Morgunblaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Lengi vel hafa
menn viljað skrifa um
hvenær hnignun róm-
verska lýðveldisins
hófst, en margir hafa
bent á annað pún-
verska stríðið sem
upphaf þeirrar þróun-
ar sem átti eftir að
enda með því að Róm
hætti að vera höfuð-
borg heimsveldisins. Í
því stríði reyndi mjög
á þolrif Rómar og margar hefðir
þess voru til þess fallnar að erfitt
var að heyja stríðið á lýðræð-
islegan hátt. Ekki get ég reifað
allt stríðið hér, en skemmst er frá
að segja að stjórnskipulagið sann-
aði sig að það væri ekki best til
þess fallið að berjast í langvarandi
stríði. Að vísu gerði stjórnskipulag
Karþagómanna það líka en þar á
bæ höfðu menn takmarkaðan
áhuga á stríðinu og því fékk
Hannibal lítinn stuðning þrátt fyr-
ir sigra sína.
Meðan á þessu stríði stóð fóru
Rómverjar að seilast til áhrifa í
Grikklandi, vegna vinfengis Make-
dóna og Karþagómanna. Rómverj-
ar sögðust vera að tryggja frelsi
Grikkja frá Makedónum en
Grikkjum þótti sem Rómverjarnir
væru komnir til að undiroka þá í
stað Makedóna og oft blossaði upp
ófriður. Liðu svo árin en árið 146
fyrir Krist bar til mikilla tíðinda.
Rómverjar höfðu þá eftir þriggja
ára umsátur lagt Karþagóborg að
velli (í þriðja púnverska stríðinu)
og tóku gífurlegan fjölda þræla og
gjöreyðilögðu borgina og segir
sagan að þeir hafi sáð salti í akr-
ana til að ekkert yxi þar aftur. Á
sama tíma í austrinu voru Róm-
verjar orðnir þreyttir
á sífeldum skærum
við Grikki svo ákveðið
var að rústa Kor-
inþuborg sem for-
dæmi og hneppa
íbúana í ánauð.
Við þessa atburði
varð gífurlegt fram-
boð á þrælum í Róm
og nágrenni. Það átti
eftir að hafa áhrif
sem lögðu lýðræðið að
velli og komu á fót
því herforingjaveldi
sem þróaðist svo í
keisaraveldi á skömmum tíma.
Samfélagið var í raun ekki mjög
frábrugðið öðrum fornaldar-
samfélögum. Landeigendur áttu
stór lönd, og leigðu þau út til
leiguliða. Þegar að hernaði kom,
komu menn með sín eigin vopn og
verjur.
En þetta skapaði tvö vandamál
fyrir rómverskt samfélag. Í fyrsta
lagi var nú allt í einu mikill fjöldi
bláfátækra ríkisborgara. Þeir
fluttust til borgarinnar og höfðu
lítið að gera enda voru nú enn
nærri 2.000 ár til iðnbyltingar-
innar. En ofurrík elítan fann fljótt
að gagn var hægt að hafa af þessu
fólki. Siður var í Róm að ríkir
menn tækju sér fátæka menn á
framfæri í skiptum fyrir pólitískan
stuðning. Ekkert var til fyrirstöðu
að menn tryggðu sér því pólitísk-
an stuðning með fjárgjöfum og
brauðgjöfum til þessa fátæka
hóps; hóps sem hefði ekki þurft á
þessum gjöfum að halda ef hinir
ríku hefðu ekki rekið þá af leigu-
landinu, en það var aukaatriði sem
gleymdist fljótt. Menn urðu háðir
hinum ríku og urðu dyggir stuðn-
ingsmenn þeirra. Ef lagabreyting
hafði efnahagslegan skaða fyrir þá
ríku var auðvelt að fá æstan múg
sér til stuðnings, enda var hætt
við því að ef hinir ríku yrðu minna
ríkir yrðu brauðgjafirnar minni
fyrir vikið. Lýðræðið í Róm var
því orðið hálfgert skrílræði þar
sem ekki voru menn að kjósa um
eigin hagsmuni heldur um hags-
muni elítunnar í von um að elítan
gæfi þeim eitthvað til baka. Sjálf-
stæði borgaranna var því orðið lít-
ið en það er skilyrði fyrir lýðræði.
En annað vandamál hafði einn-
ig skapast sem þurfti að laga.
