Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigurlaug Stef-ánsdóttir fædd- ist í Aðalstræti 66 12. janúar 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð Akur- eyri 18. febrúar 2020. Foreldrar Sigurlaugar voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir, f. 14.7. 1895, d. 11.6. 1985 og Stefán Marinó Stein- þórsson, f. 6.3. 1895, d. 25.11. 1977. Systkini Sigurlaugar voru Helga, f. 18.5. 1918, Hólmfríður, f. 8.10. 1919, Kristján, f. 15.2. 1921, Ragnar, f. 1.5. 1923, Sig- rún, f. 2.8. 1925, þau eru öll lát- in. Árið 1953 giftist Sigurlaug Jakobi H. Jónssyni, f. 16.9. 1928, d. 28.10. 1993. Börn þeirra eru Stefán Stein- þórs, f. 27.5. 1953, hann á 4 börn og 7 afabörn, er kvæntur Soffíu Sveinsdóttur. Sigurjón, f. 17.10. 1954, hann á 5 dætur og 9 afa- börn, er kvæntur Charlotte Hannine. Sigurður Ómar, f. 11.11. 1955, hann á 3 dætur, 5 afabörn og 1 langafabarn, er kvæntur Evu Kristjánsdóttur. Gunnar, f. 9.7. 1957, hann á 3 börn og 4 afabörn, er kvæntur Margréti Kristjánsdóttur. Kristján, f. 5.7. 1971, d. 6.6. 1987. Sunna Ósk, f. 11.8. 1972, hún á 5 börn. Sigurlaug, eða Silla eins og hún var alltaf kölluð, gekk í Barna- og Gagnfræðaskóla Akureyrar, fór hún einnig í Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Silla var umfram allt góð húsmóðir, mikil hestakona og vann almenn verkakvenna- störf. Útför Sigurlaugar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. febrúar 2020, klukkan 13.30. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson.) Hinsta kveðja, Sverrir, Sigurlaug (Silla), Sæunn og Sveinn (Svenni) Stefánsbörn og fjölskyldur. „Þú verður að hlýða henni í einu og öllu“ voru tilmælin frá sameiginlegum vini okkar Sillu þegar ég fékk inni með reiðhest- ana hjá henni. Konuna þekkti ég aðeins af orðspori, beinskeytt, lét fólk heyra það, en ég vissi að hún var mikil hestakona, reið gráum gæðingum. Ég fór að tilmælun- um og áður en varði urðum við miklir mátar, þó aldarfjórðungur skildi okkur að í aldri. Undir hrjúfu yfirborði var viðkvæm kona sem hafði þolað sonarmissi og veikindi í fjölskyldunni. Aldrei heyrði ég Sillu kvarta eða barma sér, hún var hörkudugleg og gerði það sem gera þurfti. Í hestamennskunni var Silla í ess- inu sínu, alltaf glöð í kringum hestana þó hún léti klárana líka heyra það ef þeir hnutu um stein- völu, „stattu á löppunum“, en þó ekki eins hvasst og þegar hún lét tvífætlingana hafa það óþvegið ef henni mislíkaði. Alla tíð átti Silla gráa klára, lét sig hafa aðra liti í neyð en aldrei skyldi hryssa verða í hennar eigu, þær væru óalandi, gerðu allt vit- laust í hrossahópum. Iðulega kenndi hún hryssunum um ef reksturinn riðlaðist, en henni þótti vænt um hesta og hún var einstaklega lagin við að ná stygg- um hestum. Silla var ekki stjórn- söm, en í áningum tók hún stjórn- ina ef henni þótti fólk ekki gefa hestunum næga ró eða fara of geyst að þeim, „látiði þá vera“ gall í henni, eftir smástund fór hún í rólegheitum ein inn í hrossahópinn og kom með þann stygga. Í hestaferðum var Silla alltaf með smurt nesti fyrir alla, soðbrauðið hennar var ómissandi sem og brjóstsykurinn og súkku- laðibitarnir. Oft var hún með sér- staka blöndu, dísæta, svokallað Sillu-sull, mjöðurinn sá kætti marga. Engin hestaferð var án söngs, Silla þá alsæl enda kunni hún alla texta. Ég minnist frásagnar Sillu af fyrstu ferð hennar á Landsmót á Skógarhólum á sjöunda áratugn- um, riðið var yfir Kjöl og allt á trússhestum. Silla var eina konan í hópi sem taldi á annan tug, í án- ingum og í næturstað lögðust karlarnir flatir þegar þeir höfðu losað trússtöskurnar af hrossun- um. Konan sem var með þeim í för hlyti að þjóna þeim, Silla hafði til veitingar í áningum og eldaði í næturstað, pakkaði svo öllu í trússtöskurnar að morgni. Henni sárnaði þetta og var eiginlega reið sjálfri sér yfir