Morgunblaðið - 10.02.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.02.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við verðum að meðtaka nýja tækni sem ég líka held að fólk á öllum aldri geri. Í sjálfu sér er ekki um neitt að velja ætlum við ekki að einangrast. Breyting- arnar eru hraðar og samfélagið þróast örar nú en nokkru sinni áður. Sjálfvirkni er lykilorð að framtíðinni og eins og við getum fundið á svo mörgu í okkar dag- lega lífi,“ segir Arnheiður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands. Rúmlega 1.100 manns tóku þátt í ráðstefnudegi á UTmess- unni sem haldin var í Hörpu í lok síðustu viku. Þar kom fagfólk úr tölvu- og tæknigeiranum saman til faglegrar umræðu um upplýs- ingatækni í sinni víðustu mynd. Bæði var kynntur ýmis nýr hug- búnaður og tæki sem eru að ryðja sér til rúms og mun breyta vinnu- markaðinum. Síðari hluti mess- unnar var svo sýning fyrir al- menning á því helsta sem skólarnir og svo tölvu- og tækni- fyrtæki hafa að bjóða. Mikil eftirspurn eftir fólki með tæknimenntun Arnheiður minnist þess að á UTmessu fyrir áratug var kynnt sú tækni, sem flestum þótti fjar- læg þá, að helstu heimilistæki væru nettengd og hægt að stýra þeim í gegnum farsíma. Einnig að bankaviðskipti yrðu að mestu komin yfir á netið og að í versl- unum myndi fólk afgreiða sig sjálft. Nú er þetta orðið raunin. „Í matvörubúðunum hefur maður séð síðasta árið að einföld- ustu störfin þar eru að detta út. Á flestum sviðum er í dag komin sjálfvirkni og stafræn tækni svo mikil eftirspurn er eftir fólki með tæknimenntun. Fyrir tíu árum var sagt að 400 þúsund manns með tölvumenntun þyrfti til starfa í Evrópu en nú er þessi tala komin í 900 þúsund. Og vissulega fara margir í þetta nám og skól- arnir hér heima, sem veita mennt- un á því sviði eru mjög góðir, það er HÍ og HR. Þá eru Keilir og Tækniskólinn að gera skemmti- lega hluti, svo sem með námi í tölvuleikjagerð. Skólarnir eru í takt við tækniþróun,“ segir Arn- heiður sem starfaði við forritun í um tuttugu ár. Vélmenni komi með matinn „Tölvunarfræði og forritun eru störf tækifæra. Tekjurnar eru ágætar og vinnutíminn er sveigj- anlegur og að því leyti í samræmi við óskir fólki í nútímasamfélags. Og þú færð hvarvetna vinnu því starfsumhverfið er alþjóðlegt og enskan er tungumálið sem gildir. En jafnhliða því eru svo í gangi áhugaverð verkefni á sviði mál- tækni – þar sem íslenskan er inn- leidd í snjalltækni og stýribúnað. Í áratugi voru á RÚV sýndir sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi, þar sem vísdómsmenn sögðu frá tækjum sem breyta myndi lífi okkar. Sumt í þessum þáttum vakti þótti framúrstefnu- legt, en nú á því herrans ári 2020 kemur sennilega fæst fólki á óvart lengur þegar um er að ræða tól og tæki. „Já, hér á UTmessunni var flutt áhugavert erindi um hvernig ný tækni mun nýtast til dæmis á hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aðra. Þar er líklegt að skynjarar muni í framtíðinni fylgjast með heilsu og líðan fólks. Þá er sömu- leiðis líklegt að vélmenni muni taka einföldustu störfin á þessum stofunum, koma með matinn og slíkt,“ tiltekur Arnheiður og bæt- ir við að í upplýsingatækni nú- tímans séu persónuverndarsjón- armið ofarlega á baugi. Nánast óraunverulegt „Margir eru viðkvæmir fyrir því hvernig upplýsingar um líf okkar fara inn í hina stafrænu heima,“ segir Arnheiður og að lokum: „Ég hef stundum sagt sög- una af því þegar við nokkrar vin- konur sátum saman að spjalla og höfðum þá símana okkar með hljóðnemana opna liggjandi á borði. Ætli hafi svo liðið nema klukkutími uns inn á vegginn okkar á Facebook fóru að streyma auglýsingar um þau efni sem við höfðum verið að rabba upp. Þetta var nánast óraunveru- legt. Ég held þó að yngra fólk sé ekki eins viðkvæmt fyrir þessu, enda vön svona markaðssetningu sem er hluti af fjórðu iðnbylting- unni, nýjungum öllum sviðum. Og við hljótum að fagna, eða er ekki bara frábært að ökuskírteini verði stafræn, biðraðir í bönkum úr sögunni og afreiðsla í búðum gangi hraðar fyrir sig. “ Sjálfvirkur veruleiki og stafræn þróun í deiglunni á UT-messunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi FramtíðÁ flestum sviðum er í dag komin sjálfvirkni og stafræn tækni, segir Arnheiður. Nýjasta tækni og vísindi  Arnheiður Guðmundsdóttir fæddist 1965. Lærði tölvunar- fræði í Danmörku og útskrif- aðist 1986 og var fyrsta konan á Íslandi sem fékk IPMA-vottun sem verkefnastjóri. Vann sem forritari, verkefnastjóri og stjórnandi; fyrst á tölvudeild Landspítalans í átta ár, svo 14 ár hjá Skýrr.  Útskrifaðist sem MBA frá HÍ árið 2010. Tók við sem fram- kvæmdastjóri hjá Ský árið 2009 og hefur séð um og hald- ið um 500 ráðstefnur þar. Ný- sköpunarverkefnið UTmessan tekur stóran hluta af hennar starfi en sú vegferð hófst 2011. Hver er hún? Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Stjórn RÚV hefur synjað Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi rit- stjóra Fréttablaðsins og eins um- sækjenda um stöðu útvarpsstjóra, um rökstuðning um hvað réð vali á nýjum útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í svari sem Margrét Magnús- dóttir, starfandi útvarpsstjóri, sendi fyrir hönd stjórnar RÚV við ósk Kristínar. Eins og greint var frá í liðinni viku óskuðu bæði Kristín og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi um- hverfisráðherra og umsækjandi um stöðuna, eftir rökstuðningi vegna ráðningar Stefáns Eiríkssonar í starfið. Óskaði Kristín m.a. skýringa á því hvers vegna hún komst ekki lengra í ráðningarferlinu en raun bar vitni og hvað Stefán hafði fram yfir hana með hliðsjón af auglýsingu um starfið. Enn fremur óskaði hún eftir öllum gögnum sem vörðuðu ráðn- inguna en var einnig synjað um þá beiðni. RÚV starfi á sviði einkaréttar Í svari Margrétar við ósk Krist- ínar er m.a. bent á álit frá umboðs- manni Alþingis frá árinu 2009 þar sem umboðsmaður segir að vegna stöðu sinnar sem opinbert hlutafélag starfi RÚV á sviði einkaréttar. Þá komi fram í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að þau taki ekki til starfsmanna hluta- félaga, jafnvel þótt þau séu að öllu leyti í eigu ríkisins. Einnig er vísað til dóms Hæsta- réttar frá 2015 þar sem segir að hvorki reglur opinbers starfsmanna- réttar né reglur stjórnsýsluréttar gildi um opinber hlutafélög. „Að framangreindu gættu telur stjórn RÚV sér ekki lögskylt að veita einstökum umsækjendum sér- stakan rökstuðning, og er þeirri beiðni synjað,“ segir svo í svarinu. Við fyrirspurn sinni um gögn er varða ráðninguna fékk Kristín keim- lík svör. Upplýsingalög veiti ekki rétt til þess að fá aðgang að gögnum um málið og er því beiðninni synjað. Einu tveir sem hafa óskað rökstuðnings Í gær hafði Kolbrún Halldórsdótt- ir hvorki fengið svar við fyrirspurn sinni um rökstuðning né staðfest- ingu á því að fyrirspurnin væri til meðferðar. Þá sagðist Margrét Magnúsdóttir ekki vita til þess að fleiri hefðu óskað eftir rökstuðningi vegna málsins. RÚV neitar að rökstyðja valið  Kristínu synjað um rökstuðning  „Ekki lögskylt“  Upplýsingalög veiti ekki rétt til gagnanna Kristín Þorsteinsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Tilgangurinn er sá að beina íbúun- um í umhverfisvænni áttir, annað- hvort með ívilnunum vegna um- hverfisvænni lifnaðarhátta eða innheimtu gjalda þegar fólk gengur á umhverfið með lifnaðarháttum eða hegðun,“ segir Ólafur Þór Gunnars- son, einn þriggja flutningsmanna þingsályktunartillögu sem lýtur að því að heimila sveitarfélögum að inn- heimta umhverfisgjöld. Ólafur segir að sveitarfélögin séu betur til þess fallin að beina íbúum sínum að umhverfisvænni lifnaðar- háttum en ríkið og því sé eðlilegt að þau hafi heimild til þess að inn- heimta umhverfisgjöld. „Sveitarfélögin eru miklu nær íbúunum og að jafnaði í meiri sam- skiptum við þá. Sveitarfélög geta til dæmis aðstoðað íbúa með moltugerð í nærumhverfinu. Ef þú skilar minna rusli þá borgarðu minna. Það eru fjölmargar leiðir fyrir sveitarfélögin til að leiðbeina íbúum sínum með þessum hætti og ala þá upp kyn- slóðir af fólki sem finnst eðlilegt að lifa með umhverfisvænum hætti,“ segir Ólafur. Greiða gjald fyrir bifreiðaeign Þegar hann er spurður um fram- kvæmd á innheimtu umhverfis- gjalda nefnir hann helst sérstök gjöld vegna bílaeignar sem íbúar myndu þá greiða til þess sveitar- félags sem þeir búa í. „Það er þekkt í mörgum ná- grannalöndum okkar að borgir og sveitarfélög rukki fyrir bílaeign, sér- staklega ef þú átt fleiri bíla en einn. Eins og staðan er í dag rukkar ríkið bifreiðaskatt en sveitarfélögin bera samt sem áður stóran hluta af kostn- aðinum í umferðar- og bílastæða- mannvirkjum og fleiru.“ Ólafur segir að hægt sé að hugsa um fleiri útfærslur umhverfisgjald- anna en þær sem snúi að bifreiða- eign, svo sem umhverfisgjöld vegna urðunar og spilliefna. Spurður hvort með þessu móti sé ekki verið að setja of mikla byrði á einstaklinginn, í stað þess að setja byrðina á stóriðju og fyrirtæki, segir Ólafur: „Sveitarfélögin hafa jafnvel enn minni tæki í höndum til að hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja en auðvitað ætti þetta líka við um fyrirtæki og stofnanir.“ Umsagna um tillöguna hefur verið óskað og rennur umsagnarfrestur út 13. febrúar. Umhverfisgjöld til sveitarfélaga  Nálægð við íbúa skipti miklu máli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferð Sveitarfélög gætu til dæmis innheimt gjöld vegna bíla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.