Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
Skjöldur og vígi
Audrey varð fimmtán ára vet-
urinn eftir að Tyler fór. Hún náði í
ökuskírteinið sitt til sýslumannsins
og á leiðinni heim fékk hún sér
vinnu við að steikja hamborgara.
Svo fékk hún sér aðra vinnu við að
mjólka kýr klukkan fjögur á hverj-
um morgni. Hún hafði rifist við
pabba í heilt ár og var við það að
bugast undan þeim hömlum sem
hann setti henni. Núna átti hún
peninga, átti sinn eigin bíl, við
sáum hana næstum aldrei. Fjöl-
skyldan var að skreppa saman,
gamli valdapíramídinn að hruni
kominn.
Nú var pabbi ekki með nægan
mannskap eftir til að byggja hlöð-
ur svo að hann sneri sér alfarið að
járnaruslinu. Fyrst Tyler var far-
inn fengum við hin stöðuhækkun:
Hinn sextán ára
Luke, elstur af
þeim sem eftir
voru, varð hægri
hönd föður míns
og við Richard
tókum við sem
aðstoðarmenn.
Ég man eftir
fyrsta morgn-
inum sem ég fór út í járnaruslið
sem hluti af vinnuhópi föður míns.
Jörðin var frosin og loftið stíft af
kulda. Við vorum í garðinum fyrir
ofan neðri túnin sem voru gjör-
samlega þakin hundruðum bíla og
trukka. Sumir voru gamlir og bil-
aðir en flestir voru tjónaðir og
báru þess merki – beyglaðir, snún-
ir og litu út fyrir að vera úr
krumpuðum pappír, ekki stáli. Í
miðjum garðinum var risastór og
hár ruslahaugur: Lekir rafgeymar,
einangraður koparvír í flækjum,
gírkassar, ryðgaðar járnplötur,
gamlir vatnskranar, ónýtir vatns-
kassar, skörðótt látúnsrör og svo
framvegis. Þetta var óendanlegur,
formlaus massi.
Pabbi fór með mig að jaðri
ruslahaugsins. „Veistu muninn á
áli og ryðfríu stáli?“ spurði hann.
„Ég held það.“
„Komdu hér.“ Röddin lýsti
óþolinmæði. Hann var vanur að
skipa fullorðnum mönnum fyrir
verkum og að hann skyldi þurfa að
útskýra fag sitt fyrir tíu ára stúlku
gerði okkur bæði vandræðaleg.
Hann reif glansandi málmbút
upp úr haugnum. „Þetta er ál,“
sagði hann. „Sérðu hvernig glamp-
ar á það? Finnurðu hvað það er
létt?“ Pabbi lagði málminn í lófann
á mér. Það var rétt hjá honum,
það var ekki nærri eins þungt og
það leit út fyrir að vera. Næst rétti
pabbi mér beyglað rör. „Þetta er
stál,“ sagði hann.
Við byrjuðum að sortéra ruslið í
hrúgur – ál, járn, stál, kopar – til
að hægt væri að selja það. Ég tók
upp járnrör. Það var þungt og
ryðgað og skörðóttur kanturinn
skarst inn í lófann á mér. Ég var í
leðurhönskum en þegar pabbi sá þá
sagði hann að þeir myndu hægja á
mér. „Þú verður fljót að fá sigg í
lófana,“ sagði hann þegar ég rétti
honum hanskana. Ég hafði líka
fundið mér hjálm en pabbi tók
hann líka. „Þú verður miklu seinni í
svifum ef þú ætlar að vera með
þennan bjánaskap á höfðinu,“ sagði
hann.
Pabbi lifði í stöðugum ótta við
tímann. Hann fann tímann ásækja
sig. Ég sá það á því hvernig hann
horfði áhyggjufullur á sólina skríða
eftir himninum og hvernig hann leit
kvíðafullur á hvert einasta rör og
járnbút. Hann sá hvern einasta
málmbút sem þann pening sem fá
mætti fyrir hann, mínus tímann
sem tók að sortéra hann, skera og
sendast með hann. Hver járnbiti,
hvert koparrör var fimm sent, tíu
sent, dollari – eða minna ef það tók
meira en tvær sekúndur að ná í
hlutinn og flokka hann – og í hug-
anum var pabbi stöðugt að bera
þessar rýru tekjur saman við
kostnaðinn sem fylgdi húsinu okk-
ar. Hann reiknaði út að til að halda
rafmagni og hita í húsinu yrði hann
að vinna á leifturhraða. Ég sá
pabba aldrei bera neitt í flokkunar-
haugana, hann kastaði bara hlutum
af öllum kröftum þaðan sem hann
stóð.
