Morgunblaðið - 10.02.2020, Page 21

Morgunblaðið - 10.02.2020, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 ✝ Þorgeir Guð-mundsson var fæddur á Syðra- Lóni á Langanesi 20. ágúst 1926. Hann lést á LSH í Fossvogi 19. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Her- borg Friðriksdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1889, d. 28. júlí 1958 og Guðmundur Vil- hjálmsson, bóndi og kaupfélags- stjóri, f. 29. mars 1884, d. 1. febrúar 1956. Hann var tíundi í röð 12 systkina. Elst var Sigríður, f. 1911, þar á eftir komu Vil- hjálmur, f. 1913, Anna, f. 1914, Jón Erlingur, f. 1916, Friðrik, f. 1917, Árni, f. 1919, Þuríður, f. 4. 1921, Stefanía, f. 1922, Bald- ur, f. 1924, Sigtryggur, f. 1929. Þau eru öll látin en eftirlifandi systir hans er Herdís, f. 1930. Þorgeir ólst upp á Syðra- Lóni í faðmi foreldra, 11 systk- ina og fóstursystkina, fór til náms í Héraðsskólann á Laug- arvatni og síðar í Samvinnu- skólann í Reykjavík. Einnig stundaði hann nám einn vetur í lýðháskóla í Svíþjóð. Til versl- Hjartarsyni, búsett í Reykjavík. Sonur þeirra er Kristinn Frið- berg. 5) Óli Vilhjálmur, f. 1. júní 1963, giftur Bodil Vester- gaard, búsett í Odder í Dan- mörku. Börn þeirra eru Tomas, Anna og Jakob Vestergaard. Þau hjón byrjuðu búskap í Keflavík en í nóvember 1952 fluttu þau í Kópavog þar sem Þorgeir réðst til Kaupfélags Kópavogs sem kaupfélagsstjóri og starfaði þar til 1958 en þá fluttu hjónin til Hólmavíkur þar sem hann tók við stöðu kaup- félagsstjóra Kaupfélags Stein- grímsfjarðar. Þetta var um- fangsmikið starf því að fyrir utan verslunina rak Kaup- félagið frystihús og sláturhús. Árið 1967 sagði Þorgeir skilið við Kaupfélagið og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þar sem þau ráku verslun við Freyju- götu í nokkurn tíma. Þá réð hann sig sem framkvæmda- stjóra Síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði en dvaldi stutt þar og tók þá við stöðu forstjóra Hraðfrystistöðvarinnar á Eyrarbakka þar sem hann starfaði í nokkur ár. Eftir það réðst hann til skattstofunnar í Reykjavík og vann þar til 70 ára aldurs, fyrir utan 10 ár sem hann í millitíðinni gegndi starfi skrifstofustjóra hjá tískuversl- uninni Karnabæ. Þorgeir verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 10. febrúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. unarstarfa réð hann sig í Keflavík og þar kynntist hann Sesselju Kristinsdóttur, Sísí, frá Loft- sstöðum, f. 2. jan- úar 1928, d. 30. júní 2007. For- eldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Stefánsdóttir og Kristinn Jónsson. Þau gengu í hjónaband 4. ágúst 1951 og eignuðust saman fimm börn: 1) Drengur, fæddur andvana 28. október 1952. 2) Herborg, f. 14. júlí 1954, gift Sigurði Inga Guðmundssyni, búsett í Kópa- vogi. Börn hennar eru Birgir Axelsson, sonur Birgis er Adrían Snær, og Linda Ösp Heimisdóttir, gift Biswajeet Guha. Dætur þeirra eru Freyja og Brynja. 3) Ragnhildur, f. 23. mars 1957, gift Jóhannesi Árna- syni, búsett í Höskuldarnesi á Melrakkasléttu. Synir hennar eru Þorgeir Þorbjarnarson, giftur Guðmundu Hörpu Júlíus- dóttur, sonur þeirra er Hrafn- kell Emil, og Höskuldur Þor- bjarnarson. 