Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.02.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020 Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is 70 ára Steinunn er frá Álftártungu á Mýrum en býr í Borgarnesi. Hún er tónlistarkennari í Tónlistarskóla Borg- arfjarðar og sér um Skallagrímsgarð, skrúðgarðinn í Borgar- nesi. Hún er einn stofnenda Samkórs Mýramanna. Maki: Sigurður Þorsteinsson, f. 1949, fv. bifreiðarstjóri og bensínafgreiðslumaður. Synir: Þórður, f. 1976, og Sigursteinn, f. 1982. Barnabörnin eru orðin 6. Foreldrar: Gróa Guðmundsdóttir, f. 1917, d. 2016, og Páll Þorsteinsson, f. 1913, d. 1988, bændur í Álftártungu. Steinunn Pálsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Hæfileikar eru alltaf vand- meðfarnir og lítillætið er þeirra dyggð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Allt sem þú tekur þér fyrir hendur nýtur velþóknunar á næstu vikum. Enginn getur vitað allt, en reynsla þín er að minnsta kosti víðtæk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið hafið úr fjölmörgum tækifærum að velja og þurfið hvergi að óttast það að þið ráðið ekki við hlutina. Mundu að hlutirnir ger- ast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gerir bara illt verra með því að stinga hausnum í sandinn og láta sem þú sjáir ekki það sem gera þarf á heimilinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er notalegt að eiga samskipti við fólk sem hugsar á sömu nótum. Vertu sjálf- um þér samkvæmur og gerðu ekkert van- hugsað því þá mun allt fara vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Eitt- hvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er meiriháttar áætlun í gangi í vinnunni, og þú þarft ekki að stjórna öllu svo hún gangi upp. Vertu með og sýndu áhuga á því sem gerist frá degi til dags. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að forðast átök við vinnufélaga þína, þar sem þau munu ekki leiða til annars en vandræða. Að ná færni á sínu sviði gefur því aukinn ljóma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur hvatt sjálfan þig til að sleppa takinu, láta alheiminn styðja þig og elska lífið þitt, og það virkar. Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er alltaf affarasælast að taka öllu með nokkrum fyrirvara, sérstaklega þeg- ar um óvæntar uppákomur er að ræða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sittu rólegur og hugsaðu um það sem vekur hjá þér vellíðan. Kynntu bara málstað þinn af festu. Vertu jákvæður yfir þeim hæfi- leikum sem þú hefur og farðu að njóta þeirra. Ég man þig og sjónvarpsþáttunum Stellu Blómkvist. „Maður vill síður binda sig hérna í langan tíma eins og í leikhúsunum. Ég vil gefa ferlinum úti svigrúm á meðan eitthvað er að detta inn þar,“ en launin erlendis eru umtalsvert hærri en hér heima. Spurður út í uppáhaldsverkefnin tengir Jóhannes þau aðallega við fólkið og staðina. „Ég fékk til dæmis að fara tvisvar til Höfðaborgar í Suður-Afríku, við tökur á myndinni Bloodshot sem kemur út í næsta mánuði og sjónvarpsþáttunum Orig- in. Í bæði skiptin tók ég fjölskylduna með og það var stórkostlegur tími. En ég er frekar sáttur við útkomuna á öllum verkefnunum, það er ekkert sem ég vil sópa undir teppið alla- vega.