Í fyrsta sinn sem ég sá hann
gera þetta hélt ég að það hefði ver-
ið slys, mistök sem beðist yrði af-
sökunar á. Ég var enn ekki farin að
skilja reglurnar í þessum nýja
heimi. Ég hafði lotið niður til að
taka upp koparvír þegar eitthvað
gríðarstórt þaut í gegnum loftið
rétt hjá mér. Þegar ég sneri mér
við til að sjá hvaðan þetta kom fékk
ég stálsívalning beint í magann.
Höggið þrykkti mér til jarðar.
„Úps!" kallaði pabbi. Ég velti mér
andstutt við á frosinni jörðinni. Um
það leyti sem ég var staðin á fætur
kastaði pabbi einhverju öðru. Ég
beygði mig en missti jafnvægið og
datt. Í þetta sinn stóð ég ekki upp
aftur. Ég skalf öll en ekki úr kulda.
Óttinn hríslaðist um mig og ég fann
að hættan var á næsta leiti en þeg-
ar ég litaðist um eftir upptökum
hennar sá ég bara gamlan, þreytt-
an mann sem togaði í brotna ljósa-
festingu.
Allt í einu mundi ég eftir öllum
þeim skiptum sem ég hafði séð
einhvern bræðra minna koma æð-
andi inn um bakdyrnar með háum
hljóðum og halda um einhvern lík-
amshluta sem var skorinn eða
kraminn eða brotinn eða
brenndur. Ég mundi eftir því
tveimur árum áður þegar maður
sem hét Robert og vann fyrir
pabba missti fingur. Ég mundi eft-
ir ójarðnesku öskrinu þegar hann
kom hlaupandi upp að húsinu. Ég
mundi eftir að hafa starað á blóð-
ugan stubbinn og svo á afhöggna
fingurinn, sem Luke kom með inn
og lagði á bekkinn. Hann leit út
eins og leikmunur úr eigu töfra-
manns. Mamma setti fingurinn á ís
og flýtti sér með Robert í bæinn
svo að læknarnir gætu saumað
hann aftur á. Þetta var ekki eini
fingurinn sem hafði hoggist af í
bílakirkjugarðinum. Ári áður hafði
Emma, kærasta Shawns, komið
öskrandi inn um bakdyrnar. Hún
hafði verið að hjálpa Shawn og
misst hálfan vísifingur. Mamma
flýtti sér líka með Emmu í bæinn
en holdið var kramið og ekkert
hægt að gera.
Ég leit á mína eigin bleiku fing-
ur og á sama augnabliki umbreytt-
ist járnaruslið í huga mínum. Sem
börn höfðum við Richard eytt
óteljandi klukkutímum hér í rusl-
inu, að stökkva frá einu bílflaki til
annars, ræna dóti úr sumum og
láta annað afskiptalaust. Þetta
hafði verið bakgrunnur þúsund
ímyndaðra bardaga – milli djöfla
og galdramanna, álfa og ribbalda,
trölla og jötna. Núna var allt
breytt. Þetta var ekki lengur leik-
völlur æsku minnar heldur raun-
verulegur heimur þar sem dular-
full og fjandsamleg lögmál giltu.
Ég hugsaði um skrítna mynstrið
sem blóðið myndaði þegar það
rann niður úlnliðinn á Emmu og
upp á framhandlegginn á meðan
ég stóð skjálfandi upp og reyndi
að losa smábút af koparlögn. Ég
var næstum búin að losa hann
þegar pabbi kastaði hvarfakút. Ég
stökk til hliðar og skar mig á
skörðóttri brún á ónýtum tanki.
Ég þurrkaði blóðið í gallabuxurnar
mínar og hrópaði: „Ekki kasta
þessu hingað! Ég er hérna!“
Pabbi leit undrandi upp. Hann
var búinn að steingleyma því að ég
væri þarna. Þegar hann sá blóðið
gekk hann til mín og studdi hendi
á öxlina á mér. „Hafðu ekki
áhyggjur, vinan,“ sagði hann. „Guð
og englar hans eru hérna líka að
vinna með okkur. Þeir munu ekki
láta neitt koma fyrir þig.“
Dularfull
og fjandsamleg
lögmál
Bókarkafli | Tara Westover ólst upp við
undirbúning fyrir heimsendi, beið eftir að
sólin myrkvaðist og máninn litaðist blóði.
Sextán ára gömul ákvað Tara að mennta
sig sjálf og yfirgaf fjölskyldu sína.