Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 ✝ SigurbergurSigsteinsson íþróttakennari fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 10. febrúar 1948. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 29. janúar 2020. Foreldrar hans voru Sigsteinn Sigurbergsson hús- gagnabólstrari og Herdís Ant- oníusardóttir. Sigurbergur kvæntist Guð- rúnu Hauksdóttur verslunar- manni, f. 30. mars 1952. Börn þeirra eru: 1. Herdís, f. 18. mars 1971. Börn hennar eru Sigrún María Jörundsdóttir og tvíbur- arnir Snædís María og Sigur- bergur Áki. 2. Heiða, f. 1. júlí 1976, maki Hafliði Halldórsson, f. 4. febrúar 1972, þeirra börn eru Halldór og Guðrún Helga. Stjörnunni og meistaraflokk karla í fótbolta hjá Leikni Fá- skrúðsfirði og Þrótti Neskaup- stað. Enn fremur kvennalands- liðin í handbolta og fótbolta. Þá þjálfaði hann yngri flokka í fót- bolta hjá Val og Fram, var með knattspyrnuskóla hjá Fram og ÍR og Sumarbúðir í borg hjá Val. Auk þess var hann þjálfari hjá lögreglunni og Lands- bankanum. Sigurbergur var fjölhæfur íþróttamaður og spilaði hand- bolta, körfubolta og fótbolta. Hann lék lengi með meistara- flokki Fram í handbolta og var lykilmaður í landsliðinu, lék fleiri A-landsleiki en nokkur annar Framari. Hann spilaði einnig með meistaraflokki Fram í fótbolta, var m.a. Ís- landsmeistari í handbolta og fótbolta 1972, og lék einn A- landsleik. Þá lék hann unglinga- landsleiki í körfubolta. Sigurbergur fékk ýmsar viðurkenningar, meðal annars frá Fram, ÍR, HSÍ og KSÍ. Útför Sigurbergs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. febrúar 2020, og hefst klukkan 13. Fyrir átti Hafliði tvær dætur af fyrra sambandi og fjögur barnabörn. 3. Sigsteinn, f. 13. október 1977. 4. Oddný, f. 6. nóv- ember 1991, maki Arnar Daði Helga- son, f. 28. júní 1987. Sigurbergur lauk íþróttakenn- araprófi frá Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni 1969 og kennsla var hans aðal- starf, síðast í Verzlunarskóla Ís- lands 1975-2014, en lengi kenndi hann jafnframt í Ár- bæjarskóla. Hann var þjálfari um árabil, bæði í handbolta og fótbolta, þjálfaði meðal annars meistaraflokk karla og kvenna í handbolta hjá Fram, meistara- flokk karla hjá Haukum og HK, meistaraflokk kvenna hjá ÍR og Við kynntumst Sigurbergi sumarið 1980. Við vorum þá ung- lingsstúlkur í Breiðholti í efnilegu unglingaliði ÍR í handbolta. Framsýnir stjórnarmenn sáu að til að halda þessum góða hópi saman þyrfti eitthvað sérstakt til. Niðurstaðan varð sú að hinn landsþekkti íþróttamaður og þjálfari, Sigurbergur Sigsteins- son, var fenginn til verksins. Það er skemmst frá því að segja að þessi hópur rakaði inn titlum þau ár sem Sigurbergur var við stjórnvölinn. Reykjavíkurmeist- aratitill haustið 1980 var eftir- minnilegastur, þó að ekki væri hann stærstur. Þetta var veturinn sem Sigurbergur stýrði hinu unga ÍR liði til sigurs í 2. deildinni jafnframt því að þjálfa hið sigur- sæla Framlið í 1. deildinni. Í Reykjavíkurmótinu var leikið í 2. riðlum og svo fór að ÍR og Fram mættust í úrslitaleik. Höfuðverk- ur þjálfarans var því töluverður, en Sigurbergur leysti úr því eins og öðru. Svo fór að ÍR sigraði, öll- um að óvörum, nema okkur sjálf- um og mögulega Sigurbergi. Á þessum árum var Sigurbergur