Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 17
eldfjallaeyju sem gerir það að verk-
um að við eigum mikið og gott heitt
vatn til allra okkar þarfa, hvort sem
er í okkar fjölmörgu sundlaugar víðs
vegar um landið eða til einkanota á
heimilum okkar. Eins þurfum við að
muna að þrátt fyrir að við fram-
leiðum mest af raforku okkar á vist-
vænan hátt með fallvötnum okkar þá
framleiðum við orðið mikla raforku
með heita vatninu og allt fellur þetta
innan skilgreiningarinnar græn orka
þannig að við getum verið virkilega
stolt af landinu okkar og því sem við
erum að gera í þessu góða landi
okkar.
Og við skulum gera okkur virki-
lega ljóst að það að búa í svo frá-
bæru landi leggur okkur skyldur á
herðar og það er að standa tryggan
vörð um landið og þjóðina, að full
virðing sé borin fyrir landinu, að
ekki sé gengið um of á hinar sameig-
inlegu auðlindir okkar hvort sem er
til lands eða sjávar og við gleymum
ekki okkar stærstu auðlind sem er
fólkið í landinu jafnt eldri kynslóðin
sem hefur yrkt landið fram til þessa
og unga og duglega fólkið okkar sem
hefur sýnt það úti í hinum stóra
heimi að það er sterk og dugleg þjóð
sem byggir þessa litlu norðlægu
eyju við ysta haf.
„Gleymum því aldrei að sameinuð
stöndum vér en sundruð föllum vér.“
Nú styttist í alþingiskosningar í
landinu okkar.
Biðjum þess að samkennd og
styrkur verði ráðandi afl á hinu háa
Alþingi okkar á komandi kjörtíma-
bili og að við fáum fólk sem skilur
hin mörgu og flóknu mál sem hið
virðulega þing okkar þarf að greiða
úr.
„Áfram Ísland!“
» Við skulum gera
okkur ljóst að það að
búa í svo frábæru landi
leggur okkur þær skyld-
ur á herðar að standa
tryggan vörð um landið
og þjóðina.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þæginlegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
Íslenskir ráðamenn
hafa verið undarlega
þöglir hvað kórónu-
veiruna varðar sem
nú dreifist eins og
eldur í sinu um Kína.
Hingað til hafa spjót-
in að mestu beinst að
Þórólfi Guðnasyni
sóttvarnalækni en
honum hefur verið
teflt fram til að
humma og ha-a í við-
tölum og tilkynna þjóðinni að það
sé nú í raun ekkert meira hægt að
gera en verið sé að gera núna,
sem sagt lítið sem ekkert annað
en að búa sig undir skellinn.
Nú hefur það komið fram í við-
tölum við Þórólf að við séum að
vinna í samræmi við það sem aðr-
ar Evrópuþjóðir séu að gera og
það liggur í orðanna hljóðan að sú
staðreynd eigi að friða landann.
Þetta þykir mér einkennileg nálg-
un því nú hefur Þórólfur sjálfur
tekið fram að það sem á sér stað í
Kína sé á við svart box sem eng-
inn fær að kíkja ofan í, hvorki
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin né
aðrir. Ef við vitum í raun ekki
hvað er að eiga sér stað á þessu
svæði, hvers vegna ættum við að
fylgja því sem Evrópuþjóðirnar
eru að gera? Væri ekki réttara að
fylgja þeim þjóðum sem hafa sem
besta leyniþjónustu því þær eru
nú líklegastar til að hafa einhverja
hugmynd um ástandið?
ESB njörvar okkur niður
Hér á ég vissulega við lönd eins
og Bandaríkin og Ísrael, að
ógleymdu Rússlandi. Svo merki-
lega vill til að allar þessar þjóðir
hafa tekið djúpt í árinni gegn kór-
ónuveirunni og þegar þessi grein
er skrifuð voru Rússar að enda við
að loka sínum landamærum fyrir
öllum kínverskum ríkisborgunum.
Ég furða mig því á því hvers
vegna við Íslendingar límum okk-
ur föst við Evrópuþjóðirnar sem
eru jafn bláeygar og raun ber
vitni. Eru ráðamenn virkilega
komnir svo langt inn
í Evrópusambandið í
huganum að þeir sjái
ekkert út fyrir það
og ímyndi sér að allt
sé best þar sem Mer-
kel ræður ríkjum?
