Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn só- un“ er nú í innleið- ingu hjá forstöðu- mönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfis- málum í síðustu sveitarstjórnar- kosningum og við hófum undir- búning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitískt samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við mark- mið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki áhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í græn- um rekstri á vegum Umhverfis- stofnunar, eingöngu til ríkis- reksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á veg- um Garðabæjar skipa á næstu vik- um græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er kraf- ist af öllum stofnunum Garða- bæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki mark- miðin sem „Garðabær gegn sóun“ setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýs- ingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skap- andi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun“ eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plast- mengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Inn- leiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að inn- leiða umhverfisskilmála í samn- ingum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvott- aðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en ein- nota plast, ef hægt er (t.d. pap- paglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfis- fræðslu. Við þökkum starfsfólki Garða- bæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við auk- inn áhuga bæjarbúa eftir að stefn- an var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa já- kvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Garðabær gegn sóun Eftir Jónu Sæmundsdóttur og Guðfinn Sigurvinsson »Meginmarkmið stefnunnar „Garða- bær gegn sóun“ eru að draga úr myndun sorps, innleiða græna inn- kaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Guðfinnur Sigurvinsson Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í umhverfisnefnd Garða- bæjar. gudfinnur.sigurvinsson@gardabaer.is Jóna Sæmundsdóttir Það ráku margir upp stór augu þegar það fréttist að hingað til lands væri kominn maður frá Kína með tugi kílóa af íslenskri mynt sem var að miklu leyti illa farin, beygluð og skemmd. Fréttin varð stöðugt áhuga- verðari þegar í ljós kom að hinn geðþekki Kín- verji, Wei Li, fengi myntinni ekki skipt. Það er vel skilj- anlegt enda ýmsar reglur sem halda utan um flæði peninga í heiminum og undarlegt í meira lagi að maður kæmi alla leið frá Kína með svo mikið magn af íslenskri mynt sem væri stór- skemmd í þokkabót. Þegar símtal barst á skrifstofu Samhjálpar frá enskumælandi manni með kínverskan hreim, þá varð sú sem tók við símtalinu að hafa sig alla við til þess að skilja hvað það væri sem maðurinn vildi koma á framfæri. Hann talaði um að hann væri með ís- lenska mynt sem væri skemmd og hann vildi gefa hana til Samhjálpar. Sú sem við símtalinu tók hafði alfarið misst af umfjöllun um málið í fjöl- miðlum og vissi því ekki af hrakförum Wei Li né hve mikið magn hann væri hugsanlega með í sínum fórum. Henni skildist á manninum að hann væri staddur í bíl nálægt miðbæ Reykjavíkur og bauð honum því að koma einfaldlega við á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni og athuga hvort hann gæti sett myntina í safn- bauk sem þar væri. Svar mannsins var að það væri ekki hægt, hann þyrfti að koma á skrifstofuna. Nú fóru að renna tvær grímur á móttak- anda símtalsins, sem var farið að gruna að verið væri að gera símaat. Engu að síður bauð hún manninum góðfúslega að koma við á skrifstofu Samhjálpar og sagði honum hvar hún væri til húsa. Einhverju síðar mætir maður í afgreiðsluna, Kínverjinn sem hafði hringt fyrr um daginn og sagð- ist vera kominn með peningana. Það var sama manneskjan sem tók á móti honum og hafði talað við hann áður í síma og enn var hún svolítið hissa, enda ekki að sjá að maðurinn væri