Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 26.02.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Enn sönnuðust orð Hallgríms Pét- urssonar: „ein nótt er ei til enda trygg“. Nafni hans, Sveinsson, varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Þingeyri að morgni 16. febrúar sl. Tíðindi þessi voru óvænt harmafregn, fram til þessa hafði hann ekki sýnt nein merki þess að þeirra væri að vænta. Hallgrímur var um langt skeið staðarráðsmaður á Hrafns- eyri. Þar skilaði hann góðu verki eins og hvarvetna og naut við það dyggrar aðstoðar Guðrúnar Stein- þórsdóttur eiginkonu sinnar. Eitt af því sem hann stuðlaði að þar var bygging eftirlíkingar af fæðing- arbæ Jóns Sigurðssonar forseta. Undirritaður kynntist Hallgrími á Hrafnseyrarárum hans. Síðan hafa leiðir okkar legið saman á ýmsum sviðum. Við fengumst báð- ir við kennslu, hann á Þingeyri og ég á Núpi. Við sátum saman í sýslunefnd og í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga. Nú hin síðari ár í Dýrafjarðarakademíunni sem hann kallaði svo, en það er fólkið sem mætir í sund í Þingeyrarlaug á morgnana, oftast 10 til 15 manns. Þar hafa skapast ýmsar hefðir og átti Hallgrímur drýgst- an þátt í því. Hann tók upp þann sið fyrir margt löngu að lesa upp úr bókum á sundlaugarpallinum á miðvikudagsmorgnum. Þar safn- ast laugargestir saman til kaffi- drykkju eftir góða sundspretti. Las hann gjarnar úr bókum sem Vestfirska forlagið hafði gefið út eða úr ævisögum þjóðkunnra ein- staklinga, Sú venja skapaðist hjá akademíunni, fyrir tilstuðlan Hall- gríms, að senda út opin bréf, leið- beiningar, áskoranir eða tilmæli til ýmissa aðila s.s. ríkisstjórnar, Alþingis og félagasamtaka. Hallgrímur átti jafnan upptök- in að slíkum erindum og fékk þau samþykkt í akademíunni. Eitt sinn var Trump send áskorun um að vera ekki að atast í strák- greyinu í Norður-Kóreu heldur Hallgrímur Sveinsson ✝ HallgrímurSveinsson fæddist 28. júní 1940. Hann lést 16. febrúar 2020. Útför Hallgríms fór fram 22. febr- úar 2020. ætti hann að bjóða honum heim og semja við hann. Hallgrímur sagði birtingu í Moggan- um tryggja að þetta bærist til Hvíta hússins. Þannig var gamansemin alls ráðandi og birtist með ýmsu móti. Stundum kom fyrir að hann brast í söng er hann kom að kaffiborðinu. Var þá jafnan tekið hraustlega undir. Má segja að Hallgrímur hafi verið okkur sundfélögunum sannkallað- ur gleðigjafi og sálufélagi. Dýr- firðingum og raunar Vestfirðing- um öllum er að honum mikill missir. Hann var umsvifamikill bókaútgefandi, stofnaði og rak Vestfirska forlagið til hinstu stundar. Hann gaf út á fjórða hundrað rita og sum þeirra ritaði hann sjálfur. Meðal útgáfurita hans eru bókaflokkarnir Frá Bjargtöngum að Djúpi og Mannlíf og saga fyrir vestan. Þar er að finna viðamikinn fróðleik um Vestfirði og Vestfirðinga bæði úr nútíð og fortíð. Með útgáfustarf- semi sinni og greinarskrifum var hann mikill málsvari Vestfirðinga. Þótt Hallgrímur hafi fæðst og al- ist upp í Reykjavík var hann meiri Vestfirðingur en margir sem þar eru fæddir. Að leiðarlokum þökk- um við langa og gefandi samfylgd. Eiginkonu og ættingjum vottum við innilega samúð. Valdimar H. Gíslason, Edda Arnholtz. Kæri vinur okkar og nágranni. Nú ert þú farinn á annan stað og líklega er Bangsatík mætt til að taka á móti þér. Við systur minn- umst einstaks manns sem bauð okkur ávallt velkomnar þegar við kíktum í heimsókn eða með mat til hænsnanna ykkar hjóna. Glað- værð og glettni einkenndi þig þar sem þú sast oftar en ekki við skrif- borðið þitt í stofunni að grúska eitthvað. Síðar kom í ljós að þú varst að skrifa heilan helling af sögum sem fyllt hafa margar bækurnar sem forlagið þitt gaf út. Þú bauðst okkur inn til að spjalla í hvert skipti, ýmist fengum