líka landsliðsþjálfari kvenna og við vorum margar ÍR stelpurnar sem stigum okkar fyrstu skref með landsliðinu á þessum árum. Þegar Sigurbergur var ráðinn þjálfari okkar í ÍR fengum við meira en þann besta í bransanum. Við eignuðumst líka frábæra fyr- irmynd og góðan vin. Á þessum árum mynduðust vináttubönd sem héldu mun lengur en sam- bandið á handboltavellinum. Það má segja að á tímabili hafi heimili Sigurbergs og Gunnu í Ásbúð í Garðabæ verið nokkurs konar fé- lagsheimili fyrir handboltastelp- ur úr Breiðholti. Það var sama hvenær okkur bar að garði, alltaf stóðu dyrnar opnar. Þau voru óteljandi kvöldin sem við vörðum í stofunni hjá Sigurbergi og Gunnu, í hrúgu í sófanum með popp að spjalla og horfa á tónlist- armyndbönd. Þau nenntu að ræða allt, hlusta á allt. Eftir að Sigurbergur hvarf á braut kom losarabragur á kvennaboltann í ÍR. Einhverjar lögðu skóna á hilluna en flestar færðu sig um set yfir í önnur fé- lög. Sigurbergur kom aftur við sögu okkar þriggja sem þjálfari þegar hann var ráðinn til Vals nokkrum árum síðar. Eftir því sem árin liðu tóku önnur verkefni við af handboltanum og samveru- stundunum fækkaði. Vináttu- böndin héldu þó. Það var alltaf og alls staðar auðvelt að taka upp þráðinn enda fátt skemmtilegra en að rifja upp gömlu góðu dag- ana. Skemmtilegast var þó alltaf með Sigurbergi og Gunnu á þorrablóti ÍR, sem var fasti punkturinn í tilverunni síðustu árin áður en heilsu Sigurbergs hrakaði um of. Við sem eftir sitjum munum halda sögunum á lofti. Elsku Gunna, Dísa, Heiða, Steini og Oddný. Við vottum ykk- ur og fjölskyldum innilega samúð okkar. Ásta Björk Sveinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Kristín Anna Arnþórsdóttir. Það er skrýtið að skrifa, að mér finnst, ótímabær kveðjuorð um Sigurberg, fyrrverandi tengda- föður minn, mann sem lék stórt hlutverk í mínu lífi í mörg ár og hefur gert áfram eftir skilnað okkar Herdísar. Hann var jú afi barnanna minna. Sigurbergur var afreksmaður í íþróttum, var vin- sæll og farsæll þjálfari og íþrótta- kennari og þeir eru ófáir sem maður hittir sem hann hefur ann- aðhvort kennt eða þjálfað. Hann var einstaklega barngóður og náði ótrúlega vel til barna og ung- menna, bæði í leik og starfi. Við Sigurbergur áttum mikið og gott samband og eftir sitja minningar sem ég mun geyma alla tíð. Ég leit upp til hans í mörgu. Íþróttirnar skipuðu stóran sess í lífi okkar beggja, enda fór það svo að ég lagði fyrir mig íþróttakennslu og þjálfun, að miklu leyti undir áhrif- um frá honum. Við vorum langt í frá að vera sammála um íþróttirn- ar, hvaða lið væru best, hvaða leikmenn sköruðu fram úr, og þegar kom að pólitík vorum við al- gjörlega sinn á hvorum endanum svo vægt sé til orða tekið. En það var hins vegar í tónlistinni sem hjörtu okkar slógu í takt. Ég komst þó ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Sigur- bergur var alveg einstakur þegar kom að tónlist. Ég get ekki sagt að við höfum haft nákvæmlega sama tónlistarsmekk, ég var til dæmis aldrei á Cliffvagninum, Shadows voru alls ekki minn tebolli en Neil Young, Nick Cave, Pink Floyd og Bubbi, þá vorum við að tala sam- an. Það má segja að hann hafi ver- ið alæta á tónlist. Plötusafnið, víd- eóspólurnar, geisladiskarnir, algjörlega