Morgunblaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þótt enn séuátta mán-uðir til for-
setakosninga
vestra er auðvelt
og ódýrt að kynda undir
spennu í þeim. Gildir það um
báða flokkana. Tveir frambjóð-
endur eru eldfimastir, Bernie
Sanders og Trump forseti.
Trump dregur tugþúsundir á
stórfundi sína og það þótt
leggja þurfi mikið á sig. Bið-
raðir eftir inngöngu eru lang-
ar, sæta þarf vopnaleit og bíða
lengi eftir að forsetinn stígi á
svið. Og þar stendur hann í
klukkustundir og lætur móðan
mása. Sjónvarpað er um allt
svo að fólkið missi ekki af
neinu þótt það sitji heima með
poppkorn í sjónvarpssófanum.
Og hitt aðdráttaraflið, næst-
um því demókratinn Bernie
Sanders, sem hefur setið ára-
tugi í Öldungadeild þingsins,
dregur einnig marga að þótt
færri séu en forsetinn nær.
Fyrir fjórum árum keppti
Sanders við Hillary Clinton
um sömu útnefningu. Þá höfðu
ýmsir það gegn Sanders að
hann yrði orðinn 75 ára á kjör-
degi. En nú í nóvember verður
hann 79 ára á kjördag. En ald-
urinn þvælist minna fyrir hon-
um en síðast. Og ástæða þess
er skrítin. Hún er sú að unga
fólkið sem flykkir sér um
Bernie gerir ekki mikinn mun
á því hvort maður sé 75 ára eða
79!
Fylgjendur Sanders töldu
margir að „elíta“ demókrata
hefði haft sigurinn af þeim síð-
ast og þar með tryggt Trump
sigur. Á flokksþing demókrata
koma ekki aðeins þeir fulltrúar
sem frambjóðendur tryggja
sér með baráttu í öllum fylkj-
um landsins, heldur einnig
sjálfkjörnir fulltrúar í hundr-
aða tali: Eðalkratarnir sem fá
boðskort í stúkusætin. Þótt
reglur um þessa „super-
delegates“ hafi lagast örlítið
frá því síðast geta þeir enn
ráðið úrslitum nái enginn einn
frambjóðandi meirihluta kjör-
manna á bak við sig. Það er
fátt sem bendir til þess nú.
Eftir að sú staða hefur sann-
ast í atkvæðagreiðslu kemur
til kasta eðalkratanna. Á með-
an Joe Biden var enn sterkur
var gengið út frá því að eðal-
kratar styddu hann til þess að
tryggja að Bernie fengi ekki
kjör. Eftir að Biden fataðist
flugið eftir misheppnaða „im-
peachment“-atlögu hafa eð-
alkratar flokksins vonað að
Bloomberg, einn mesti ríkis-
bubbi Bandaríkjanna, næði að
kaupa sér framboðið. (Þetta
eru ekki dylgjur, því að Bloom-
berg leynir ekki hugmynd-
inni.)
En af hverju vill flokkseig-
endafélagið gera allt til að
koma í veg fyrir
framboð Sanders?
Það lítur á hann
sem ókjörtækan
„komma af gamla
skólanum“. Sandershjónin
fóru í brúðkaupsferð til
Moskvu í tíð Krútsjeffs þegar
ekkert var rómantískt við þá
ferð nema það að fá að hitta
Lenín dauðan í grafhýsinu.
Flokkseigendur demókrata
segja að Sanders sé óskafram-
bjóðandi Trumps. Það yrði
flokks-, þjóðar- og heimsógæfa
ef demókratar sköffuðu
þrjótnum þann óskakandídat.
Nú síðast hrósaði Sanders
Castro í hástert og gæti með
því hafa gulltryggt Trump
Flórída! Árum saman hefur
hann tekið svari Chavezar
heitins í Venesúela og strætó-
bílstjórans sem tók við af
honum. „Það mun aldrei tak-
ast,“ segja þessir þinglýstu
eigendur Demókrataflokksins,
„að sameina flokkinn um mann
sem er ekki einu sinni í flokkn-
um, og vekur gamlan ótta við
kommúnisma upp frá dauðum
og hefur áform um að skatt-
leggja millistéttina upp að
eyrum.“
„En bíðið við,“ er þá sagt.
„Höfum við ekki heyrt þetta
allt áður undir öðrum for-
merkjum?“ „Var ekki Donald
Trump óska-, óska-, óskafram-
bjóðandi Hillary? Var það ekki
þess vegna sem stöðvarnar
CNN, CBS, NBC, ABC sýndu
ókeypis frá öllum baráttu-
fundum hans, svo að hann
þurfti ekki að eyða dollara með
gati í framboðið? Og stuðn-
ingsblöð demókrata frá alda
öðli, NYT og Washington Post,
fylltu sínar síður með „röflinu“
úr honum í þeirri sannfæringu
að með því þyrfti Hillary ekki
einu sinni að lyfta litla fingri til
að vinna? En Trump vann
samt. Og demókratar neydd-
ust til þess að standa í þriggja
ára þvælu um að Pútín væri á
bak við sigur hans til að reyna
að fá embættið afhent Hillary
með fógetavaldi?“
„Fékk Trump ekki fólk sem
aldrei kaus til að kjósa sig.