“ Jóhannes er líka ánægður með að hafa fengið fjölbreytt hlut- verk og ekki verið fastur í hlutverki vonda kallsins þótt hann hafi slegið fyrst í gegn sem slíkur. Viðurkenningar og áhugamál Jóhannes hafnaði í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna fyr- ir hönd Flensborgarskólans árið 2000. Hann var tilnefndur til Grímu- leikið í sjónvarpsþáttaröðunum A.D. The Bible Continues; Game of Thrones; Last Kingdom; The Inn- ocents og Origin. Hann var að klára tökur á myndinni Zone 414. Á þess- um tíma hefur Jóhannes lítið leikið hér heima en hann var í myndinni J óhannes Haukur Jóhann- esson er fæddur 26. febr- úar 1980 á Landspítal- anum í Reykjavík. Hann bjó með móður sinni og ömmu fyrstu árin í norðurbænum í Hafnarfirði en fluttist árið 1987 með móður sinni til Færeyja, þaðan sem hún er ættuð, og bjuggu þau þar í Þórshöfn í þrjú ár. Jóhannes útskrifaðist með grunn- skólapróf úr Víðistaðaskóla 1996 og hóf nám í tækniteiknun við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og síðar á hag- fræðibraut við Flensborgarskólann. Hann útskrifaðist með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2005. „Fyrsta hlutverk mitt sem ég fékk borgað fyrir á leiksviði var sem bassarödd í kór í óperunni Dido og Eneas sem sett var upp að sumri í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Þá var ég búinn með eitt ár í leiklistar- skólanum.“ Starfsferillinn Jóhannes starfaði við Borgarleik- húsið, Leikfélag Akureyrar, hjá frjálsum leikhópum og sem fastráð- inn leikari við Þjóðleikhúsið. „Ég debúteraði í Þjóðleikhúsinu í hlut- verki þjóns og málvísindamanns í leikriti Birgis Sigurðssonar Dínamít árið 2005.“ Jóhannes var hjá Þjóð- leikhúsinu til ársins 2014 en þá hófst leikferill við erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Fyrsta kvikmyndahlutverk Jóhannesar var sem óþokkinn Eirík- ur í kvikmynd Óskars Jónassonar Reykjavík-Rotterdam. En það var hlutverk hans sem ekki minni óþokki, Tóti, í myndinni Svartur á leik sem var stökkpallur yfir í erlend verkefni. Fyrsta hlutverk í erlendri mynd var bróðurmorðinginn Kain í kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, frá árinu 2014. Síðan þá hefur Jóhannes leikið í kvikmyndunum Atomic Blonde; I Remember You; Alpha; The Sisters Brothers, Where’d You Go, Bernadette; The Good Liar; Bloodshot; Eurovision og Infinite en þær þrjár síðastnefndu eru væntanlegar í kvikmyndahús á þessu ári. Jóhannes hefur einnig verðlauna sem besti leikari í aðal- hlutverki árið 2007 og til Edduverð- launa sem besti leikari í aðalhlut- verki árið 2012. Hann hlaut viður- kenningu úr Egnersjóði fyrir störf í þágu barnamenningar árið 2013. Jóhannes stundar söng og hljóð- færaleik, spilar á gítar og píanó en hann tók þátt í fjölda söngleikja á leikferli sínum við leikhúsin. „Ég kom fyrst opinberlega fram í kór, var í kór Hafnarfjarðarkirkju 16 ára gamall undir stjórn Natalíu Chow og færði mig yfir í Kór Flensborgarskólans á árunum 1997- 1999 undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg.“ Mestur frítíminn fer í að vera með fjölskyldunni. „Við hjónin eig- um þrjú börn og hund. Maður er aðallega að fara milli fótboltamóta og ferðast innanlands. Eftir að ég fór að vinna svona mikið úti, þá er- um við ekkert að fara til útlanda í sumarfrí. Við keyptum okkur hjól- hýsi og reynum að fara um landið að minnsta kosti einu sinni á ári. Við erum með bók sem listar upp áhugaverða staði á Íslandi og erum hægt og rólega að vinna okkur í Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari – 40 ára Fjölskyldan Jóhannes, Rósa, börn og hundurinn Hlynur Klatt stödd í Vestmannaeyjum á ferðalagi kringum landið. Einbeitir sér að ferlinum úti Leikarinn Jóhannes í hlutverki sínu í þáttunum Game of Thrones. 50 ára Eva er Ólafs- firðingur en býr í Reykjavík. Hún er með MA-gráðu í ís- lensku frá Háskóla Íslands og er skjala- lesari í forsætisráðu- neytinu. Maki: Sigurður Sigurbjörnsson, f. 1976, rekur bókhaldsstofu. Börn: Ólöf Edda, f. 1988, Ágúst Örn, f. 1992, Lilja Ósk, f. 2005, og Selma Ósk, f. 2007. Barnabörnin eru orðin 2. Foreldrar: Ólafur Sæmundsson, f. 1938, fv. skipstjóri, og Kristín Ásgríms- dóttir, f. 1941, fv. fiskverkunarkona. Þau eru búsett í Ólafsfirði. Eva Sigríður Ólafsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.