með neinn pening í sínum fórum. Nú fór hún að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki bara símaat, held- ur falin myndavél í of- análag. Maðurinn sagð- ist þurfa að fá hana út á bílaplan til þess að sýna henni peninginn. Hún fylgdi honum út en var orðin nokkuð vör um sig. Ekki lagaðist það þegar hann sagðist hafa lagt bak við hús og þangað yrði hún að koma. Þegar þangað var komið opn- aði maðurinn skott bílsins og viti menn – við blöstu við tugir kílóa af ís- lenskri mynt! Starfsmanni Samhjálpar fannst þetta í meira lagi dularfullt, sagðist ekki viss um að hún gæti tekið við þessu og renndi grun í að þarna væri illa fengið fé. Hún fór því aftur inn á skrifstofu og ræddi málið við fjár- málastjóra Samhjálpar sem þar var staddur. Hann þekkti betur til sög- unnar og vissi um leið hvaða aðili væri þarna á ferð. Þetta væri um- ræddur Wei Li sem væri búinn að gefast upp á að skipta peningunum og vildi einfaldlega koma þeim í góð- ar hendur. Það er óhætt að segja að sagan öll og gjöfin sjálf hafi kætt okk- ur mjög hjá Samhjálp, saga sem er í senn fyndin og falleg. Wei Li var afar glaður að vita að fjármunirnir færu í gott málefni. Peningarnir koma í góð- ar þarfir enda viðvarandi þörf á frek- ari uppbyggingu á meðferðarheim- ilinu í Hlaðgerðarkoti og fjárstuðn- ingi við Kaffistofu Samhjálpar þar sem fátækum og umkomulausum býðst heitur matur í hádeginu, alla daga allan ársins hring. Samhjálp þakkar kærlega fyrir all- an stuðning, hvort sem hann kemur frá Íslandi eða Kína. Góðar gjafir frá Kína Eftir Valdimar Þór Svavarsson Valdimar Þór Svavarsson » Það ráku margir upp stór augu þegar það fréttist að hingað til lands væri kominn mað- ur frá Kína með tugi kílóa af íslenskri mynt. Höfundur er framkvæmdastjóri. framkvaemdastjori@samhjalp.is Oft er það í umræðu um landið okkar Ísland að það er eins og við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu gott land skaparinn hefur gefið okkur. Við kvörtum gjarnan og oft um kulda og rigningu eins og við gerum okkur enga grein fyrir því hvað hið svala loft er miklum mun heppilegra en sífelldir hitar sem geta jú verið góðir til þess að skreppa um stund í gott sólbað, en þegar til lengdar læt- ur getur verið alveg óþolandi fyrir heilsu og skap þeirra sem slíkt þurfa að þola. Eftirfarandi sagði mér maður sem búsettur er hér á Íslandi en er ætt- aður frá suðlægu og góðu landi þar sem ræktaðir eru margir af hinum bestu suðrænu ávöxtum. Hann fór í sumarfríinu sínu í heimsókn til föðurlands síns en hit- inn var alveg að gera út af við hann og sagði hann: Mikið var ég farinn að þrá að komast í svalann og regnið heima á Íslandi“. Þannig að við skulum reyna að skoða málið af yfirvegun, hve rign- ingin er okkur nauðsynleg og mátu- leg fyrir afkomu okkar sjálfra og gróðurs í landinu. Kaldavatnslindir okkar um allt land, margar þjóðir þættust góðar ef þær gætu státað af því að eiga slík verðmæti af góðu drykkjarvatni nánast við hvert fótmál í fjöll- um og dölum landsins. Við eigum heilbrigða og góða búfjárstofna og vegna sérstöðu landsins sem er eyja hér langt norður í höf- um langt frá megin- löndunum höfum við getað haldið þeim að mestu frá þeim landlægu pestum sem hrjá landbúnað úti í hin- um stóra og heitari heimi þannig að þegnar landsins geta treyst því að búfjárafurðir okkar eru unnar úr heilbrigðri náttúru landsins hvort sem er kjötvörur, mjólkurafurðir, kornvörur eða hinir margvíslegu jarðávextir hvort sem eru úr úti- ræktun eða frá hinum frábæru gróðurhúsum okkar. Þessi sérstaða landsins okkar að vera eyja hér langt norður í Atlants- hafi og með miklar vegalengdir til annarra landa og að vera á mörkum heitra og kaldra hafstrauma gerir það að verkum að við eigum einhver bestu fiskimið í veröld okkar og get- um séð umheiminum sem og okkur sjálfum fyrir ferskum og góðum fiskafurðum árið um kring. Ekki má gleyma því að við búum á Ísland er land þitt Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.