4) Kristín, f. 13. september 1959, gift Einari Fr. Þá er lífsgöngu föður míns lokið og þótt hann hafi verið á 94. aldursári og verið heilsu- tæpur síðustu mánuði kom þetta samt á óvart því að lífs- viljinn var svo mikill fram á síðasta dag og hann ekki tilbú- inn til að kveðja. Pabbi var ætíð mjög já- kvæður og duglegur og þótt hann væri kominn yfir nírætt, bundinn súrefnisvél og orðinn það óstöðugur á fótum að hann þurfti á göngugrind að halda sagðist hann ekki hafa yfir neinu að kvarta. Hann bjó einn, hugsaði um sig sjálfur og ekki að ræða það að kaupa að- keyptan mat. „Tja, þetta er allt svo ólystugt.“ Hann átti bíl og ók sjálfur á meðan færð var góð og þegar hann útskrif- aðist af Landakoti 19. desem- ber eftir margra vikna spít- alalegu sagði hann lækninum þegar spurt var um aðstæður hans heima: „Ég keyri bara sjálfur út í búð og kaupi í mat- inn.“ Aldrei nein vandamál, bara lausnir. Pabbi var mikill heimsmaður, en þau mamma ferðuðust til margra fjarlægra landa, í flestar heimsálfur, og voru það ekki hvíldarferðir. „Maður fer ekki til útlanda nema skoða allt; söfn, forn- minjar og alla áhugaverða staði.“ Eftir að við börnin hans fórum að ferðast með okkar fjölskyldum, oftast hugsað sem frí eða hvíld frá hinu daglega amstri, var við- kvæðið alltaf: „Eruð þið búin að ákveða skoðunarferðir? Ætlið þið ekkert að ferðast?“ Síðasta ferð hans utan Evr- ópu var til New York vorið 2015 þegar hann fór með okk- ur hjónum til að heimsækja Lindu dóttur mína. Fyrst var stoppað í fimm daga í borginni og hafði ég séð fram á mjög erfiða daga með þennan of- virka 89 ára gamlan mann, en það var öðru nær. Ekki var hægt að hugsa sér betri ferða- félaga enda var hann heims- vanur. Hafði sko komið þarna tvisvar áður og var mjög góð- ur leiðsögumaður. Hvort sem var að kynna okkur flottasta magasín heimsins, Macy’s, og aðstoða mig við að velja kjóla til að máta, eða draga okkur upp á 102. hæð Empire State- turnsins, en hann hafði áður bara komið á 86. hæð og varð að toppa það. Aldrei dauður tími, „maður fer líklega ekki oftar til NY“. Eftir dvölina í borginni var haldið til háskóla- bæjarins Íþöku, en þaðan var ekki nema þriggja tíma akstur að Niagarafossum; eins af fáum merkisstöðum í heimin- um sem hann hafði ekki séð og hann yrði að komast þangað. Áður fyrr þegar við börnin stóðum í íbúðarkaupum og lag- færingum fékk pabbi aldrei nóg af því að koma og hjálpa, enda var hann handlaginn mjög. Ófáum kvöldum og helg- um var varið í þessa sjálfsögðu aðstoð að hans mati og var al- veg ómetanlegt. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka fyrir, ekki síst það að vera sjálf nálægt eftirlaunaaldri þegar pabbi er kallaður burtu. Þetta verða mikil viðbrigði að geta ekki skroppið á Strikið til pabba til að spjalla. Síðasta langferðin hans verður væntanlega rólegri en fyrri ferðir og vonandi nær hann að slaka aðeins á. Ef það er líf eftir þetta líf er ég viss um að spilafélagar hans sem farnir eru bíða eftir að fá hann í liðið og að bæði mamma og Dísa taka á móti honum opn- um örmum. Hvíl í friði elsku pabbi og takk fyrir að gefa mér líf og vera með mér öll þessi ár. Herborg Þorgeirsdóttir. Nú er hann elsku pabbi far- inn í ferðalagið mikla. Hann var búinn að ferðast víða um heiminn með mömmu og koma í flestar heimsálfur. Hann skoðaði allt sem mögulegt var að skoða á ferðum sínum og mundi alla staði og nöfn þegar heim var komið. Og hann hélt áfram að ferðast eftir