Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 15

Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Snorrabraut Til þess að uppgötva mikinn sannleik þarf að kveikja á perunni. Eggert Ok, það skal viður- kennt: Ég bíð alltaf spenntur eftir að Tí- und, tímarit Ríkis- skattstjóra, komi út. Margt er þar athygl- isvert en ítarleg greining Páls Kol- beins rekstrarhag- fræðings á álagningu einstaklinga hvers árs fangar hugann. Mér er til efs að betri árleg greining sé gerð á tekjum, eignum, skuldum, sköttum og gjöldum einstaklinga. Nýjasta tölublað Tíundar, sem kom út fyrir skömmu, sveik ekki. Greining Páls Kolbeins er á sínum stað; álagning einstaklinga 2019 vegna tekna ársins 2018. Páll bendir í upphafi á að skattframtöl beri vitni um mikinn uppgang á árinu 2018. „Útlendingar flykktust til landsins, laun og tekjur hækk- uðu og verðmæti eigna jókst. Skuldir jukust en þó í minna mæli en eignir og eigið fé. Þó að nokkuð hafi dregið úr hinum mikla vexti sem var hér á árunum 2016 og 2017 þá er engu að síður óhætt að segja að það hafi blásið byrlega fyrir landsmönnum á árinu 2018.“ 29 þúsund í skatt af einni krónu Í hafsjó upplýsinga finnst margt sem er skrítið og sumt kann að særa réttlætiskennd. Eins og Páll Kolbeins bendir á, þá leggjast svokallaðir nefskattar – ákveðin fjárhæð sem er lögð jafnt á alla – þyngst á þá sem lægstu tekj- urnar hafa. Eftir því sem tekjurnar eru hærri er bagginn létt- ari. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmda- sjóð aldraðra eru nef- skattar. Allir ein- staklingar 16-70 ára með tekjur yfir skatt- leysismörkum verða að standa skil á þessum sköttum. Öryrkjar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunar- heimilum eru undanþegnir. Árið 2018 var útvarpsgjaldið 17.100 krónur og gjald í Framkvæmda- sjóð var 11.454 krónur. Alls 28.954 krónur. Þetta sama ár voru skattleysis- mörkin 1.750.782 krónur – tæp- lega 146 þúsund á mánuði. Ein- staklingur sem hafði einni krónu hærri tekjur varð því að greiða nær 29 þúsund krónur í nefskatta. Varla er hægt að finna dæmi um þyngri skattheimtu. Dæmi um óréttlæti skattkerfisins? Auðvitað. Gjald í Framkvæmdasjóð aldr- aðra nam tæpum 2,6 milljörðum króna og var lagt á 225.660 ein- staklinga, 8.067 fleiri en árið á undan. Pakkað í bómull Samkvæmt upplýsingum í grein Páls Kolbeins voru rúmir 3,9 millj- arðar lagðir á einstaklinga í út- varpsgjald vegna ársins 2018. Gjaldið var lagt á 225.468 gjald- endur og fjölgaði þeim um liðlega átta þúsund. Ríkisútvarpið er eini fjölmiðill landsins sem býr við þær kjöraðstæður að „áskrifendum“ fjölgar sjálfvirkt ár eftir ár, án þess að nokkuð sé fyrir því haft. Á fimm árum frá 2015 hefur þeim einstaklingum sem greiða út- varpsgjald fjölgað um liðlega 36 þúsund. En þar með er ekki sagan öll sögð því allir lögaðilar þurfa að greiða útvarpsgjald. Rétt tæplega 42 þúsund lögaðilar greiddu alls um 735 milljónir. Á fimm árum hefur þeim fjölgað um rétt tæp- lega sex þúsund. Ekki verður annað sagt en að löggjafinn hafi hugað vel að Ríkis- útvarpinu – í raun pakkað fyrir- tækinu í eins konar bómull og tryggt að í hvert einasta skipti sem einhver heldur upp á 16 ára afmælið og/eða aflar sér einni krónu meira en skattleysismörkin, þá bætist í hóp „áskrifenda“. Og það sem meira er. Þegar einhver framtaksmaðurinn stofnar fyrir- tæki fjölgar „áskrifendunum“. Til að gulltryggja þetta allt hef- ur Ríkisútvarpið frjálsar hendur á auglýsingamarkaði í samkeppni við sjálfstæða fjölmiðla. Útsvarið