einstakt. Sigurbergur hafði góða nærveru, var ekki að hafa sig mikið í frammi, en þegar hann talaði var hlustað. Hann var mikill húmoristi og mörg gullkorn sem fengu að flakka. Best leið honum með fjölskyldu sína nálægt sér. Samband þeirra Gunnu var einstakt. Það er erfitt að tala um það í þátíð þar sem maður sá þau aldrei öðruvísi en Begga og Gunnu. Það eru örugglega ekki margir dagar þar sem þau hafa verið hvort án annars á lífsleið- inni. Samband sem byggðist á trausti, heiðarleika og ekki síst vináttu. Alltaf jafn ástfangin. Það sást hvað best í þeim ömurlegu veikindum sem hann glímdi við síðustu ár en alzheimerssjúkdóm- urinn er andstyggilegur sjúk- dómur sem hefur ekki síður áhrif á aðstandendur. Þar stóð Gunna vaktina af mikilli prýði, ásamt börnum þeirra og fjölskyldum. Að lokum langar mig að minnast þessa góða manns með stuttri sögu. Eitt sinn fórum við á tón- leika, ásamt Gunnu og Dísu, á skemmtistaðnum Broadway með hljómsveitinni Nazareth, hljóm- sveit sem ég þekkti ekki mikið, en ég kannaðist við eitt, tvö lög. Nema hvað að minn maður mætti í ökklasíðum leðurfrakka, í Roll- ing Stones-bol og pantaði sér að sjálfsögðu viskí um leið og við komum inn. What a man! Að- standendum votta ég samúð mína og þakka samfylgdina. Blessuð sé minning Sigurbergs Sigsteinssonar. Jörundur Áki Sveinsson. Það var bjart yfir hópi íþrótta- fólks sem hélt af stað frá Íslandi til München í Þýskalandi í ágúst- mánuði 1972 til að taka þátt í Ól- ympíuleikunum. Stór hluti af þessu íþróttafólki var handbolta- landslið Íslands sem var að taka þátt í Ólympíuleikunum, en þetta var í fyrsta sinn sem handbolti var tekinn inn sem keppnisgrein á Ól- ympíuleikum. Í dag kveðjum við félaga okkar Sigurberg Sigsteins- son sem var fastur maður í lands- liðinu á þessum tíma. Sigurbergur var afburða handboltamaður, spil- aði í horninu í sókninni og á miðj- unni í varnarleiknum, senter eða sweeper, handleggjalangur og náði oftar en ekki að trufla sóknarleik andstæðinganna. Það var gott að vera með Sigurbergi í liði, stutt í brosið, ávallt tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir fé- lagana enda íþróttamaður af lífi og sál. Hann var íþróttakennari á dag- inn og þjálfari og leikmaður á kvöldin, en í þá daga æfðum við á kvöldin þar sem við vorum allir vinnandi. Þegar 40 ár voru liðin frá München 1972 héldum við út úr bænum og áttum góða helgi saman að Geysi í Haukadal, – liðið frá 1972 ásamt eiginkonum, þar mættu menn með úrklippubæk- urnar, rifjuðum upp hver fyrir öðrum gamla takta frá löngu liðn- um tíma og þar naut Sigurbergur sín vel í hópi gamalla félaga. Sig- urbergs er sárt saknað, ekki var það svo að ellikerling hefði bankað upp á, heldur var það þessi al- ræmdi alzheimer sjúkdómur sem sótti hann heim, hann barðist lengi og drengilega en varð að játa sig sigraðan í lokin. Við félagar hans í ólympíuliðinu frá 1972 sendum innilegar samúðarkveðj- ur til Gunnu, Guðrúnar Hauks- dóttur, eiginkonu Sigurbergs, og allrar fjölskyldu, barna og barna- barna. Gunnsteinn Skúlason. Vinur minn og gamli þjálfari er fallinn frá. Ég vissi að tími Sigur- bergs með okkur var takmarkað- ur en tíðindin höfðu meiri áhrif á mig en ég átti von á. Sigurbergur og fjölskylda eiga alveg sérstakan