að hafa látið karlana komast upp með þetta. Ég minnist ferðarinnar á heimsmeistaramót hestamanna í Austurríki árið 2001. Silla var þá slæm til gangs, þrátt fyrir hörð mótmæli hennar ákváðum við að setja hana í hjólastól þegar við fórum að skoða stóran og falleg- an garð. Í garðinum voru gosbrunnar og einn þeirra var sagður krafta- verkabrunnur. Við vorum nálægt þessum brunni ásamt fjölda ann- arra ferðamanna þegar brunnur- inn fór óvænt að sprauta úr sér, beint á Sillu sem spratt upp eins og fjöður og hljóp undan vatns- buninni. Hróp heyrðust úr ýms- um áttum „miracle – miracle“. Við vorum fljót að forða okkur, hlupum Sillu uppi og skelltum henni aftur í stólinn springandi úr hlátri. Ég kveð mína góðu vinkonu með mikilli hlýju og þökk fyrir að hafa fengið að vera samferða henni, þessari gestrisnu og hrein- skiptu konu. Silla var engum lík. Sigurborg Daðadóttir. Sigurlaug Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Tíminn er komin tengda/móðir töltir þú nú á nýjar slóðir. Á hvítum hesti, hugsa ég mér heldur betur að hraða þér. (Höf. s.h.s.) Far þú í friði, elsku mamma/tengdamamma. Með innilegu þakklæti fyrir allar góðar samveru- stundir. Stefán og Soffía. Líf manna flétt- ast saman á marg- an hátt og áhrif þeirra fléttna eru mismikil. Todda kom inn í líf mitt vorið 1960 þegar hún og Donni fluttu í kjallarann á Strandgötu 15A á Patreksfirði. Hún rifjaði það oft upp að fyrstu minningar hennar um mig hefðu verið þegar ég valhoppaði af stað í skólann á mínu fyrsta skólavori með skólatöskuna dinglandi við hlið mér. Þegar þarna var komið áttu þau hjónin 3 stráka og var sá yngsti nýfæddur. Í kjallaran- um bjuggu þau til ársins 1968 og þá höfðu þeim fæðst 2 strákar til viðbótar. Á þessum árum voru samskipti við nágranna yfirleitt mikil í þorpum landsins og sam- skiptin í húsinu okkar voru engin undantekning frá því. Innangengt var á milli hæða úr sameiginlegu þvottahúsi á neðri hæðinni og stiginn þar óspart notaður. Todda kom oft upp til að fá eitthvað lánað, eða til að ná í strákana sem oft voru í heimsókn eða bara til að fá kaffi og spjall. Óhætt er að segja að sambúðin við Toddu og Donna Þórdís Todda Ólafsdóttir ✝ Þórdís ToddaÓlafsdóttir fæddist 24. mars 1936. Hún lést 10. febrúar 2020. Þórdís Todda var jarðsungin 21. febrúar 2020. hafi alltaf gengið vel og hlýja, létt- leiki og gagnkvæm virðing hafi ein- kennt samband þessara tveggja fjölskyldna. Minn- ingarnar eru marg- ar sem komu upp í hugann þegar ég fékk frétt um að Todda hefði kvatt þetta líf. Minningar um greinda og glaðværa konu sem alltaf var gaman að hitta og spjalla við. Það var skemmtileg tilviljun að þegar ég eignaðist elstu dóttur mína var Todda nýbúin að bæta við sjötta strákn- um. Mér fannst það eiginlega hálf- gert óréttlæti að hún skyldi ekki fá stelpu svona í lokin en ég hins vegar eignaðist stelpu í fyrstu tilraun. Ég man að hún hló bara þegar ég hafði orð á þessu og sagði: „Ég myndi hvort eð er ekkert kunna á stelpur, svo það var bara ágætt að ég fékk strák.“ Svona var Todda, tók því sem líf- ið færði henni af æðruleysi og glaðværð. Ég vil að lokum þakka þeim hjónum fyrir skemmtilega og dýrmæta samfylgd á Patreks- fjarðarárunum og votta Donna, sonunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir. Elsku amma Ruth. Mikið hefði ég vilj- að náð að hitta þig áður en þinn tími var allur. Lífið, jú er eins og það er, en mínar minningar um þig eru yndislegar þótt allt of fáar hafi verið og allt of stuttar. Í dag þegar ég sat í kirkjunni og þú varst borin til grafar, ég að hitta fjölskylduna mína aftur eft- ir hátt í 40 ár, þá var samt ró í hjarta mér og sátt. Þú varst allt- af amma mín, þó svo að við hefð- um ekki verið í sambandi, og hef- ur mér alltaf þótt mjög vænt um þig. Ruth Pálsdóttir ✝ Ruth Pálsdóttirfæddist 10. des- ember 1926. Hún