við ís hjá þér og Gullu eða mola úr búrinu. Oftar en ekki fengum við með okkur heim, í hreinsaða skál- ina, egg eða nýbakað rúgbrauð en besta rúgbrauð í heimi er einmitt það sem Gulla bakar. Þér var það ljúft að deila með okkur Bangsa- tík sem var þér svo kær, sumir (Sirrý) héldu að hún ætti hana með þér og eflaust var það þann- ig. Sama sagan þegar við fengum að koma með pabba til ykkar á Hrafnseyri sem okkur þótti ógur- lega spennandi. Okkur þótti afar eftirsóknarvert að standa á hlaðinu við ævintýrahöllina ykkar og spjalla eða hlusta á ykkur segja sögur sem þið áttuð svo mikið af. Oft sátum við í eldhúsinu yfir góðgæti með ykkur hjónum eða gengum um sveitasæluna og safn Jóns Sigurðssonar sem þér var svo annt um. Mesta spennan var þegar bíl bar að sem þurfti bensín því þá vorum við ekki langt undan og eltum að bensínskúrn- um og græddum kannski einn mola á eftirfylgninni. Á Hrafns- eyri leið okkur alltaf vel, hvort sem mamma og pabbi voru með eða við í pössun. Það lýsir þér vel að hafa kallað sjálfan þig „létta- dreng“ á Hrafnseyri, þú settir þig ekki á stall eða þóttist vita betur en aðrir um hluti sem þú varst ekki sérfræðingur í. Þú varst ekki bara nágranni okkar og vinur. Við fengum báðar að njóta þess að hafa þig sem skólastjóra, fylgja þér í upphafi skólagöngu í halarófu frá anddyri að skólastofunni. Standa fyrir aft- an stólana okkar, eða á söngsal, og syngja hástöfum „hafið bláa hafið“ og skiptisönginn „skviss- skvass-skídúría“, sem við síðan höfum báðar sungið með börnun- um okkar enda gleði og skemmt- un í laginu og söngnum. Að byrja í grunnskóla var ekki svo hræði- legt þegar skólastjórinn gerði úr því leik og gaf sér tíma til að syngja með okkur, lesa fyrir okk- ur og spjalla um daginn og veg- inn. Takk fyrir að skilja eftir góðar minningar og vera okkur góð fyrirmynd. Þórey Sjöfn og Sigríður Agnes Sigurðardætur. Kynni mín og Einars af Hall- grími Sveinssyni hófust fyrir tæp- um 25 árum er ég tók við sem sóknarprestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð í Þingeyrarpresta- kalli. Ekki er hægt að nefna Hall- grím á nafn án þess að nefna Guð- rúnu Steinþórsdóttur eiginkonu hans um leið. Þau voru staðar- haldarar og bændur á Hrafnseyri í 40 ár. Hann sá um Jón og hún um kindur og kollur, svo heyjuðu þau saman og voru samhent í öllu. Þau voru í sóknarnefnd Hrafn- seyrarkirkju og sáu um kirkjuna og kapelluna og staðinn af mikilli alúð og vandvirkni. Það var alltaf gott að koma og messa á Hrafns- eyri. Það er föst hefð fyrir messu í kapellunni á Hrafnseyri á 17. júní og ef fært var á jólum og páskum og auk þess alltaf ein messa á sumrin í Hrafnseyrarkirkju. Ekki var oft messað á stórhátíð- um en þau skipti afar eftirminni- leg. Alltaf sömu góðu og hlýju við- tökurnar hjá Hallgrími og nöfnu minni. Hann var bæði meðhjálp- ari og hringjari og átti sér uppá- haldssálm sem jafnan var sung- inn í sumarmessunum. „Áfram, Kristsmenn, krossmenn,“ eftir séra Friðrik Friðriksson. Alltaf öllum boðið í kirkjukaffi af mikilli rausn. Heim í bæ áður en nýi, gamli bærinn var reistur, þangað eftir það á sumrin. Hallgrímur var óþreytandi í því að fræða þá sem komu að Hrafnseyri um staðinn og sögu hans og um Jón Sigurðsson, líf hans, störf og ætt- ir. Hann var hlýr í viðmóti og fræddi gesti af virðingu um hið liðna og tengdi nútímanum. Hall- grímur sá nauðsyn þess að safna saman alls konar fróðleik sem annars hefði gleymst, stofnaði Vestfirska forlagið og fór að gefa út bækur, fyrst ritröð með fróð- leik úr Arnarfirði og Dýrafirði en svo varð útgáfan fjölbreyttari og jókst ár frá ári. Alltaf fróðleikur ýmiss konar og góðar sögur úr mannlífinu. Eftirfarandi vers í sálmi sem Matthías Jochumsson orti til flutnings við útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Ein- arsdóttur kemur í hugann þegar ég kveð Hallgrím Sveinsson. Ó, Guð, þín miskunn meiri er en megi sál vor skilja. Hvert ljós, sem kemur, lýsir, fer, oss les þau orð þíns vilja: Lær sanna tign þíns sjálfs, ver sjálfur hreinn og frjáls, þá skapast frelsið fyrst, og fyrir Jesú Krist skal dauðans fjötur falla. (Matthías Jochumsson) Ég minnist Hallgríms Sveinsson- ar með þakklæti og hlýju fyrir vináttu og liðnar ánægjustundir á Hrafnseyri við Arnarfjörð og í Dýrafirði. Guðrúnu, nöfnu minni, sendi ég einlægar vinar- og sam- úðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja hana og blessa. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Fallinn er frá borðtennismaður- inn, þjálfarinn og landsliðsþjálfarinn Hjálmar Aðal- steinsson en hann lést á Landspít- alanum 25. janúar sl., 65 ára að aldri. Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson ✝ Hjálmar Krist-inn Aðalsteins- son fæddist 4. september 1954. Hann lést 25. jan- úar 2020. Hjálmar var jarðsunginn 12. febrúar 2020. Hjálmar varð árið 1973 Íslandsmeist- ari í meistaraflokki karla og í tvenndar- keppni með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974. Árið 1975 varð hann Íslands- meistari í tvíliðaleik karla með félaga sín- um Finni Snorra- syni. Sama ár vann hann leik gegn kín- verska landsliðinu í heimsókn kín- verska landsliðsins til Íslands. Hjálmar varð margfaldur Ís- landsmeistari í liðakeppni karla með KR milli 1980 og 1990 og Ís- landsmeistari í einliðaleik karla 40 ára og eldri árið 1988. Keppti hann einnig fyrir Íslands hönd á fyrsta heimsmeistaramótinu sem Ísland sendi keppendur á í Birm- ingham Englandi árið 1977 og einnig á heimsmeistaramótinu í Novi Sad í (þá) Júgóslavíu 1981. Hann keppti á ferli sínum 29 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hjálmar útskrifaðist frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. Var hann landsliðsþjálfari 1981-1983 og aftur í ferð landsliðsins til Fær- eyja 1992. Fór hann fjölmargar ferðir erlendis bæði sem leikmað- ur og þjálfari. Hjálmar sinnti af alúð þjálfun í borðtennisdeild KR á áttunda og níunda áratug síðustu aldar bæði hjá byrjendum, lengra komnum og meistaraflokksleikmönnum. Hann var duglegur að taka bæði myndir og myndbönd og læra af þeim á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en þá voru leikmenn ekki svo lánsamir að geta farið á Youtube til að skoða tækni og högg. Þurftu menn að grípa til annarra ráða til að bæta sig. Hjálmar var úrræðagóður og keypti hann blöð og rýndi í þau lúbb-hreyfingar meistaranna til að geta sér til um hvernig höggið liti út. Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var um- hugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni. Á tíunda áratugnum sneri Hjálmar sér meira að tennis- íþróttinni þar sem hann náði einn- ig góðum árangri. Hann var alla tíð mikið í líkamsrækt og hjólaði mikið í stað þess að nota bíl. Var hann öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Borðtennisfólk á Íslandi vottar fjölskyldu Hjálmars samúð sína. Fallinn er frá maður sem átti stór- an og mikinn þátt í uppbyggingu borðtennisíþróttarinnar á Íslandi. Afburðaliðsfélagi og þjálfari sem náði mjög vel til leikmanna. Verð- ur Hjálmars ávallt minnst með hlýhug. Fyrir hönd Borðtennis- sambands Íslands, Ingimar Ingimarsson formaður. „Elsku vinan mín, þú ert alltaf svo góð við mig‘‘ var það síðasta sem amma sagði við mig þegar ég kvaddi hana á meðan ég hélt fast í hlýju og mjúku höndina hennar. Hlýj- an í höndunum hennar endur- speglaði hjartað hennar og faðm- inn svo vel og það er svo sárt að hugsa til þess að geta ekki leitað í það lengur. Í sorginni er ég þakk- lát fyrir að geta yljað mér við all- ar dýrmætu