stað hjarta mínu. Þótt árin séu mörg síðan hann þjálfaði okkur ÍR-stelpurnar, þá áttum við í hon- um hvert bein. Fyrir unga stúlku í íþróttum á sjöunda áratugnum þar sem fyrirmyndir í kvenna- íþróttum voru fáar, þá hafði Sig- urbergur alveg sérstakt lag á að hvetja okkur áfram, kenna og leiðbeina. Líka mig, sem var sannarlega ekki stórstjarna í handbolta. Eitt sinn, þegar mér fannst ekkert ganga upp hjá mér í boltanum, spurði ég hann hvort ég ætti ekki bara að hætta í hand- bolta og einbeitta mér að skíða- íþróttinni. Þá tók hann mig til hliðar og sagði ákveðið en af hlýju, „Lóa mín þú mátt aldrei gleyma að þetta er hópíþrótt og þú ert afar mikilvæg fyrir liðið, þín tækifæri koma.“ Ég lærði þarna mikilvæga lexíu sem hefur fylgt mér alla tíð síðan sem er að maður er aldrei einn um árangur, við vinnum alltaf saman í liði. Árin liðu og ég varð fjölskylduvinur stórfjölskyldunnar sem mér þyk- ir afar vænt um. Samverustundir okkar á undanförnum árum hafa verið ómetanlegar hvort heldur þær voru á Ögri í djúpi, í minni sveit að Víðum í Reykjadal eða á þorrablóti ÍR með öllu gamla handboltaliðinu. Í dag ylja ég mér við minningar um dásamlegar stundir þar sem við komum sam- an, þvert á kynslóðir, að njóta samveru og vinskapar. Sigurbergur var sannur íþróttamaður sem hefur haft mik- il áhrif á okkur, hvort heldur þau okkar sem hann þjálfaði eða kenndi. Við munum aldrei gleyma honum því minning um góðan íþróttamann lifir í hjarta okkar. Elsku Gunna, Dísa, Heiða, Steini og Oddný, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ykkar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fótboltavöllurinn okkar við Langholtsveg var ekki stór – eig- inlega bara pínulítill. En þarna ól- umst við upp við bolta. Sumir pilt- unga áttu eftir að gera garðinn frægan – innan vallar sem utan. Einn af þeim var Sigurbergur. Hann var fljótlega einn af þeim fræknari og slóðin lá beint fram á við, með Fram og undir hatti landsliðs, svo að fátt eitt sé nefnt. Sigurbergur var óskiptur vinur, kappsamur og viðkvæmur. Leiðir skildi en minningarnar úr æsku ylja. Það voru góðir tímar. Ástvinir kveðja góðan dreng. Blessuð sér minning Sigur- bergs. Þorlákur Helgi Helgason. Haustið 1967 komu saman á Laugarvatni 20 ungmenni um tví- tugt, 12 strákar og átta stelpur, sem voru að hefja nám í Íþrótta- kennaraskólanum. Fæstir þekkt- ust þótt einhver kunningsskapur væri kannski fyrir hendi. Einn úr þessum hópi var Sig- urbergur Sigsteinsson, sem þá þegar var þekktur íþróttamaður úr Fram, meistaraflokksmaður bæði í handbolta og fótbolta og landsliðsmaður í handboltanum. Fram undan var níu mánaða nám í ÍKÍ og nándin var mikil. Strákarnir bjuggu 12 saman í íbúð sem síðar varð kennaraíbúð og stelpurnar átta í kjallara skólastjórahússins. Nú hefur verið höggvið skarð í þennan litla hóp, en hinn 29. jan- úar sl. lést skólabróðir okkar Sigurbergur eftir snarpa baráttu við alzheimer. Sigurbergur var vinsæll meðal okkar skólasystkinanna, enda ljúfur maður og skemmtilegur. Íþróttahæfileika hafði hann ómælda og átti gott með að um- gangast aðra, enda lá það fyrir honum að gera íþróttakennslu að ævistarfi, auk þess sem hann þjálfaði mörg lið, aðallega í hand- bolta. Hann var einnig mikill áhuga- maður um