Hermenn gátu ekki lengur komið
með sín eigin vopn í hernað ef
þeir voru allir bláfátækir. Því
varð til atvinnuher þar sem ríkið
borgaði hermönnunum laun og
útvegaði þeim búnað. Hermenn
fengu oft hlutdeild í ráns-
fengnum og voru þeim fengin
lönd að herþjónustu lokinni, oft
úr herteknum löndum. Þessir
hermenn urðu mjög hliðhollir
herforingjum sínum og varð
þetta nýja herskipulag til þess
að herforingjaveldi tók völdin í
Róm með þeim Sesari, Pom-
peiusi og Crassusi í broddi fylk-
ingar. Það þróaðist síðan yfir í
keisaraveldið þar sem keisarinn
þurfti liðsinni hersins, oftast með
loforði um launahækkun til að
komast á keisarastól. Brauð-
gjafir til fátækra borgarbúa urðu
hluti af hefð Rómverja og keis-
arar, oft misgáfulegir, ríktu mis-
lengi og misvel. Lýðveldi sást
ekki aftur í langan tíma í Evr-
ópu. Seinna lentu Ottómanar í
þessu sama ástandi þar sem Jan-
issarar þeirra völdu sér keisara
eftir því hver lofaði þeim hæstu
launahækkunum.
Í dag búum við í lýðveldi en
alltaf skal hafa augu með hætt-
unni á að lýðveldi þróist upp í
skrílræði. Þá er nú alltaf til hóp-
ur fólks sem á engra hagsmuna
að gæta sjálft og kýs því með
hagsmuni annarra að sjónarmiði,
í von um að þeir sem þeir kusu
sjái sér fært að veita þeim styrki
eða gefa þeim aðrar gjafir líkt og
í Róm til forna. Hins vegar er lið-
in sú tíð að menn ausi gjöfum úr
eigin vösum til fólks í von um
pólitískan stuðning. Þess í stað
seilast menn nú í vasa almenn-
ings eftir fénu.
Róm og lýðveldið
Eftir Arngrím
Stefánsson » Söguskýring þar
sem fall lýðveldisins
í Róm er skýrt út frá
félagsfræðilegum að-
stæðum og aðvörunar-
orð í lokin.
Arngrímur
Stefánsson
Höfundur er guðfræðingur.
Landsvirkjun seldi
á síðasta ári ómark-
tæk upprunavottorð
til meginlands Evrópu
fyrir u.þ.b. 900 millj-
ónir. Þetta kom fram í
Kveik á RÚV um
miðjan febrúar. Við-
mælendur þáttarins
frá orkugeiranum
töldu allir að hér væri
um mjög svo eðlileg
viðskipti að ræða. Tekið var sem
dæmi kaffihús í Frakklandi sem
keypti sína raforku frá orkufyrir-
tækjum þar og hefði ekki hugmynd
um hvort sú orka væri framleidd
með kjarnorku, kolum, olíu eða öðr-
um viðbjóði keypti upprunavottorð
frá Landsvirkjun á Íslandi. Það vita
flestir að engin raforka frá Íslandi
er til boða á meginlandi Evrópu. En
með þessu þá má kaffihúsið með
blessun Evrópusambandsins ljúga
því að viðskiptavinum sínum að ork-
an sem notuð er við rekstur kaffi-
hússins sé eitt hundrað prósent
græn þar sem hún kemur frá vatns-
aflsvirkjunum á Íslandi.
Hér er Evrópusambandið búið að
setja reglur um fölsun uppruna.
Fyrst fölsun á svona pappírum hef-
ur verið leidd í lög þá hlýtur maður
að spyrja sig hvort hrein sakavott-
orð megi þá ekki eins ganga kaupum
og sölum. Þá geta hinir verstu
glæpamenn hreinsað burt kolsvarta
og grútskítuga fortíð sína og blekkt
þannig þá sem þeir eiga samskipti
við; að á þá hafi aldrei vaxið hali en
hins vegar hafi vaxið bæði geisla-
baugur og vængir þó að hvorugt sé
sýnilegt.
Fyrir ekki löngu var fyrirferðar-
mikið í umræðunni að hinir verstu
barnaperrar fengu uppreisn æru, en
þá þurrkuðust alvarlegar syndir
þeirra út eins og dögg fyrir sólu,
jafn fáránlegt og það nú hljómar.
Þetta gengur hins vegar skrefinu
lengra. Viðmælendur orkufyrirtækj-
anna í ofangreindum þætti eru allir
vel menntaðir einstaklingar í vel
launuðum störfum og ekki var ann-
að að sjá en að þeir væru sannfærðir
um að þetta fyrirkomulag væri í
góðu lagi og fullkomlega eðlilegt.
