Morgunblaðið - 10.02.2020, Qupperneq 32
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Á
listverslun.is
Verkfærasett 108 stk
Mikið úrval af
verkfæratö
Vasaljós og lugtir,
yfi 30 ði
Lyklabox í
miklu úrvali
r ger r
Límbyssur
ViAir 12V loftdælur
í miklu úrvali
Startkap
Hleðslutæki 12V 6A
lar
Hjólatjakkur 2T m/tösku
Hjólafesting
á bíl
Jeppatjakkur
2.25T 52cm
AirBrush loftdæla
GAGNLEGT
Bílrúðu-
sköfur
Verð frá
kr. 395
Rúðuvökvi
995
frá 3.995
19.995
frá 995
4.995
5.995
frá 1.495
12.995
frá 795
skum
Snjósköfur
Verð frá
kr. 1.495
Mikið
úrval af
myndlista-
vörum
alltaf
Hljómsveitin ABK Group kemur
fram á djasskvöldi Kex hostels ann-
að kvöld kl. 20.30 en hana skipa Ari
Bragi Kárason á trompet, Phil Doyle
á saxófón, Eyþór Gunnarsson á
hljómborð, Valdimar Olgeirsson á
bassa og Einar Scheving á tromm-
ur. Sveitin mun leika frumsamin lög
eftir hljómsveitarstjórann Ara
Braga í bland við lög eftir nokkra af
uppáhaldshöfundum hans.
ABK Group á Kex
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn eru komnir í annað sæti
úrvalsdeildar karla í handknattleik,
Olísdeildarinnar, eftir öruggan sex
marka sigur gegn toppliði Hauka á
Ásvöllum í Hafnarfirði í sautjándu
umferð deildarinnar í gær. Baráttan
á toppi deildarinnar er afar hörð, en
aðeins munar fimm stigum á ÍBV
sem er í sjöunda sæti deildarinnar
og Haukum sem eru í efsta sætinu.
»27
Valsmenn taplausir
síðan í október
ÍÞRÓTTIR MENNING
Lovísa Thompson, landsliðskona Ís-
lands í handknattleik og leikmaður
Vals í úrvalsdeild kvenna, fór á
kostum þegar Íslands- og bikar-
meistararnir heimsóttu HK í Kórinn
í fimmtándu umferð Olísdeildar
kvenna á laugardaginn. Lovísa
gerði sér lítið fyrir og skoraði fjór-
tán mörk í leiknum,
sem lauk með
25:23-sigri
Vals. Valskonur
eru í öðru sæti
deildarinnar
með 25 stig,
þremur stigum
minna en topplið
Fram sem hefur
aðeins tapað
einum leik í deildinni
í vetur. » 26
Lovísa fór á kostum
gegn HK í Kórnum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bæklingurinn „Réttur minn til að
velja“ (retturminn@gmail.com) sem
Lilja Björk Ólafsdóttir á Dalvík tók
saman og gaf út í kjölfar andláts for-
eldra sinna hefur verið prentaður í
um 30.000 eintökum og komið mörg-
um að gagni. „Ég hef sent bækling-
inn út um allt land, til dæmis á heilsu-
gæslustöðvar og útfararstofur, og hef
fengið mjög góð viðbrögð,“ segir hún.
Lilja Björk hugsaði bæklinginn
sem verkfæri til þess að takast á við
dauðann. Fólk getur skráð niður val
um meðferð við lífslok og skipulagt
eigin útför með því að merkja við
ýmsa valkosti. „Ég vona að bækling-
urinn opni á umræðu um þessi mál,“
segir hún.
Faðir Lilju Bjarkar greindist með
briskrabbamein og dó fjórum mán-
uðum síðar 1998. Hún segir að and-
látið hafi ekkert verið rætt fyrirfram
á þessum tíma og það hafi komið í
hlut sex systkina og móður þeirra að
ákveða allt í sambandi við útförina.
„Mamma veiktist og dó átta árum
seinna. Þá hafði hún gert ráðstafanir
um hvað skyldi
gera eftir andlát
sitt og þegar hún
dó á Spáni var eft-
irleikurinn ekkert
mál fyrir okkur.
Hún hafði sagt
okkur frá andláti
Íslendings á
Spáni og vildi
læra af reynsl-
unni. Við kistu-
lagninguna hafði
ekkert verið hugsað um umbúnaðinn
og kistan hafði verið lóðuð aftur og
ekki borist til Íslands fyrr en eftir
marga mánuði með tilheyrandi
kostnaði og sálarstríði afkomenda.
„Ef ég dey úti á Spáni vil ég láta
brenna mig þar,“ sagði hún og við
fórum eftir því. Komum svo heim
með öskuna án vandræða.“
Ákvörðun mikilvæg
Ákvarðanir um lífslokameðferð og
útför skipta miklu máli, að mati Lilju
Bjarkar, bæði fyrir viðkomandi ein-
stakling og aðstandendur hans. „Eft-
ir að mamma dó ákvað ég að kanna
hvort ég gæti ekki fyllt út form fyrir
börnin okkar að fara eftir en fann
ekkert og ákvað þá að útbúa þennan
bækling.“
Í þessu sambandi bendir hún á að
Landlæknisembættið hafi verið með
svonefnda lífsskrá en ferlið hafi verið
fráhrindandi. Eftir undirskrift hafi
viðkomandi haldið einu eintaki, um-
boðsmaður hans fengið annað, læknir
hans það þriðja og landlæknisemb-
ættið hið fjórða. „Mér fannst þetta
allt of flókið og því einfaldaði ég hlut-
ina. Þetta er bara verkfæri sem fólk
getur notað að vild. Það þarf ekki að
fylla alla reiti út og endalaust má
breyta auk þess sem bæklingurinn
getur bara legið ofan í skúffu þar til
yfir lýkur.“
Hjónin Lilja Björk og Óskar
Óskarsson kostuðu verkefnið og
fengu marga til liðs við sig. „Úr varð
fjölskylduverkefni með hjálp ýmissa
annarra.“ Lilja Björk var fimmtug
síðsumars 2012 og það var vendi-
punkturinn. „Þá ákváðum við að
þetta yrði okkar framlag til þess að
gefa til baka og fyrsta prentun kom
út síðar á árinu. Það eina sem við vit-
um er að við munum deyja og það
þarf ekki að vera feimnismál.“
Á Dalvík Hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Óskar Óskarsson gáfu út bæklinginn fólki til aðstoðar.
Rétturinn til að velja
Umræða um dauðann Tilgangur bæklingsins er að
hjálpa fólki að taka ákvarðanir um lífslokameðferð og útför