andlát mömmu og náði m.a. að fara til Danmerkur í fermingu Jak- obs, yngsta barnabarnsins, kominn á tíræðisaldur. Í sum- ar dreif hann okkur austur á firði í mikið ferðalag til að skoða hleðslur Birgis dóttur- sonar síns sem þar voru víða, ekki gat hann yfirgefið þessa jarðvist án þess að skoða þær frekar en pýramídana í Egyptalandi eða Kínamúrinn. Það var ekki óreiðan eða óskipulagið kringum pabba. Mikil reglufesta og með allt sitt á hreinu. Hann gekk alla daga úti nema sunnudaga, klukkutíma á dag og í hvaða veðri sem var. Hann borðaði líka hafragraut alla morgna nema sunnudaga en þá borðaði hann súrmjólk „svona til til- breytingar“. Alla daga eldaður hollur og staðgóður matur og ekki bruðlað með sykur eða salt nema ef vera skyldi á sunnudögum. Stundum varð manni nóg um vanafestuna en þannig fleytti hann sér áfram, búandi sjálfbjarga og með reisn á fallegu og snyrtilegu heimili fram á tíræðisaldurinn. Þessi reglufesta og nákvæmni náði einnig út á vinnumark- aðinn. Alla tíð var hann traust- ur starfskraftur og sá vel fyrir sér og sínum og lagði mikið upp úr því að innræta okkur afkomendunum dugnað og gott vinnusiðferði. Hann hafði tækifæri til að mennta sig, fór í Samvinnu- skólann og var alla tíð mikill samvinnumaður. Samvinnu- skólinn bjó nemendur undir að starfa við kaupfélögin og það gerði pabbi lengi framan af, í Keflavík og í Kópavogi og síðan á Hólmavík. Má segja að Hólmavíkurárin hafi verið hans og mömmu bestu ár. Hann talaði alltaf um fólkið þar og bændurna í sveitinni með mikilli hlýju og virðingu. Hann eignaðist marga og trausta vini þarna fyrir norð- an, m.a. Jón, arftaka hans í starfi, og Svanný, en flestir aðrir höfðingjar eru nú gengnir. Líklega hefði hann haldið sterkari tengslum þarna norður eftir að hann fluttist til baka ef vanheilsa mömmu hefði ekki komið til. Hann var félagi í Átthaga- félagi Strandamanna til ævi- loka. Dísu kynntist hann eftir að hann flutti sem ekkill í Garða- bæ og áttu þau í góðu sam- bandi í 10 ár eða þar til hún lést síðastliðið sumar. Þetta voru hamingjurík ár og þegar þeim lauk fór heldur að halla undan fæti og heilsan að bila en ekkert inni í myndinni að leggja árar í bát. Hann var svolítið kvíðinn fyrir þessu síðasta ferðalaginu mikla. Honum fannst hann ekki vera alveg tilbúinn, hafði mikinn lífsvilja en undir lokin náðust sættir við almættið. Hann fann eitthvert öryggi í því að kalla til bróðurson sinn og frænda, sr. Davíð Baldurs- son, til að jarðsyngja sig og þökkum við honum kærlega fyrir veitta aðstoð. Þeir voru erfiðir síðustu mánuðirnir en pabbi fór gegn- um þá yfirvegaður eins og alltaf áður. Hann lagði aftur augun og kvaddi átakalaust og með dótturson og nafna sér við hlið. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Ragnhildur. Þorgeir Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himnesk björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Elsku pabbi, tengda- pabbi og afi, takk fyrir allt. Kristín, Einar og Kristinn Friðberg. ✝ Salbjörg H.G.Norðdahl fæddist 18. apríl 1928 á Brimnesi í Viðvíkursveit, Skagafirði. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 30. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðmann K. Þorgrímsson, f. 12. des. 1898, d. 27. nóv. 1984, og Þóra S. Þor- valdssdóttir, f. 8. mars 1902, d. 12. júní 1965. vin, f. 7. júlí 1939; Rósa Sigríð- ur, f. 15. ágúst 1941; Guðmann Þór, f. 9. september 1945. Salbjörg var gift Karli V. Eggertssyni Norðdahl, bónda á Hólmi, f. 8. apríl 1898, d. 5. október 1983. Börn þeirra eru: 1) Karl Hólmkell, f. 1952, maki Ásdís Birna Ottesen. 2) Þor- valdur Sigurður, f. 1952. 3) Erla, f. 1954, börn Alva Linn og Mari. 4) Eggert, f. 1958, barn Bergdís. 5) Valur Þór, f. 1960, maki Marta Kristín Halldórs- dóttir, börn Klara, Erna og Vil- hjálmur Karl. 6) Heiða Björk, f. 1962, maki Jón Jóhannesson, börn Salbjörg Þóra og Matt- hías. Barnabarnabörnin eru orðin níu. Útför Salbjargar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag, 10. febrúar 2020, klukkan 14. Systkini Sal- bjargar: Þor- grímur Árelíus, f. 6. september 1930, d. 17. október 2018; Þorvaldur Sigurður, f. 30. september 1931, d. 4. júlí 1951; Hösk- uldur Eyfjörð, f. 18. desember 1932, d. 24. ágúst 2017; Kristín Guðrún, f. 13. apríl 1934; Hartmann Guð- mundur, f. 26. maí 1935, d. 20. ágúst 2019; Hallgrímur Sigur- Móðir mín er látin á 92. ald- ursári og södd lífdaga, fæddist í norðlenskri sveit 1928 og fluttist suður á mölina um 1950. Hún var trú sínum uppruna, hafði gaman af búskap og rækt- aði sinn garð í bestu merkingu orðsins. Hún hafði yndi af ræktun matjurta og garðagróðurs, rækt- aði vöxtulegar stofuplöntur sem prýddu heimilið áratugum sam- an. Við húsið var garður með trjám og fjölæringum sem hún sinnti af alúð auk þess að sinna búskap og ala upp sex börn. Á nútímamælikvarða væri hún eflaust talin „ofurkona“. Á kvennafrídeginum 1975 tók mamma sér frí og fór á fjölda- fund, pabbi eldaði og fórst það illa úr hendi, maturinn brann við, húsið fylltist af reyk og þeg- ar ég kom heim var sá gamli plástraður eftir bjástur í kart- öflugarðinum og vantaði sárlega hana mömmu. Mamma var af trúuðu fólki komin og þegar árin liðu fann hún mikla stoð í trúnni, fór á samkomur og átti sér ríkulegt andlegt líf sem mótaði hana meira en margt annað. Hún hafði gaman af tónlist, fór oft norður í land að heim- sækja ættingja og vini, hélt rækt við ættaróðalið Tungufell í Svarfaðardal ásamt sjö systkin- um, fór í göngur og réttir en af- þakkaði pent réttarsjússinn. Mamma drakk aldrei vín og vildi helst blanda gosið með vatni. Hún kom jafnan hlaðin berj- um að norðan á haustin, gerði saft og sultur sem hún útdeildi til ættingja sinna. Hún fór aðeins einu sinni utan í brúðkaup systur minnar í Nor- egi, kom heim með agnarlítinn hlyn sem var alinn upp í gjör- gæslu og yfirvetraður í fjósinu á Hólmi. Er núna stæðilegt tré í garð- inum hennar 40 árum síðar. Held að ræktunaráhugi henn- ar hafi kveikt á ævilangri skóg- ræktardellu minni. Takk fyrir það mamma. Ég fékk dýradellu sem krakki og dró heim flest þau kvikindi sem teljast gæludýr, en mamma var skilningsrík og leyfði kan- ínur, hamstra, fiska, ketti, dúfur og eitt sinn hrafn, henni var þó lítt skemmt þegar krummi skeit á snúruþvottinn og varð illur við- ureignar, kom hún þá krumma í fóstur í grenndinni. Mamma var mikill lestrar- hestur þegar um hægðist í bú- skapnum, við systkinin bárum bækur í hana sem hún las upp til agna. Vildi helst fá bækur í jólagjöf og kláraði þær hratt. Síðustu misserin var hún á hjúkrunarheimilinu Eir og fékk þar góða aðhlynningu. Ég minnist með þakklæti margra gæðastunda í