Þessa „viðurstyggilegu“ þið
munið. Er ekki alveg hugsan-
legt að Bernie gamli geti leikið
þetta eftir?“ „Haldið þið virki-
lega,“ er því næst spurt, „að
róttæka æskan sem flykkist
um Sanders muni flykkjast um
Bloomberg af því að hann sé
með kvittun fyrir því að hafa
keypt meirihluta kjósenda og
fengið magnafslátt að auki?“
„Þann sama Bloomberg sem
sagði við starfsstúlku sína,
sem sagðist þurfa að hætta að
vinna þar sem að hún væri með
barni: „Kill it“ („Dreptu það“)“
„Láta flokkseigendur sig
dreyma um það? Verður sá
draumur martröð?“
Þetta síðasta var
góð spurning}Úr vöndu að ráða
E
inu sinni var skýrslu um skatta-
undanskot Íslendinga í gegnum
skattaskjól stungið undir stól.
Það var meira að segja rétt fyrir
kosningar vegna skattaundan-
skots fyrrverandi forsætisráðherra í gegnum
skattaskjól (sem er opinberlega staðfest í úr-
skurði yfirskattanefndar). Píratar kvörtuðu og
spurðu hvað væri eiginlega í gangi, hvernig
gæti þetta gerst án þess að einhver axlaði
ábyrgð?
Einu sinni breytti dómsmálaráðherra skip-
un dómara í Landsrétt með geðþóttaákvörðun
þar sem hæfari dómarar þurftu að víkja fyrir
síður hæfum umsækjendum. Upplýsingum um
álit sérfræðinga var haldið frá Alþingi. Píratar
kvörtuðu og spurðu hvað væri eiginlega í
gangi. Hvernig ráðherra gæti komist upp með
svona ákvarðanir. Ekkert gerðist fyrr en þeir umsækj-
endur sem gengið var fram hjá sóttu rétt sinn.
Einu sinni var fjallað um rökstuddan grun og þrátt fyr-
ir játningu í Kastljósi þá mátti ekki taka mark á spurning-
unni, hvort misfarið hefði verið með almannafé. Píratar
kvörtuðu og spurðu hvort þetta mætti en ekkert var gert.
Jú, það varð að refsa fyrir að spyrja. Það er brot á siða-
reglum að spyrja spurninga þó þær byggist á játningum.
Einu sinni voru laun þingmanna og ráðherra hækkuð
daginn eftir kosningar, algerlega fyrirvaralaust og án
teljandi röksemda. Píratar kvörtuðu og spurðu um rök-
stuðning og farið var með málið alla leið til dómstóla þar
sem því var vísað frá af því að málsækjendur voru ekki
aðilar máls. Þingmaður og eitt stærsta verka-
lýðsfélag Íslands voru ekki aðilar máls sem
snerist um ákvörðun kjararáðs um laun þing-
manna.
Einu sinni var ég kallaður inn til skrifstofu-
stjóra þingsins þar sem ég var spurður hvort
ég gæti farið í skó. Það hafði nefnilega borist
kvörtun.
Einu sinni spurði ég fjármálaráðherra
hvort hann hefði tekið ákvörðun um að greiða
ekki dráttarvexti vegna ólöglegra afturvirkra
skerðinga. Sú ákvörðun kostar 700 milljónir
króna sem lífeyrisþegar virðast eiga rétt á
miðað við dómsorð. Fjármálaráðherra svaraði
ekki spurningunni en sagði óbeint að ég ætti
að vera í skóm. Það væri ekki hægt að taka
spurningu mína alvarlega af því að ég væri í
ósamstæðum sokkum.
Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta yfir því
að ráðherra feli skýrslu fyrir Alþingi og þjóðinni. Kannski
ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta undan því að ráð-
herra taki geðþóttaákvarðanir í skipun dómara. Kannski
ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta undan því að þing-
maður játar að hafi farið með almannafé á vafasaman
hátt. Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég spyr hvort
ráðherra hafi tekið ákvörðun um að reyna að hafa 700
milljónir af lífeyrisþegum. Kannski verður hlustað á mig
ef ég er í skóm.
(Höfundur er skólaus.)
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þú verður að vera í skóm í vinnunni
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ný rannsókn bendir til þessað svefnleysi og svefn-truflanir, sem eru þekktvandamál hjá miklum
fjölda fólks, séu arfgengar en stafi
ekki aðeins af lífsvenjum fólks eða
umhverfisáhrifum. Þeir sem eiga
erfitt með að festa svefn og vakna oft
á nóttunni eru með öðrum orðum lík-
legri en aðrir til að eiga foreldra sem
glímt hafa við sömu erfiðleika.