Veira á
faraldsfæti
Ísland er eyja og
því hefði verið í lófa
lagið að loka landa-
mærunum fyrir kín-
verskum ferðamönn-
um. Kínverjar eru
vissulega um 7% af þeim ferða-
mönnum sem koma til landsins en
hvers virði eru mannslífin í sam-
anburði við hótelnætur? Í Kast-
ljósinu kom fram að 12.000 Kín-
verjar hefðu ferðast til Íslands í
janúar og þykir mér það ansi há
tala. Sérstaklega þykir mér það
há tala þegar ég tek það inn í
reikninginn að kínverska nýárið
var núna 25. janúar og fóru 5
milljónir manns heim frá Wuhan-
svæðinu áður en það skall á til að
fagna með fjölskyldum sínum.
Hversu margir af þeim voru smit-
aðir af veirunni veit enginn en
þetta fólk dreifði sér vissulega um
landið og tók þá ef til vill meira
með sér en föt til skiptanna.
Í Wuhan búa um 11 milljón
manns svo þessar 5 milljónir eru
ansi stór hluti þeirra. Það sem
bætir svo gráu ofan á svart er að
ekki allir smitberar verða veikir
og því getur hluti þessa fólks hafa
smitað aðra án þess að hafa
nokkra hugmynd um það. Víkjum
nú aftur að Íslandi sem hefur enn
hvorki lokað á né takmarkað ferð-
ir Kínverja til landsins þótt komið
sé fram í miðjan febrúar. Það eru
helst Kínverjarnir sjálfir sem
vinna með okkur því þeir hafa þó
sett á ferðahömlur sín megin og
hefur það orðið til þess að færri
kínverskir túristar eru nú á
faraldsfæti.
Sérfræðingar ósammála
opinberum tölum
Í Lundúnum er virtur háskóli
sem kallast Imperial College en
þar er starfræktur hópur vísinda-
manna sem sérhæfir sig í heims-
faraldri. Hópurinn hefur sett sam-
an líkan út frá þeim upplýsingum
sem við höfum í dag og spáir hann
þar m.a. fyrir um hversu langt frá
raunverulegum tölum við erum
hvað varðar fjölda smitaðra. Í
gögnum frá þeim kemur fram að
þeir telja að eingöngu 1 af hverj-
um 19 smituðum sé að greinast í
dag. Til að fá út réttari tölu ætt-
um við því að margfalda með 19
en þá erum við að horfa á nær 1,5
milljón smitaðra en örlítið undir
100 þúsund. Það er ansi mikill
munur á þessu tvennu eins og gef-
ur að skilja.
Með allt niður um sig
Maður þarf ekki að leita langt
til að sjá að ekki er allt með
felldu. Ráðamenn þjóðarinnar
þykjast alltaf og eilíflega ganga
um með belti og axlabönd og var
þetta orðasamband haft ítrekað
eftir Guðlaugi Þór utanríkisráð-
herra í umræðunum um þriðja
orkupakkann. Í vikunni sáum við
svo hversu gagnlegt það var þegar
Þórdís Kolbrún sýndi áhuga á að
fara að athuga aftur með sæ-
streng. Mér segir svo hugur að
þetta gatslitna belti og þessi
morknu axlabönd hafi nú frekar
gefið meira eftir en minna síðan
þá og kemur það sér afskaplega
illa þegar við virðumst standa
hársbreidd frá heimsfaraldri. Það
er því spurning hvort ekki sé
kominn tími til að skipta út, annað
hvort ráðamönnunum þjóðarinnar
eða þeim tólum sem þeir nota til
að vernda okkur fyrir óvæntum
skelli.
Ráðamenn með gamalt
belti og slitin axlabönd
Eftir Guðmund
Franklín Jónsson
» Í Kastljósinu kom
fram að 12.000 Kín-
verjar hefðu ferðast til
Íslands í janúar og þyk-
ir mér það ansi há tala.
Guðmundur
Franklín Jónsson
Höfundur er viðskipta-
og hagfræðingur.
gundi.jonsson@gmail.com
Góðan dag. Það stakk
mig óvænt eins og bý-
fluga rétt á þessu
augnabliki það sem sagt
var við mig fyrir fjórum
árum, yfir köldum Guin-
ness á pöbb niðri á
Laugavegi. Sat ég þar
við borð með miðaldra
Portúgala sem var í
sætaleit og sem ég bauð
sæti og glas af Guin-
ness, enda stappað á kránni.