popptónlist og átti mikið plötusafn sem óspart var notað þennan vetur. Um vorið áttu allir nemendur að flytja frumsamið hreyfiverk við tónlist að eigin vali. Flestir völdu eitthvað sígilt og rólegt sem þægilegt var að hreyfa sig eftir, en okkar maður kom sterkur inn og valdi tónlist með The Shadows, sem var ein af hans uppáhalds- hljómsveitum. Þetta þótti djarft, en ekki var nokkur spurning að það verk vakti langmesta athygli fyrir frumleika og framsetningu. Sigurbergur var félagslyndur maður og þegar hópurinn hittist hér á árum áður af ýmsu tilefni var hann alltaf fyrstur til að boða komu sína. Þessu var þó öðruvísi farið sumarið 2018 þegar haldið var upp á 50 ára útskriftarafmæli, en þá boðaði Sigurbergur forföll og treysti sér ekki til að mæta þar sem sjúkdómurinn var farinn að herða tökin. Nú er baráttunni lokið og þessi mikli afreksmaður varð að játa sig sigraðan. Eigi má sköpum renna. Á kveðjustund sem þessari hrannast minningarnar upp og eru allar góðar. Við skólasystkinin frá Laugar- vatni þökkum fyrir að hafa fengið að vera honum samferða um stund og sendum fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur á erfiðri stund. Blessuð sé minning Sigurbergs Sigsteinssonar. Guðmundur Pétursson. Í dag er borinn til grafar fyrr- verandi samstarfsmaður okkar hér í íþróttadeildinni í Versló og góður vinur. Hann starfaði hér við skólann í nær 40 ár. Við minn- umst þess ekki að hann hafi misst einn dag úr vinnu vegna veikinda, en þegar kom að starfslokum var farið að bera á undirliggjandi veikindum hans. Sigurbergur var vel liðinn bæði af nemendum og samstarfsfólki. Við minnumst þess að hafa fengið höfðinglegar móttökur á heimili þeirra hjóna í partíi fyrir árshátíð. Þá má ekki gleyma „the grand tour“ til að skoða hið ein- staka plötusafn hans, aldrei höfð- um við séð annað eins. Einnig er okkur ofarlega í huga hve miklar félagsverur þau hjónin voru. Þau létu sig ekki vanta í ferðir og aðrar uppákom- ur hjá starfsmönnum skólans. Sigurbergur var hamhleypa þegar kom að kennslu og þjálfun og auk þess var hann í mörg ár liðsstjóri á leikjanámskeiðum barna. Hann var mikil íþróttakempa bæði sem keppnismaður og þjálf- ari til margra ára. Það er mikil eftirsjá hjá fjöl- skyldunni að missa þennan mikla öðling og fjölskyldumann sem Sigurbergur var. Gunna missir góðan vin og félaga, en þau voru einstaklega samrýnd hjón. Það er sárt til þess að hugsa að þau skyldu ekki fá lengri tíma saman eftir langan starfsferil. Elsku Gunna og fjölskylda, megi góður guð og allir fallegu englarnir vera með ykkur á þess- um erfiða tíma. Minning hans mun lifa um ókomin ár. Kveðja frá íþróttakennurum Versló, Arna, Inga og Örn Kr. Enn er höggvið skarð í þann glaðværa hóp sem kynntist á kennarastofu Árbæjarskóla á fyrstu árum skólans og átti þar samleið í meira en þrjá áratugi, fullorðnaðist og þroskaðist sam- an. Nú hefur Sigurbergur okkar kvatt veröldina eftir baráttu við erfið veikindi. Oft var glatt á hjalla í kenn- arahópnum. Sigurbergur lagði sitt af mörkum og hann og Guðrún, kona hans, voru sjálf- sagðir þátttakendur í öllu fé- lagslífi á vegum skólans. Sigur- bergur var góður félagi og samstarfsmaður, glaður og hlýr í viðmóti við alla og vann störf sín af alúð og