Skýrt var frá rannsókninni fyrir
stuttu í grein í tímaritinu Sleep
Medicine. Meðal tólf höfunda hennar
eru tveir íslenskir læknar, hjónin
Þórarinn Gíslason og Bryndís Bene-
diktsdóttir. Þau hafa um árabil verið
í forystu í svefnrannsóknum hér á
landi og verið þátttakendur í fjölda
alþjóðlegra rannsókna.
Fram kemur í greininni að
svefnleysi er afar algengt vandamál í
öllum löndum. Rannsóknir hafa sýnt
að um þriðjungur fullorðinna glímir
við svefnleysi einhvern tímann á æv-
inni og hjá um 10-15% verður svefn-
leysið langvinnt.
Þá kemur fram að margar fyrri
svefnrannsóknir hafi bent til þess að
svefntruflanir tengist kynferði,
aldri, lífsvenjum og umhverfislegum
þáttum. Hafa þættir eins og offita og
reykingar verið nefndir, en einnig
hafa verið nefnd tengsl við miklar
barneignir og litla skólagöngu. Enn
fremur hafa eldri rannsóknir bent til
þess að líkamsrækt hafi forvarnar-
gildi gagnvart hrotum, svefnleysi og
svefntruflunum.
Rannsóknir hafa einnig leitt í
ljós arfbundna þætti þessu til við-
bótar. Sýnt hefur verið fram á að
ákveðin gen séu að baki sumum
sjaldgæfum tegundum svefntruflana
og erfðaþættir tengist því hve langs
svefns fólk nýtur daglega. Aftur á
móti hefur skort upplýsingar um
tengsl svefntruflana foreldra og
barna og þá jafnt með tilliti til lífs-
hátta og umhverfisaðstæðna við-
komandi. Rannsóknin sem greinin í
Sleep Medicine fjallar um var ein-
mitt af því tagi. Þar voru rannsakað-
ar svefntruflanir foreldra og barna
þeirra í nokkrum löndum Evrópu.
Rannsóknin hefur hins vegar vissar
takmarkanir því eingöngu var byggt
á upplýsingum frá þátttakendum,
sem svöruðu spurningalista, og geta
matskenndir þættir haft áhrif á
niðurstöðurnar.
Í grein á vef Hins íslenska
svefnrannsóknafélags segir að birt-
ingarmynd svefnleysis sé einstak-
lingsbundin en einkennin eru erfið-
leikar með að sofna, rofinn svefn og
erfiðleikar með að sofna aftur, vakn-
að sé of snemma að morgni og loks
það sem kallað er óendurnærandi
svefn.
„Okkur er eðlislægt að vilja
bæta upp fyrir tapaðan svefn með
því að leggja okkur á daginn, fara
fyrr að sofa á kvöldin eða lúra lengur
á morgnanna. Því miður er það ein-
mitt þessi hegðun sem oft og tíðum
veldur því að skammvinnt svefnleysi
þróast út í langvarandi vandamál,“
segir í fyrrnefndri grein.
Þá segir að þegar um langvar-
andi svefnleysi sé að ræða sé svo-
kölluð hugræn atferlismeðferð
árangursríkasta úrræði sem völ sé á.
Meðferðin virki fljótt og áhrifin séu
langvarandi. Þetta hafi verið stað-
fest í mörgum stórum rannsóknum
síðastliðinn áratug. Í greininni segir
að þessi meðferð sé árangursríkari
en svefnlyf, sem séu eingöngu gagn-
leg til skamms tíma og geti beinlínis
haft skaðleg áhrif sé notkun þeirra
reglubundin. Sem dæmi um skaðleg
áhrif þessara lyfja má nefna skerð-
ingu á mikilvægum stigum svefns,
s.s. draum- og djúpsvefns, og nei-
kvæð áhrif á minni og samhæfingu
hugar og handa auk þess sem þau
eru ávanabindandi. Eins sé mikil-
vægt að hafa í huga að þegar svefn-
lyfjanotkun sé hætt geri svefnleysið
gjarnan vart við sig á ný.
Hugræn atferlismeðferð er
sögð bæta svefn hjá um 80%-90% af
þeim sem ganga í gegnum slíka með-
ferð og um helmingur þeirra sem
nota svefnlyf nær að hætta að taka
lyfin. Í þessari meðferð sé unnið að
rótum svefnleysisins og fólki kennd-
ar aðferðir sem gagnist út lífið.
Svefntruflanir virð-
ast vera arfgengar
Svefn Óumdeilt er að nægur svefn og reglulegur er mikilvægasti þátturinn í því að viðhalda góðri heilsu.