skiptir máli Þvert á það sem margir halda þá er hlutur sveitarfélaganna í staðgreiðslu stærri en ríkissjóðs. Þetta er vegna þess að ríkið tryggir sveitarfélögunum útsvar af tekjum þeirra sem eru undir skattleysismörkum og greiða þeir engan skatt af tekjum, hvorki tekjuskatt né útsvar. Útsvar var lagt á liðlega 298 þúsund ein- staklinga vegna tekna 2018, rúm- lega 63 þúsund fleiri en greiddu tekjuskatt. Útsvarstekjur námu 232 milljörðum króna á móti 190 milljörðum sem runnu í ríkissjóð í formi almenns tekjuskatts. Í greiningu Páls Kolbeins kem- ur þannig skýrt fram að útsvar leggst þyngra á herðar launafólks en tekjuskattur. Einmitt þess vegna skiptir það skattgreiðendur miklu að sveitarfélögin gæti hóf- semi þegar kemur að því að ákvarða útsvarsprósentuna. Sam- kvæmt lögum er hámarkið 14,52% (eins og Reykjavík leggur á borgarbúa), en sveitarfélög geta ekki lagt á lægra útsvar en 12,44%. Munurinn á hæsta og lægsta út- svari er 2,08%. Páll Kolbeins dregur fram athyglisverða stað- reynd: Þeir sem búa í sveitarfélagi þar sem útsvar er í hámarki greiða 20.800 krónum meira í út- svar af hverri milljón sem þeir afla en þeir sem eiga heima í sveitarfélagi sem leggur á lág- marksútsvar. Einstaklingur sem er að jafnaði með 450 þúsund krónur í mán- aðartekjur greiðir um 112 þúsund meira í útsvar á ári fyrir að búa í sveitarfélagi þar sem álagningin er í hámarki en hann gerði ef hann væri búsettur í einu af þeim þremur sveitarfélögum sem gæta mestu hófseminnar. Þetta er um 25% af mánaðarlaunum. Þegar þessi einföldu sannindi eru höfð í huga er erfitt að skilja hvers vegna augu almennings og þá ekki síst forystu launafólks beinast ekki í ríkara mæli að há- skattastefnu margra sveitarfélaga. Útsvar leggst þyngra á láglauna- manninn en tekjuskattur ríkisins, alveg með sama hætti og nefskatt- urinn sem rennur til Ríkisútvarps- ins. Og að lokum er forvitnileg stað- reynd frá Páli Kolbeins. Tekjur landsmanna námu alls 1.863 millj- örðum króna árið 2018 og hækk- uðu um rúmlega 43 milljarða króna. Laun, hlunnindi og lífeyrir hækkuðu um 76,9 milljarða en fjármagnstekjur lækkuðu um 33,8 milljarða. Lækkun fjármagnstekna veldur hins vegar fáum áhyggjum. Eftir Óla Björn Kárason » Þeir sem búa í sveitarfélagi þar sem útsvar er í hámarki greiða 20.800 krónum meira í útsvar af hverri milljón en þeir sem njóta lágmarksútsvars. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Margt er skrýtið, annað forvitnilegt Samtök fjár- tæknifyrirtækja telja um 20 ný- sköpunarfyrirtæki sem hafa það markmið að koma fram með hag- kvæmar fjármála- lausnir sem nýta nýjustu tækni og umfangsmiklar breytingar á evr- ópsku regluverki fjármálafyrir- tækja í kjölfar hrunsins. Stefna stjórnvalda um heim allan er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar samkeppni á fjár- málamarkaði, neytendum til hagsbóta, en á Íslandi er Alþingi að staðfesta lagabreytingu sem takmarkar eðlilega samkeppni við ríkisbankana og lánafyrir- tæki þeirra. Fjártæknifyrir- tækjum er ógnað og dregið er úr nýsköpun og hagræði í íslensku fjármálakerfi. Forsaga málsins er sú að stjórnvöldum hefur gengið brösulega að koma böndum á þá ógeðfelldu starfsemi sem kennd hefur verið við smálán og snýr vilji þingsins að því að að bæta þar úr. Því ber að fagna enda vill enginn slíka starfsemi í sið- menntuðu samfélagi. Hún verður þó ekki stöðvuð með því að skjóta býfluguna með þeirri haglabyssu sem þessi nýju lög eru. Meirihluti þingsins kaus ekki að koma á miðlægum