Spjölluðum við alveg heilmikið á
ensku um alla heima og geima og þar
á meðal fjölskyldulíf venjulegs Portú-
gala sem og atvinnuhætti ásamt hús-
næðismálum.
Spurður um íslenskt fjölskyldulíf
og íbúðalán lagði ég ekki á Portúgal-
ann að reyna að skilja og að útskýra
fyrir honum íslenska lánakerfið ásamt
hinu séríslenska verðtryggingarfyr-
irbæri þar sem lán hækkuðu um hver
mánaðamót og allar kollsteypurnar
sem íslenskir lántakendur hafi þurft
að ganga í gegnum síðastliðna ára-
tugi. Það er ótrúlegt og illskýranlegt
og væri alveg til að æra óstöðugan að
reyna slíkt við útlending.
Heldur útskýrði ég fyrir honum að
íslensk lán væru þau dýrustu í heimi í
vondu lánakerfi.
Þá kom hann inn á það sem ég allt í
einu mundi eftir frá þessum samtölum
okkar þarna yfir Guinness-bjórnum á
árum áður. Sagði hann að mjög gott
kerfi væri á lánamálum í bæði Portú-
gal og á Spáni, þar væru vextir lágir
eða um 2-2,5%. Þar væri hægt að
kaupa litla íbúð frá ca. 60 ferm á
25.000 evrur og upp úr og auðvitað fer
verðið eftir hverfum og stærðum. Af
ca. 40.000 evra íbúðarláni til 15 ára
væri afborgun um 260 evrur á mánuði,
í jafngreiðslukerfi þar sem lánin
lækkuðu mánaðarlega ásamt vöxt-
unum, en eignarhlutur lántakanda
hækkaður upp á móti. Fólk tæki ekki
lengri lán en til 20 ára, 10 til 15 ára lán
algengust.
Svo kom hann inn á rúsínuna í
pylsuendanum en það er að enginn
fær lán í þessum löndum eftir 73 ára
aldur. Alveg stórkostlegt. Halló og
húrra fyrir því. Er það
ekki einmitt það sem
okkur Íslendinga vant-
ar? Sem sagt 50 ára
gamall maður fær lán til
23 ára og 60 ára fengi þá
lán til 13 ára og allt ann-
að í samræmi við það.
Og hvað segir þetta
okkur annað en allt já-
kvætt, ekki aðeins fyrir
lántakendur heldur þjóð-
félagið allt. Fólk kemur
inn í eftirlaunaaldurinn í
þessum löndum skuldlaust, sem segir
okkur að framfærslu krafan sé ekki
mikil eða jafnvel sára lítil. Fólk á sitt
húsnæði og hefur ellilífeyrinn sem
dugar vel nema auðvitað í undantekn-
ingartilvikum.
Það er nefnilega svo á Íslandi að
stór hluti eldri borgara kemur inn á
eftirlaunaaldurinn með heilmiklar
skuldir á bakinu eftir að hafa neyðst
til að taka dýrustu lán í heimi til að
hafa þak yfir höfðinu. Og í þessu sam-
hengi er ekki erfitt að sjá að það er
einmitt þessi stóri hópur eldri borg-
ara sem eru að sækjast í töluvert
betra líf erlendis m.a. á Spáni og
Portúgal sem og í öðrum löndum
Evrópu.
Á meðan íslenskt þjóðfélag er í
þessu skötulíki, ekki aðeins gegn eldri
borgurum heldur ekki síður ungu
fólki þessa lands, þá mun flótti Ís-
lendinga halda áfram sem aðeins
verður fyrirbyggður með stórbættu
íslensku þjóðfélagi.
Engin lán af neinum toga eftir 73
ára aldur er fín byrjun, og er þá ekki
bara komið nóg?
73 ár, er þá ekki
komið nóg?
Eftir Jóhann L.
Helgason
Jóhann L. Helgason
» Stór hluti eldri borg-
ara kemur inn á
eftirlaunaaldurinn með
heilmiklar skuldir á
bakinu eftir að hafa
neyðst til að taka dýr-
ustu lán í heimi til að
hafa þak yfir höfðinu.
Höfundur er húsasmíðameistari.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is