heimsókn- um og við töluðum saman um heima og geima, minnið var ætíð gott þótt líkaminn hrörnaði og ég gat næstum því flett upp í mömmu og fræðst um atburði og ættingja lífs sem liðna. Hún hélt ætíð góðu sambandi við systkini sín, var ættrækin og lét sig velferð fjölskyldunnar varða. Þegar á bjátaði áttum við systkinin alltaf gott bakland í mömmu sem hélt stórfjölskyld- unni saman eftir fráfall pabba 1983. Kærar þakkir til allra á Eir sem önnuðust mömmu og fylgdu henni síðasta spölinn og allra ættingja minna sem heimsóttu hana og glöddu. Ég veit að þú ert komin á þann áfangastað sem þú trúðir staðfastlega á allt þitt langa líf. Takk fyrir allt elsku mamma, umhyggju þína og lífið sem þú gafst mér. Þinn sonur, Valur Þór Norðdahl. Salbjörg H.G. Norðdahl Jón var 16 ára þegar hann starf- aði við byggingu Ölfusárbrúarinnar 1945 ásamt föður sínum, Val- mundi Björnssyni brúarsmið. Eftir það varð ekki aftur snúið með lífsstarfið. Hann lauk námi í húsasmíði við iðnskóla og starfaði síðan alla starfsævina við húsa- og brúarsmíðar. Í föðurætt var Jón fjórði maður frá Sveini Pálssyni (1762-1840) hinum kunna lækni og náttúrufræðingi. Meðal af- komenda Sveins voru bræður kenndir við Svínadal í Skaft- ártungu en margir þeirra voru völundar á tré og járn. Einn þeirra var Valmundur faðir Jóns. Í móðurætt var hann af svonefndi Heiðarætt sem kennd var við Litlu-Heiði í Mýrdal. Af þeirri ætt var Jón Brynjólfsson, afi Jóns, sem var trésmiður og mikill dugnaðar- maður. Þeir feðgar Valmundur og Jón unnu saman við brúarsmíð- arnar ásamt flokki brúarvinnu- manna. Eiga margir sem í þeim hópi voru ánægjulegar minn- ingar frá þeim tíma. Undirbún- ingsvinna við brúarsmíðar var oft mikil og þegar kom að því að steypa hljóp þeim feðgum kapp í kinn. Valmundur hafði þann sið þegar mikið var í húfi að taka í der húfu sinnar og færa húfuna sitt á hvað til hlið- anna nokkrum sinnum. Jón Valmundsson ✝ Jón Valmunds-son fæddist 9. júní 1929. Hann lést 19. janúar 2020. Útför Jóns fór fram 1. febrúar 2020. Valmundur var góður verkstjóri og vel liðinn. Þegar hann hætti brúar- smíðum tók Jón við brúarvinnuflokkn- um. Brýr sem hann byggði ásamt flokki sínum voru fjölmargar. Síðasta stóra brúin sem hann byggði var Markarfljótsbrúin nýja. Bygging hennar gekk af- ar vel og var hún vígð í október 1992. Til viðbótar byggðu þeir nýjar brýr á Seljalandsá og Ál- ana. Þessum verkum öllum var lokið fyrir jól sama ár. Auk brúarsmíðanna var Jón mikilvirkur húsasmiður og byggði hann fjölmörg hús bæði í Mýrdal og víðar. Eftir að formlegu ævistarfi hans við brúarsmíðar lauk hélt hann áfram að starfa við trésmíðar lengi vel og hjálpaði mörgum við byggingar og innréttingar. Jón var félagslyndur og hlóð- ust á hann ýmis félags- og trúnaðarstörf svo sem við sveit- arstjórn. Eiginkona hans í um 60 ár er Steinunn Pálsdóttir, hinn mesta dugnaðarkona. Dæturnar eru Steinunn og Guðrún. Jón var meðalmaður á hæð, stæltur og grannvaxinn, yfir- leitt glaður í bragði, kraftmikill og röskur og þoldi illa leti og seinagang. Hann var við hesta- heilsu alveg fram á allra síð- ustu ár. Hann átti heima í Vík alla ævi. Eftir áratuga kynni er hans nú minnst með virðingu. Eig- inkonu, dætrum og fjölskyldum þeirra eru færðar samúðar- kveðjur. Ólafur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.