Það gerði jafnvel athugasemdir við
að stórfyrirtæki á Íslandi sem
keyptu hina grænu orku dirfðust að
setja slíkt í kynningarefni sitt.
Líkamstjáning þessa fólks bar með
sér að það trúði bullinu í sjálfu sér í
raun og veru. Kannski hefur það
bara lokið námskeiði í leiklist með
svo framúrskarandi árangri að það
hafi valist til að láta
svona fásinnu út úr sér
fyrir greiðslu og sé
þess vegna á launaskrá
hjá viðkomandi orku-
fyrirtækjum. Þeir sem
trúa því hins vegar að
svona lagað sé full-
komlega eðlilegt hljóta
að teljast verulega
heimskir, reyndar svo
heimskir að tekur fram
yfir vanvitahátt hvít-
voðungs þar sem aðeins
sekúndubrot skilja frá því að klippt
hefur verið á naflastrenginn. Vott-
orðamál Evrópusambandsins þekki
ég svo sem vel af eigin raun frá því
ég rak byggingavörufyrirtæki fyrir
nokkrum árum. En fyrirkomulagið
er þannig að víða er hægt að fá vott-
orð fyrir því að vara sem flutt er inn
fullnægi þeim kröfum sem gerðar
eru til hennar á markaði þó hún geri
það í raun ekki og gallar í mann-
virkjagerð síðustu ár hér á landi
bera þess vott.
Verktaki sem átti í viðskiptum við
mig upplýsti mig um að starfsmenn
sem hann fékk frá einu austan-
tjaldslandanna í gegnum starfs-
mannaleigu hér og áttu að vinna á
vöruflutningabílum og vinnuvélum
höfðu þegar til átti að taka ekki
meiraprófsréttindi. Starfsmanna-
leigan brá skjótt við og réttinda-
skírteinin bárust snarlega þótt við-
komandi starfsmenn könnuðust ekki
við að hafa tekið nein námskeið sem
að þessu snéri. Svo er um marga
sem hingað koma að þeir bjóðast
faglærðir á því sviði sem eftirspurn
markaðarins kallar eftir hverju sinni
óháð því hvað þeir hafa haft fyrir
stafni áður. En nú er ljóst að Evr-
ópusambandið hefur tekið af öll tví-
mæli og lagt blessun sína yfir að í
lagi sé að kaupa sér vottorð sem
sönnun á einhverju sem á sér enga
stoð í raunveruleikanum. Við þessa
umfjöllun opnuðust mér alveg ný
tækifæri en heilaskurðlækningar
hafa lengi heillað mig.
Hrein saka-
vottorð til sölu
Eftir Örn
Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson
»Evrópusambandið
hefur lagt blessun
sína yfir að í lagi sé að
kaupa sér fölsuð vottorð
sem sönnun á einhverju
sem á sér enga stoð í
raunveruleikanum.
Höfundur er fyrrverandi
atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
Það þótti þjóðlegt hér
áður að fólk kysstist í
kveðjuskyni, jafnvel
ókunnugir. Þetta þótti
erlendum ferðalöngum
skrýtið og enn eitt dæmi
um molbúahátt eyjar-
skeggja.
Svo fór þetta að
minnka og þótti sveita-
mennska en gekk svo aft-
ur, líklega fyrir áhrif frá
amerískum kvikmynd-
um, og þá fóru aftur allir að knúsast.
En Adam var ekki lengi í Paradís
því einhverjir í kvikmyndabrans-
anum lifðu sig svo inn í myndirnar að
þeir fóru yfir öll strik og Me-too-
hreyfingin varð til.
Síðan þá horfir maður spenntur á,
þegar einhver fær blóm og verðlaun,
hvort hann fái koss í kaupbæti. Það
verður æ sjaldgæfara og þá aðeins að
kona sé veitandinn.
Og nú er kórónuveiran skollin á og
enginn vill smitast. Menn ganga með
handspritt á sér, eins og trúboðarnir
gerðu fyrrum, og taka boga framhjá
hóstandi fólki, sérstaklega ef það er
útlendingslegt.
Gamla trúin að okkur sé hegnt fyr-
ir óguðlegt líferni fær byr undir
vængi. Er þá ekki næst að sjá villu
síns vegar og biðja Guð að hjálpa sér?
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Faðmlög á tímum
kórónuveirunnar
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
ICQC 2020-2022