lést 7. febrúar 2020. Útför hennar fór fram 19. febrúar 2020. Elsku amma, þú kenndir mér svo margt, svo margt gott. Kenndir mér að spila ólsen ól- sen og er mér helst í huga góð- mennska þín, ég reyndi eftir fremsta megni að svindla til að vinna þig, stundum leyfðir þú mér það en ekki alltaf. Þú varst góð fyrir- mynd fyrir mig. Að koma í Stangarholtið þegar mig langaði mun ég alltaf vera þakklát fyrir, það var minn griðastaður. Að vera með þér og Guðmundi afa, að bardúsa alls konar, leika við Guðrúnu Ruth, uppi á lofti þar sem við gátum leikið okkur er mér dýrmæt minning. Hvíl í frið elsku amma mín. Kveðja, Ruth. Kær vinkona úr Sundlaug Vestur- bæjar, Svava Stein- unn Ingimundardóttir frá Hrís- brún í Mosfellssveit, hefur nú kvatt. Að eiga góðan sundfélaga er svolítið sérstakt. Vinskapurinn verður mikill oft á tíðum, eins og þeir sem stunda sund reglulega vita svo vel, en sár er söknuður er vinur kveður. Að hittast á sama tíma í sundi til margra ára er gef- andi, nándin verður mikil og allt- af viss eftirvænting að hittast og rabba saman í sturtunni, heita pottinum og að lokum yfir kaffi- bolla áður en haldið er út í dag- inn. Svava var ætíð til í að spjalla og lagði ávallt gott til málanna. Hún var vel gefin og jákvæð, hafði yndi af því að segja frá Svava Steinunn Ingimundardóttir ✝ Svava SteinunnIngimundar- dóttir fæddist 12. september 1932. Hún lést 30. janúar 2020. Útför Svövu fór fram 18. febrúar 2020. sínum æskuárum í Mosfellsdalnum, sem hún elskaði svo mjög. Þau hjónin Svava og Sigurður bjuggu lengst af í miðbænum, ráku heildsölu á Lauga- veginum og mátti oft rekast á þau hjón á förnum vegi. Nokkrum sinnum komu sundvinkonur mínar austur á Eyrarbakka í heimsókn og áttum við ánægju- lega samveru. Svava er sú fjórða í hópnum, sem kveður, hinar eru Guðbjört, Nanna og Dýja, miklar ágætiskonur. Í Sumarlandinu sitja þær nú með kaffibolla og spjalla um Sundlaug Vestur- bæjar hvíldinni fegnar. Það var gott og gefandi að fá að vera sam- ferða þessum konum. Blessuð sé minning þeirra Guðbjartar, Nönnu, Dýju og Svövu Steinunn- ar Ingimundardóttur frá Hrísbrú í Mosfellssveit. Megi þær hvíla í friði. Jónína Herborg Jónsdóttir, Heiðdalshúsi Eyrarbakka. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Unnarsson Kristín Sveinsdóttir Guðfinna Eyjólfsdóttir Sigurður G. Marteinsson Jón Þór Eyjólfsson Kolbrún Ögmundsdóttir Emil Þór Eyjólfsson Jónína Valtýsdóttir Erla Eyjólfsdóttir Ingi Gunnlaugsson Eydís Eyjólfsdóttir Stefán G. Einarsson Ómar Þór Eyjólfsson Þórey S. Þórðardóttir barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar og mágur, SKÚLI G. NORÐDAHL, Úlfarsfelli, lést á heimili sínu 18. febrúar. Útför verður frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. mars klukkan 15. Ingibjörg Norðdahl Daníel Þórarinsson Guðmundur G. Norðdahl Guðbjörg S. Birgisdóttir Guðjón Norðdahl Auðbjörg Pálsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÁLMFRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést á Sólvangi fimmtudaginn 20. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Þórhildur Þórðardóttir Þór Jóhannsson Hálfdán Karl Þórðarson Freyja Árnadóttir Jökull Ingvi Þórðarson Snædís Ögn Flosadóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, kærleika og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar, bróður og mágs, HJÁLMARS KRISTINS AÐALSTEINSSONAR íþróttakennara. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann í veikindunum, samkennara hans í Hagaskóla og útskriftarhóps íþróttakennara ´82. Margrét Björnsdóttir Aðalsteinn Hjálmarsson Rósa Halldóra Hansdóttir Kristín Ásta Hjálmarsdóttir Erik Ensjö Margrét Sigríður Árnadóttir Ásta Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Ólafur Aðalsteinsson Arna Guðlaug Einarsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.