minningarnar sem við áttum saman. Ég minnist ömmu Önnu fyrst og fremst sem mikillar vinkonu, vinkonu sem hafði að geyma allt sem maður óskar sér. Lífsviðhorf hennar birtust í því hvernig hún kom fram, sem einkenndust af ást, umhyggju, trausti og hlýju. Henni var svo mikið um að öllum liði vel og að allir væru góðir. Það kom henni virkilega mikið við hverjir væru í kringum mann og hún þurfti að hafa það alveg á hreinu að það væri komið vel fram við mann. Amma var haldin Anna Tyrfingsdóttir ✝ Anna Tyrfings-dóttir fæddist 28. nóvember 1928. Hún lést 12. febr- úar 2020. Anna var jarð- sungin 24. febrúar 2020. ólæknandi forvitni, en það er eitthvað sem við áttum sam- eiginlegt. Amma nennti að hlusta á allt sem maður sagði, sýndi því áhuga og gaf góð ráð. Amma kenndi mér að elska með því hvernig hún elskaði mig, hún kenndi mér að vera þakklát með öllu því þakklæti sem hún sýndi mér og með því að vera besta vin- kona mín þá sýndi hún mér hvernig sönn vinátta er. Elsku amma, takk fyrir að hafa mótað mig á svo marga vegu. Minningarnar um þig munu lifa í hjarta mínu alla ævi og ég mun alltaf búa að því að hafa átt þig að. Takk allra mest fyrir ömmu Þórönnu sem ég veit að þú varst alveg jafn þakklát fyrir og ég er, ég lofa að veita henni alltaf alla mína ást. Nú er komið að langþráðum endurfundum hjá ykkur afa sem ég veit að þið hafið bæði beðið lengi eftir og það er fallegt að hugsa til þess að nú séuð þið saman. Ég elska þig, elsku amma mín. Þín Sara Björk. Gunnar Jónasson bóndi á Rifkelsstöð- um eða Gunni á Rif- kelsstöðum eins og hann var kallaður meðal okkar sveitunganna var litríkur karakt- er. Hann talaði tæpitungulaust og lá ekki á skoðunum sínum; en hann var góður og hjálpsamur granni og lá ekki á liði sínu þegar verkin kölluðu. Ég man fyrst eft- ir Gunnari sem einum af „ýtu- mönnunum“ sem voru gjarnan ungir menn úr sveitinni sem réðu sig í umferðarvinnu á hreppsýt- unni og brutu land til ræktunar og tóku grunna fyrir nýbygging- um. Vélavinna varð reyndar að- alstarf Gunna um árabil og hann geystist á milli vinnu við virkjanir og störf heima í sveitinni á nýjum Land Rover. Það sópaði af hon- um þegar hann mætti á fótbolta- æfingar þá sjaldan hann var heima þessi sumrin. Svo kynntist hann Völu sinni og saman tóku þau við búi á Rifkelsstöðum. Það voru mikil kynslóðaskipti í bú- Gunnar Jónasson ✝ Gunnar Jón-asson fæddist 16. ágúst 1939. Hann andaðist 11. febrúar 2020. Útför Gunnars fór fram 21. febr- úar 2020. skap á þessum árum og Gunnar var elst- ur okkar sem þá vorum að taka við búi í gamla Önguls- staðahreppi. Gunn- ar var það sem kall- að hefur verið búhöldur. Hann var hagur á tré og járn og sjálfum sér næg- ur um flest verk og umgengni um land, hús og skepnur var við brugðið. Gunnar gekk til allra verka þar til fyrir þrem árum að alvarlegur sjúkdómur sem að lokum lagði hann að velli bankaði upp á. Ég þakka margar skemmtilegar stundir með Gunnari þar sem samtalið byrjaði oftar en ekki svona: „Segðu mér eitt Jóhann- es….“ og aldrei skortur á um- ræðuefni enda maðurinn fjölfróð- ur og áhugasamur um menn og málefni. Myndin sem birtist í huganum þegar ég set þessar lín- ur á blað er hvar Gunni gengur hröðum skrefum út í verkfæra- hús því það lá alltaf mikið fyrir en það var samt drifið inn í kaffi því maður er manns gaman og gott spjall allaf til bóta. Ég send að lokum Völu og börnunum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÖRN SIGURÐSSON, Sléttuvegi 7, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 18. febrúar umvafinn fjölskyldunni. Útförin fór fram í kyrrþey. Ása Hildur Guðjónsdóttir Sigrún Ósk Arnardóttir Ingimar Atli Arnarson Hekla Bjarnadóttir Ronja Rán Ægisdóttir Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.