Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
Margir hafa furðað sig á lýð-skrumi því sem þingmenn
samfylkingarflokkanna þriggja
stóðu fyrir á Alþingi í liðinni viku
með beiðni um „skýrslu frá sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
um samanburð á
greiðslum Samherja
fyrir veiðirétt í
Namibíu og á Ís-
landi.“
Jón Magnússonvíkur að þessu á
blog.is: „Formaður
Viðreisnar vill út-
reikning á ósaman-
burðarhæfum hlut-
um og nota á við það
reikningskúnstir og
mismunandi gögn
sem gerir það að
verkum að mér datt
í hug saga af samskiptum list-
málarans Jóhannesar Kjarval og
stærðfræðingsins Ólafs Daníels-
sonar þegar þeir hittust niður við
höfn í Reykjavík.
Kjarval sagði. Mig langar til aðleggja fyrir þig eina spurn-
ingu af því að þú ert stærðfræð-
ingur. Jæja hver er hún sagði Ólaf-
ur. Já það siglir skip til Ameríku,
segir Kjarval. Skipið er 2000 smá-
lestir að stærð og er statt á 64
gráðu norðurbreiddar, en skip-
stjórinn er fertugur að aldri. Nú
hvað er það svo sem þig langar til
að vita spyr Ólafur. Ja mig langar
til að vita hvað kokkurinn á skipinu
mundi heita sagði Kjarval.
Líklegt er að þeir sem þurfa aðvinna skýrsluna fyrir Alþingi
skv. uppleggi formanns Viðreisnar
lendi í álíka hremmingum og Ólaf-
ur Daníelsson við að svara svona
kúnstugum samanburði og Þor-
gerður Katrín vill fá upplýsingar
um og Ólafur Daníelsson forðum
við að svara spurningunni um það
hvað kokkurinn á skipinu héti skv.
uppleggi Kjarval.“
Jón Magnússon
Skýrslubeiðni
lýðskrumsflokka
STAKSTEINAR
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúar Borgarbyggðar geta tekið
þátt í íbúafundum, bæði með því að
mæta á fundi en einnig með því að
fylgjast með á netinu og senda
fyrirspurnir inn á fundinn úr stofu-
sófanum. Nýtt fundakerfi var fyrst
reynt á íbúafundi um umhverfismál
sem fram fór í Hjálmakletti á dög-
unum.
„Framkvæmdin á fundinum hefur
vakið athygli. Fólk er almennt
ánægt með að geta tekið þátt þó að
það komist ekki á fundinn. Áhorfið
hefur farið fram úr björtustu
vonum,“ segir Lilja Björg Ágústs-
dóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar.
Senda inn fyrirspurnir
Um 70 íbúar sóttu fundinn.
Honum var streymt í gegn um
Facebook-síðu sveitarfélagsins, eins
og mörg sveitarfélög gera, og
horfðu 120 manns á hann í beinni
útsendingu. Til viðbótar gafst fólki í
Borgarbyggð sem fylgdist með á
Facebook að tengjast fundinum í
gegnum vefsíðuna slido. Gátu íbúar
þá sent inn fyrirspurnir sem birtust
strax á skjá fyrir aftan sveitar-
stjórnarfulltrúa, ásamt spurningum
fundargesta. Þá gat fólk einnig líkað
við góðar spurningar, sem færðust
þá ofar í röðina og urðu líklegri til
að ná athygli fulltrúanna sem sátu
fyrir svörum.
Fólk heldur áfram að horfa á
íbúafundinn og nú hafa um 2.000
manns horft á hann í fimmtán mín-
útur eða lengur.
Lilja segist ekki vita til þess að
önnur sveitarfélög nýti þessa mögu-
leika til að auka þátttöku á íbúa-
fundum. Samband íslenskra sveitar-
félaga hafi þó nýtt þetta kerfi á
fulltrúafundum.
Taka þátt úr
stofunni heima
Nýjung á íbúafundi í Borgarbyggð
Morgunblaðið/Eggert
Borgarnes Vinsælt er hjá íbúum að
skokka á íþróttavellinum.
Margar gönguleiðir sem börn og
unglingar fara um í miðbænum eru
illa lýstar og þau því smeyk við að
nota þær. Þetta kom fram á mál-
þingi íbúasamtaka miðborgar nýver-
ið og hefur íbúaráð miðborgar og
Hlíða nú safnað saman upplýsingum
um þau svæði sem þarf að lýsa
betur.
„Ég sendi fyrirspurn í alla íbúa-
hópa í miðborg og Hlíðum og bað
fólk að segja okkur ef það væru ein-
hverjir ákveðnir staðir sem þyrfti að
lýsa betur. Við fengum virkilega fín-
ar heimtur,“ segir Margrét M.
Norðdahl, formaður íbúaráðs mið-
borgar og Hlíða.
Ráðið skráði staðina niður og
sendi lista á umhverfis- og skipu-
lagssvið Reykjavíkurborgar.
Sem dæmi um svæði sem íbúum
þykja illa lýst eru Arnarhóll og leik-
svæði í grennd við hann.
Spurð hvort víða sé pottur brotinn
í þessum efnum segir Margrét:
„Lengi má gott bæta. Núna í
svartasta skammdeginu finnur mað-
ur öðruvísi fyrir því en þegar er
bjart allan sólarhringinn og það er
mikilvægt að geta komið því á fram-
færi ef það eru einhver ákveðin
svæði sem fólk veit að mætti bæta.
Maður þekkir best sitt nærumhverfi
svo það var gott að fá ábendingar frá
íbúunum sjálfum.“
ragnhildur@mbl.is
Börn smeyk við að nota gönguleiðir
Gönguleiðir í miðborginni illa lýstar Íbúaráð hefur nú óskað eftir umbótum
Morgunblaðið/Eggert
Dimmur Arnarhóll þykir illa lýstur.