Morgunblaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Stans! Vaskur nemi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri æfir sig í umferðarstjórnun á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar. Umferðarstjórnun er hluti af starfsnámi lögreglumanna. Kristinn Magnússon Undanfarin ár hefur mikil um- ræða verið um stöðu breska Verkamannaflokksins. Flokk- urinn hefur verið sakaður um öfgafulla vinstristefnu. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um stöðuna, með og á móti. Kjósendur hafa komist að niðurstöðu og treysta flokknum ekki. Ástæðan er sú að þeir telja forystu flokksins öfga- sinnaða. Formaður með Hamas-hálstau Logi Einarsson gengur með rauðköflóttan hálsklút þegar mikið liggur við, svo sem á mót- mælafundum sem trúnaðarmenn hans hafa skipulagt. Utan arabalanda er slíkur hálsklútur jafnan talinn stuðningsyfirlýsing við gyðinga- haturs- og hryðjuverkasamtökin Hamas. Sam- tökin sem láta refsa samkynhneigðum og jafn- vel taka þá af lífi. Myndi formaður frjálslynds jafnaðarmannaflokks í öðru landi gera slíkt? Myndu fjölmiðlar í öðru Evrópulandi láta sem ekkert væri? Afstaðan til Sjálfstæðisflokksins Formaðurinn og ný forysta talar jafnan niður til sjálfstæðisfólks. Hann talar um að útiloka þurfi þennan hluta þjóðarinnar frá áhrifum. Sú mæta kona, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lagði hins vegar upp með samráð. Allir ættu rétt á áhrifum við ákvarðanatöku. Útilokun pólitískra andstæðinga er varasöm pólitík. Öfgar geta af sé meiri öfgar eins og dæmin sanna. Einn áheyrilegasti útvarpsmaður landsins, Eiríkur Guðmundsson, hefur oft tekið upp merkið. Hann lofaði byltingu ef sjálfstæðis- maður yrði ráðinn í tiltekna opinbera stöðu. Samt segir í siðareglum Ríkisútvarpsins að starfsfólk eigi að hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi. Eina helstu grundvallarregluna um mannréttindi er að finna 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun, m.a. á grundvelli stjórn- málaskoðana. Ekki má því beita „Berufs- verbot“. Ekki heldur gegn sjálf- stæðisfólki. – Ég er handviss um að siðamál Eiríks fara sína leið innan RÚV. Vottar ekki einu sinni fyrir vafa í mínum huga. Áróður í stað rökræðu einkennir öfgaflokka Við höfum orðið vitni að magn- aðri áróðursherferð þar sem for- ystumenn í Samfylkingunni hafa haft sig mjög í frammi og staðið að skipulagningu hennar. Leni Riefenstahl hefði ekki gert betur. Sú herferð og meðferð á stað- reyndum verður efni í aðra grein. Í slíkri áróð- ursherferð víkur rökfærsla um rétt og rangt fyrir tilfinningum. Alþjóðasáttmálar eru túlk- aðir eftir hentugleikum og úrlausnir og dóma- fordæmi lögð til hliðar. Lögin gilda bara að svo miklu leyti sem hentar. Annars víkja þau líka. Ísland með heimsmet á sviði skattlagningar Skattastefna Samfylkingarinnar er einföld og tengist þeirri einföldu sýn að auka þurfi út- gjöld ríkisins. Hér séu margir skattstofnar van- nýttir eins og það er orðað. Gjarna er vísað til þess að svona eða hins segin sé þetta á Norður- löndunum, en að sjálfsögðu án nokkurs rök- stuðnings. Það hentar ekki að hafa raunveru- leikann á borðinu. En hver skyldi hann nú vera? Skattheimta á Íslandi er mikil og vel yfir meðaltali OECD. Höfuðmáli skiptir við réttan samanburð að eftirlaun fara að mestu um ríkis- sjóð í öðrum löndum en um lífeyrissjóði hér. Þess vegna er Ísland neðst á listanum yfir eftir- launaframlög (um 2%), en t.d. þau lönd á Norðurlöndum sem við berum okkur saman við með 7 upp í 11%. Svo þarf að taka tillit til út- gjalda til varnarmála. Skattheimta til almennra útgjalda skoðuð á réttum grunni er þannig í himinhæðum á Íslandi. Raunar virðist hún vera heimsmet eða á pari við Svíþjóð. Sá vafasami heiður hefur jafnan verið eignaður Frökkum með 46% af landsframleiðslu. En sé saman- burðurinn leiðréttur er Ísland um 5 prósentu- stigum yfir meintum heimsmeistara. Hér sýna gögnin að Ísland þarf að bæta sig, ekki auka við. En hvern varðar svo sem um staðreyndir? Heimildir m.a. https://www1.compareyourcountry.org/tax-revenues https://data.oecd.org/socialexp/pension-spending.htm https://data.worldbank.org/indicator/ MS.MIL.XPND.GD.ZS Eftir Einar S. Hálfdánarson » Logi gengur með rauðköfl- óttan hálsklút sem utan arabalanda er jafnan talinn stuðningsyfirlýsing við gyð- ingahaturs- og hryðjuverka- samtökin Hamas. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Er Samfylkingin öfgaflokkur? Bent hefur verið á að útflutn- ingur á vörum og þjónustu þurfi að aukast um eitt þúsund milljarða á 20 ára tímabili til þess að halda uppi 3 til 4% sjálfbærum hagvexti sem er forsenda batnandi lífskjara á Ís- landi til lengri tíma. Það þýðir að útflutningurinn þarf að aukast um 50 milljarða að jafnaði á ári. Samdráttur í útflutningi í fyrra og sem heldur áfram á yfirstand- andi ár að mati Seðlabankans er því áhyggjuefni. Við höfum orðið fyrir margs kon- ar búsifjum sem hafa stuðlað að neikvæðri þró- un útflutningsins. Bakslag í ferðaþjónustu, dýrkeyptur loðnubrestur og minni tekjur af stóriðju valda þar miklu. Þessi reynsla minnir okkur á hve mikilvægt er að fjölga stoðum út- flutningsframleiðslunnar. Aukin og fjölþætt út- flutningsstarfsemi er nauðsynleg forsenda þess að við getum haldið áfram að sækja fram í að bæta lífskjör í landinu. Fiskeldi vex fiskur um hrygg Sem betur fer sjáum við mikilsverð dæmi um aukinn útflutning. Þannig hefur fiskeldi svo sannarlega „vaxið fiskur um hrygg“, svo vitnað sé í fleyg orð úr stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Framleiðsla í fiskeldi hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Alls var slátrað um 34 þúsund tonnum. Árið 2018 nam þessi fram- leiðsla rúmum 19 þúsund tonnum. Þetta er 80 prósenta aukning á milli ára og á laxeldi þar langstærstan hlut að máli. Laxeldisfram- leiðslan tvöfaldaðist á milli ára, fór úr rúmum 13 þúsund tonnum í 27 þúsund tonn. Fram- leiðsla á bleikju jókst sömuleiðis myndarlega, var tæp 5 þúsund tonnum árið 2018 en 6,3 þús- und tonn í fyrra, sem er 29% aukning. Útflutningsverðmæti fiskeldisins nam á síð- asta ári nam um 25 milljörðum króna. Það svarar til um 100 milljónum króna hvern ein- asta virkan dag ársins. Þetta er um 90% aukn- ing – nær tvöföldun – á milli ára. Til þess að setja þetta í annað samhengi má benda á að útflutningsverðmæti fiskeldis- afurða var um 10 prósent af verðmæti sjávar- afurða í fyrra og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. 80% launateknanna falla til á landsbyggðinni Það gefur þessu aukið vægi í þjóðfélagslegu tilliti að laxeldisframleiðslan fer nær öll fram á Austfjörðum og Vestfjörðum, svæðum sem hafa glímt í mörg- um tilvikum við fólksfækkun. Á Vestfjörðum var slátrað rúm- um 16 þúsund tonnum í fyrra, en 8.500 tonnum árið 2018. Þetta er um 90 prósenta aukn- ing. Austfirðir voru þó há- stökkvararnir, hlutfallslega séð. Þar fór framleiðslan úr 3.700 tonnum í 9.700 tonn sem er 160 prósenta aukning. Það er ljóst að þessi nýja atvinnugrein er farin að hafa mikil áhrif, jafnt fyrir austan og vestan og raunar í sjálfum þjóðarbúskapnum. Þessa mun enn frekar sjá stað í ár og á næstu árum. Tæplega 500 manns unnu í fiskeldi hér á landi árið 2018, sem er þreföldun á einum ára- tug. Launagreiðslur námu um 3,5 milljörðum á því ári. Um 80 prósenta launatekna í fiskeldi falla til á landsbyggðinni. Varlega talið, sam- kvæmt því sem Byggðastofnun reiknaði út og rímar við það sem sem við þekkjum frá öðrum löndum, má ætla að afleidd störf séu annað eins. Ljóst er að störfum fjölgaði umtalsvert og launatekjur jukust í fyrra, með stóraukinni framleiðslu og sú þróun mun halda áfram. Þetta er fagnaðarefni, ekki síst við efnahags- aðstæðurnar núna. Fiskeldi er nú þegar orðið þýðingarmikil stoð Veruleg tækifæri liggja í frekari vexti. Mið- að við útgefin leyfi og þær forsendur sem fyrir liggja af hálfu löggjafans, má búast við aukinni framleiðslu og útflutningi í ár og í framtíðinni. Með minnkandi útflutningstekjum og meira at- vinnuleysi er hið aukna fiskeldi því kærkominn búhnykkur; sannkallað búsílag. Vaxandi fisk- eldi mun hjálpa okkur að ná nauðsynlegum markmiðum um auknar útflutningstekjur, hag- vöxt, ný og fjölbreytt störf og veita komandi kynslóðum spennandi tækifæri. Fiskeldið er sem betur fer þegar orðin þýðingarmikil stoð í efnahagslífi okkar og mun skipta stöðugt meira máli í framtíðinni. Eftir Einar K. Guðfinnsson »Með minnkandi útflutn- ingstekjum og meira at- vinnuleysi er hið aukna fiskeldi því kærkominn búhnykkur; sannkallað búsílag. Einar K. Guðfinnsson Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Búhnykkur nú þegar þörf krefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.