Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Forstjóri NýsköpunarmiðstöðvarÍslands sagði í samtali við mbl.is í gær að margir starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið undr- andi þegar þeim var tilkynnt á starfsmannafundi að til stæði að leggja stofnunina niður.    Þessa undrun þarfenginn að undr- ast enda hafa eflaust fleiri undrast þessa ákvörðun. Ástæða undrunarinnar er auðvitað að slíkar fréttir eru afar fá- tíðar og til dæmis mun fátíðari en fréttir af stækkun stofnana eða fjölgun þeirra.    Nýsköpunarmiðstöðin hefurstarfað í þrettán ár en ræt- urnar eru mun dýpri. Venjan er sú að venjan verði til þess að slíkar stofnanir haldi áfram starfsemi, jafnvel þó að allar forsendur starf- seminnar hafi brostið (og er óþarfi að nefna dæmið um Rúv. í þessu sambandi, svo augljóst sem það er).    Miklu skiptir að aðrir ráðherrarfari einnig í gegnum stofnanir sínar og meti hverra þeirra þjóðin geti komist af án. Fjöldi þeirra er töluverður og þær má finna í flest- um ef ekki öllum ráðuneytum.    En það skiptir líka máli að raun-veruleg breyting eigi sér stað, ekki aðeins að ríkið færi þau verk- efni sem unnin hafa verið innan þessarar stofnunar til annarra stofn- ana sinna.    Ríkið þarf raunverulega að sparaí rekstri og það þarf að fækka starfsfólki og skapa svigrúm fyrir einkafyrirtæki. Það er ekkert eðli- legt við það að á sama tíma og starfsfólki í einkageiranum hefur fækkað skuli því hafa fjölgað hjá hinu opinbera. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Jákvætt skref STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opnað verður fyrir framtalsskil 2020, vegna tekna ársins 2019, um næstu mánaðamót. Lokaskiladagur verður 10. mars. Hægt verður að sækja um nokkurra daga viðbótarfrest. Í fyrra var lokafrestur til 12. mars. Framtalið verður aðgengilegt frá og með næstu helgi á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is og ber öll- um þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2019 að skila skattframtali og telja fram tekjur sínar og eignir, að því er fram kemur á vef Skattsins. Notast þarf við rafræn skilríki til auðkenningar við innskráningu eða veflykil. Framtöl á pappír heyra sög- unni til. Upplýsingar um t.d. launatekjur, skuldir, fasteignir og aðrar eignir, dagpeninga, hlutabréf, greiðslur og styrki eru forskráðar á framtölin og ætti því meirihluti framteljenda ekki að þurfa að gera annað en að fara vel yfir framtöl sín og staðfesta þau síðan við skil. Framtalsleiðbeiningar eru komnar á vefinn. Lendi fólk í vandræðum með framtal sitt verður einnig hægt að hafa samband við framtalsaðstoð Skattsins. Útlendingum hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu árum. Leiðbeiningar á erlendum tungu- málum eru birtar á vef Skattsins. sisi@mbl.is Hafa 10 daga til að skila framtali  Skatturinn opnar fyrir framtalsskil um næstu helgi  Öll skil eru nú rafræn Morgunblaðið/Ómar Framtalið Telja þarf fram allar tekjur og eignir, þar á meðal bíla. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skipaði í gær Aðalstein Leifsson, framkvæmda- stjóra hjá EFTA, sem ríkissáttasemj- ara frá og með 1. apríl næstkomandi. Helga Jónsdóttir, settur ríkissátta- semjari, mun gegna störfum fram til þess tíma. Alls bárust sex umsóknir um emb- ættið eftir að það var auglýst 5. des- ember sl. en einn umsækjandi dró á síðari stigum umsókn sína til baka. Ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda var skipuð af félags- og barnamálaráðherra. Í henni sátu Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA, og Gissur Péturs- son, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðu- neytisins. „Nefndin skilaði umsögn sinni 27. janúar 2020 þar sem niðurstaða nefndarinnar var að þrír umsækj- endur væru jafnhæfir til að gegna embætti ríkissáttasemjara,“ segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Nöfn þeirra fengust ekki uppgefin í gær. ,,Það er mat félags- og barnamála- ráðherra að af þessum þremur ein- staklingum uppfylli Aðalsteinn Leifs- son best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í emb- ættið. Eftir samráð við forsvarsmenn samtaka aðila vinnumarkaðar- ins er það enn fremur niðurstaða ráðherra að af- staða Aðalsteins Leifssonar sé slík að telja verði hana óvilhalla í málum launafólks og at- vinnurekenda enda hafi hann samhliða öðrum störfum, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019,“ segir þar enn fremur. Aðalsteinn lauk MBA-námi frá Edinburgh Business School / Heriot- Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc-námi frá London School of Economics. Þá stundaði hann doktorsnám í samn- ingatækni hjá Grenoble Ecole de Ma- nagement samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hef- ur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA, sem hefur starfsstöðvar í Genf, Brussel og Lúxemborg. Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalfram- kvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðal- steinn starfað sem lektor við Háskól- ann í Reykjavík. Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari  Nefnd taldi 3 umsækjendur jafnhæfa Aðalsteinn Leifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.