tekið fyrsta árið og augljóst sé að þörf sé á þjónustu af þessu tagi. Um tíu fyrirtæki hafa nýtt sér þjón- ustuna fyrir starfsfólk sitt og segir Gyða að viðkomandi fyrirtæki hafi hjálpað starfsfólki Hagvangs að móta starfsemina. Bjartsýni ríki um að Siðferðisgáttin muni í framtíðinni styðja vel við öflugt forvarnarstarf hjá fyrirtækjum sem leggja sífellt aukna áherslu á heilbrigðara starfs- umhverfi fyrir sitt fólk. „Því trúum við því að Siðferðisgáttin sé öflugt forvarnartæki. Það hafa alls konar mál komið inn á borð til okkar og við sjáum að þetta er komið til að vera. Þetta er ekki tímabundinn plástur,“ segir Gyða sem kveðst hafa orðið vör við áhuga á þjónustunni, jafnvel þótt hún hafi ekki verið auglýst sérstak- lega. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá þó nokkuð mörgum starfsmönn- um fyrirtækja og stofnana um það hvernig hægt sé að koma þjónust- unni á framfæri við stjórnendur þar. Það þykir þörf á því.“ hdm@mbl.is Glíma við alls konar mál  Tíu fyrirtæki hafa leitað til Sið- ferðisgáttarinnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forvörn Gyða Kristjánsdóttir segir Siðferðisgáttina mikilvægt tæki. Alls seldust 19.954 lítrar af þorrabjór fyrstu tvær vikurnar síðan hann var settur í sölu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vínbúðunum varð ríflega 15% samdráttur í sölu frá fyrra ári. Mest hefur selst af Þorra Kalda, alls 8.632 lítrar. Næstvinsælasti þorrabjórinn er Bóndi, þá Víking- vetraröl og fjórði vinsælasti bjór- inn er Linda B, samstarfsverkefni Víkings og RVK Brewing. Segull 67-þorraöl er í fimmta sæti yfir mest selda þorrabjórinn. hdm@mbl.is Þorra Kaldi vinsæl- astur þetta árið Þorrabjór Kaldi nýtur vinsælda. Reykjavíkurborg áformar að leggja nýjan 500 metra göngu- og hjólastíg samsíða Bústaðavegi frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og hjólastígum þar sem hvor stígur um sig er 2,5-3 metrar á breidd. Grafin verða undirgöng undir Litluhlíð til að tengja nýju stígana við Skógarhlíð. Samhliða þeirri framkvæmd verður Litlahlíð mjókkuð í samræmi við drög að deiliskipulagi sem nú er í kynningu. Áform þessi voru kynnt í skipulags- og sam- gönguráði í síðustu viku og þar óskað heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir verkið. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar. Fleiri hjólastígar eru á teikniborðinu, til að mynda frá Miklubraut að Bústaðavegi og yfir í Elliðaárdal. Nýr hjólastígur og undirgöng við Hlíðarnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofan gaf út gula viðvörun í gær vegna norðan hríðarveðurs við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Strönd- um, Norðurlandi vestra og Norður- landi eystra. Veðurfræðingur Vegagerð- arinnar varaði í gærkvöld við veðr- inu og sagði að frá því seint í gær- kvöld, eftir kl. 22, og í nótt væri útlit fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum. Reikna má með strekkingsvindi og því að snjór fjúki í skafla. Því eru líkur á ófærð á vegum nú með morgninum, einkum í Skaga- firði, Eyjafirði og austur með ströndinni. Gul viðvörun fyrir norðan og vestan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.