gagna- grunni yfir neytendalán líkt og Samtök fjártæknifyrirtækja og Umboðsmaður skuldara hafa kallað eftir. Slíkur grunnur væri til þess fallinn að draga verulega úr skuldasöfnun ungs fólks og fækka skjólstæðingum Umboðs- manns skuldara. Slíkur grunnur dregur úr útlánatapi og getur þannig leitt til betri lánakjara til neytenda. Ólíklegt má telja að það fyrirtæki sem stundar ólöglega smálánastarfsemi á Íslandi undir fjölda vörumerkja fáist til að deila gögnum í slíkan grunn. Lagabreytingin gerir ráð fyrir skráningarskyldu þeirra sem stunda neytendalána- starfsemi, sem er mjög jákvætt skref. Hins vegar er óljóst hver viðurlögin eru við því að stunda slíka lánastarfsemi án til- skilinnar skráningar. Þar hafa Samtök fjártæknifyrirtækja lagt til að Creditinfo verði bannað að setja fólk á vanskilaskrá vegna krafna frá óskráðum aðilum. Smálánafyrirtæki hafa aldrei sótt eitt einasta lánamál fyrir dómi, sennilega af ótta við að kröfur þeirra yrðu dæmdar ólög- mætar og þeim skammtaður kostnaður langt undir því sem þau krefja fórnarlömb sín um. En í stað þess að herða viðurlög við brotum á núgildandi lögum og fjölga úrræðum yfirvalda og eftirlitsaðila kaus ríkisstjórnin að leggja til og Alþingi að breyta núgildandi lögum um neytenda- lán þannig að þau verða verulega íþyngjandi fyrir þá sem stunda lánastarfsemi á ábyrgan og heiðarlegan hátt. Sú breyting sem kemur verst niður á fjártæknifyrirtækjum er sú óskiljanlega ákvörðun að færa hámarksviðmið árlegrar hlut- fallstölu kostnaðar (ÁHK) úr 50% í 35% og halda þingmenn að það sé ígildi þess að verið sé að lækka vexti eða lántökukostnað. Það er öðru nær. Það eina sem gerist með því er að neytendur teygja lán sín til lengri tíma og borga þar af leiðandi meiri kostnað í formi fleiri seðilgjalda og vaxta fyrir lengra tímabil. Hliðarverkun af aðgerðum stjórnmálamannanna verður lík- lega sú að fleiri freistast til að taka ólögleg smálán – því þau virðast ódýrari við fyrstu sýn. Þessi breyting á árlegri hlut- fallstölu kostnaðar er gerð án nokkurrar skoðunar, án nokk- urrar rannsóknar á því hver áhrifin eru á neytendur, ábyrga lánveitendur, kortafyrirtækin og félög innan Samtaka fjártækni- fyrirtækja. Sú breyting er full- komlega ábyrgðarlaus og var úr lausu lofti gripin á síðasta degi þingsins fyrir síðustu jól. Hún er í besta falli byggð á misskilningi á því hvernig frændur vorir Finnar standa að málum. Hvort heldur sem er þá er ljóst að eig- andi ríkisbankanna ætlar ekki að bakka með þessa breytingu þrátt fyrir ítarlegar athugasemdir frá Samtökum fjártæknifyrirtækja. Önnur breyting sem kemur illa við nýsköpun varðar kröfu um rafrænar undirritanir. Sú breyting kemur sér reyndar ekki síður illa fyrir ríkisbankana og eftir snarpar athugasemdir Sam- taka fjármálafyrirtækja (SFF), sem eru hagsmunasamtök þess- ara sömu banka, stendur nú til að bakka með þá breytingu áður en lögin taka gildi. Samtök fjártæknifyrirtækja fagna vissulega yfirlýstri áherslu ráðherra og stjórnvalda á ný- sköpun í landinu en frábiðja sér að vera, á tyllidögum, talin til þeirra sem njóta góðs af þeirri stefnu – enda annað sýnt hér í verki. Ný löggjöf takmarkar sam- keppni við ríkisbankana Eftir Sverri Hreiðarsson »Hliðarverkun af aðgerðum stjórn- málamannanna verð- ur líklega sú að fleiri freistast til að taka ólögleg smálán. Sverrir Hreiðarsson Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum fjártæknifyrirtækja og framkvæmdastjóri Aurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.