samviskusemi. Lengi vel var Sigurbergur íþróttakennari drengja og mátti finna að margir þeirra litu nokkuð upp til hans. Seinni árin kom það oft í hans hlut að kenna yngri ár- göngunum íþróttir, drengjum og stúlkum saman. Börnunum leið vel hjá honum enda var hann barngóður og umhyggjusamur. Við minnumst hans að stjórna leikjadögum á vorin með hóp af háværu ungviði í kringum sig. Við sendum Guðrúnu og fjöl- skyldu þeirra Sigurbergs innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum þeim alls góðs. Sigurberg kveðj- um við með virðingu og þökk fyrir áratuga samstarf. Eftir lifir minningin um góðan dreng og góðan félaga. F.h. gamalla starfsfélaga, Ásta, Bára, Guðrún B. og Kristín. Við fráfall heiðursmannsins Sigurbergs Sigsteinssonar vil ég þakka áratuga vinskap, samstarf og samskipti, bæði persónuleg og fagleg í sambandi við störf hans í Árbæjarskóla. Þótt aldursmunur- inn væri nokkur og grunnteng- ingin úr íþróttahreyfingunni ólík, náðum við alla tíð mjög vel saman. Sigurbergur var ósérhlífinn vinnuþjarkur og afskaplega traustur og bóngóður er til hans þurfti að leita. Minnist ég vart að hann hafi nokkru sinni neitað bón um að leysa verk eða beiðni um annan greiða. Sigurbergur var eins og allir vita er til þekkja mjög fjölhæfur íþróttamaður og kappið og keppnisskapið eftir því. Það var aldrei hans stíll að gefast upp. Jafnvel í gjörsamlega tapaðri stöðu var barist til síðustu sek- úndu og talaður kjarkur í sam- herja, eins og reyndar fleiri þekktar látnar og lifandi persón- ur úr íþróttahreyfingunni eru frægar fyrir. Sigurbergur var óþreytandi að koma á fót keppnum og setja upp mót innan skólans og hvetja til þátttöku í mótum utan hans, þar sem aðrir skólar tóku þátt. Ég meira að segja varð stundum þess umdeilda „heiðurs“ aðnjótandi að leyfa honum að kalla mig liðs- stjóra við hátíðleg tækifæri. Einnig er mér ofarlega í huga öll sú vinna er hann lagði á sig sem þjálfari hinna ýmsu fé- lagsliða, landsliða og hópa. Alltaf vantaði að venju peninga og ekki dró þjálfarinn af sér við að afla þeirra. Því verður þó ekki neitað að jafnvel á þessum tíma þótti það athyglisvert þegar sjálfur lands- liðsþjálfarinn gekk í hús og seldi rækjur og fleira þess háttar til fjáröflunar. Við starfslok gátum við báðir hugsað okkur að eyða meiri tíma saman í sameiginleg áhugamál, en margt fer öðruvísi en ætlað er. En eina litla af mörgum í lokin. Þinghald og ráðstefnur er nokkuð sem getur orðið býsna þreytandi iðja ef ekki er rétt á haldið. Eitt sinn vorum við Sigur- bergur sessunautar á einni slíkri ráðstefnu. Var öllum málum í ákveðnum þætti hennar í raun fyllilega lokið en nokkrir fundar- menn fundu þörf hjá sér til að teygja úr efninu og endurtaka að því að virtist eingöngu til að tala, eins konar gáfumannaumræða rétt í lokin. Þótt þingforseti hefði sérstaka þolinmæði fyrir þessu gilti alls ekki það sama um Sigurberg. Hann hnippti ákveðinn í síðuna á mér og hvíslaði: „Marinó, er þetta ekki alveg búið? Getum við ekki bara farið fram og talað um fót- bolta – eða plötur?“ Ég færi hans frábæru eigin- konu og fjölskyldu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Það var ljós í skugganum að vita af hinni Sigurbergur Sigsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.