Morgunblaðið - 10.02.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
ÓSKARS
TILNEFNINGAR11
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD
» Hin árlega Safnanótt var á föstudagskvöldið var og aðvanda á dagskrá Vetrarhátíðar sem haldin er á höfuð-
borgarsvæðinu. Opið var langt fram á kvöld í öllum söfnum á
svæðinu og boðið upp á fjölbreytilega viðburði, svo sem
draugagöngur, skoðunarferðir um geymslur listasafna, kór-
tónleika, uppistand, örleiðsagnir og gjörninga. Þá voru nokk-
ur ljósalistaverk til sýnis í miðborginni og vöktu athygli þótt
það blési hressilega um þá sem voru að skoða verkin.
Boðið var upp á fjölbreytilega viðburði og sýningar á Safnanótt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilfengleg Margir lögðu leið sína í Hnitbjörg, Listasafn Einars Jóns-
sonar á Skólavörðuholti, en byggingin var fallega upplýst eins og verkin.
Litadýrð Feneyjaverk Hrafnhildar Arnardóttur – Shoplifter, Chromo Sapiens, var vel sótt. Eins og í
Feneyjum njóta gestir þess að dvelja í verkinu, sem mörgum finnst gaman að ljósmynda.
Lagviss Í Árbæjarsafni sóttu sumir gestanna á Safnanótt söngkennslu meðan aðrir fóru í
draugagöngur um mörg hinna gömlu húsa sem komið hefur verið fyrir á safninu.
Dansfimi Rífandi stemning var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófinni
þar sem gestum var kennt að dansa á sýningu Valdimars Thorlacius.
Rökrætt Gestir ræða málin á sýn-
ingu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.