Morgunblaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 26
AFP
Flug Serge Gnabry flýgur glaður á Stamford Bridge í gærkvöld.
Lewandowski búinn að skora ellefu
mörk í keppninni á tímabilinu, í að-
eins sex leikjum. Tapið er það
stærsta hjá Chelsea á heimavelli í
Evrópukeppni og þarf liðið á krafta-
verki að halda á erfiðum útivelli í
næsta mánuði. Ekki bætti úr skák
að Marcos Alonso fékk beint rautt
spjald fyrir að slá Lewandowski í
andlitið og Jorginho fékk gult spjald
fyrir mótmæli. Verða þeir báðir í
banni í seinni leiknum.
Jafnaði markamet
Napoli og Barcelona skildu jöfn,
1:1, í Napoli. Dries Mertens kom
Napoli yfir í fyrri hálfleik með 121.
marki sínu fyrir félagið. Er hann nú
markahæstur í sögu þess, ásamt
Marek Hamsik. Í þriðja sæti í er
Diego Maradona með 115 mörk.
Antoine Griezmann jafnaði fyrir
Barcelona á 57. mínútu og er
spænska liðið því í fínni stöðu fyrir
seinni leikinn á heimavelli. Markið
hjá Griezmann er það fyrsta sem
hann skorar á útivelli í keppninni í
þrjú ár. Síðari leikir einvíganna fara
fram 18. mars næstkomandi.
Þýsk kennslustund í Lundúnum
Chelsea átti ekki möguleika gegn Bayern
Griezmann kom Barcelona til bjargar
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Bayern München vann sannfærandi
3:0-útisigur á Chelsea í fyrri leik lið-
anna í 16-liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu í gærkvöld. Staðan í
leikhléi var markalaus, þrátt fyrir að
Bayern hafi verið töluvert betri að-
ilinn. Þýska liðið nýtti sér yfir-
burðina í seinni hálfleik og keyrði yf-
ir Chelsea með þremur mörkum.
Bayern hefur unnið alla sjö leiki
sína í keppninni til þessa og getur
liðið farið alla leið, miðað við yfir-
burðina sem það sýndi í gær. Serge
Gnabry, sem fékk aldrei almennilegt
tækifæri hjá Arsenal, skoraði tvö
fyrstu mörkin og Robert Lewand-
owski bætti við því þriðja korteri
fyrir leikslok, en pólski framherjinn
lagði upp bæði mörkin á Gnabry.
Gnabry hefur skorað sex mörk í
Meistaradeildinni á leiktíðinni og
hafa þau öll komið í London, en hann
gerði fjögur mörk á útivelli gegn
Tottenham í riðlakeppninni. Þá er
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Chelsea – Bayern München.................... 0:3
Serge Gnabry 51., 54., Robert Lewan-
dowski 76 – rautt spjald: Marcos Alonso 83.
Napoli – Barcelona.................................. 1:1
Dries Mertens 30. – Antoine Griezmann 57.
England
B-deild:
Cardiff – Nottingham Forest.................. 0:1
Huddersfield – Bristol City..................... 2:1
Luton – Brentford.................................... 2:1
QPR – Derby ............................................ 2:1
WBA – Preston......................................... 2:0
Staðan:
WBA 35 19 12 4 64:36 69
Leeds 34 18 8 8 49:30 62
Nottingham F. 35 16 11 8 46:33 59
Fulham 34 16 9 9 48:37 57
Brentford 35 16 8 11 57:31 56
Preston 35 16 8 11 49:40 56
Bristol City 35 15 8 12 49:51 53
Blackburn 34 14 9 11 50:40 51
Swansea 34 13 12 9 44:42 51
Cardiff 35 12 14 9 48:48 50
Millwall 34 12 13 9 40:39 49
QPR 35 13 7 15 53:59 46
Sheffield Wed. 34 12 9 13 44:41 45
Derby 35 11 12 12 43:48 45
Birmingham 34 12 9 13 45:52 45
Reading 34 11 9 14 41:38 42
Hull 34 11 8 15 48:53 41
Charlton 34 10 9 15 44:48 39
Huddersfield 35 10 9 16 41:56 39
Stoke 34 11 4 19 43:53 37
Middlesbrough 34 8 13 13 34:44 37
Wigan 34 8 10 16 34:50 34
Luton 35 10 3 22 42:70 33
Barnsley 34 7 10 17 41:58 31
C-deild:
Sunderland – Fleetwood ........................ 1:1
Ísak Snær Þorvaldsson var allan tímann
á varamannabekk Fleetwood.
Spánn
Barcelona – Valladolid ....................... 43:28
Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna-
hópi Barcelona.
Danmörk
GOG – Bjerringbro/Silkeborg........... 32:29
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk
fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 4.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 16 skot.
Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir
Bjerringbro/Silkeborg.
Ungverjaland
Pick Szeged – Tatabánya................... 36:25
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1
mark fyrir Pick Szeged.
NBA-deildin
Cleveland – Miami ................... (frl.)125:119
Philadelphia – Atlanta ..................... 129:112
Washington – Milwaukee ........ (frl.)134:137
Brooklyn – Orlando.......................... 113:115
Houston – New York........................ 123:112
Dallas – Minnesota........................... 139:123
Utah – Phoenix ................................. 111:131
L.A. Clippers – Memphis................... 124:97
Knattspyrnumaðurinn Hörður Ingi
Gunnarsson, leikmaður ÍA í úrvals-
deild karla, verður á reynslu hjá
norska liðinu Start næstu vikuna,
en þetta kom fram á heimasíðu ÍA í
gær. Jóhannes Harðarson er þjálf-
ari Start, sem tryggði sér sæti í
efstu deild Noregs eftir umspil í
byrjun desember. Hörður er uppal-
inn hjá FH í Hafnarfirði en hann
hefur leikið með ÍA undanfarin tvö
ár. Bakvörðurinn á að baki 28 leiki í
efstu deild þar sem hann hefur
skorað tvö mörk.
Á reynslu
í Noregi
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Mustad-höll: Grindavík – Skallagr ..... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Valur.......... 19.15
DHL-höllin: KR – Breiðablik.............. 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Haukar ........... 19.15
ÍSHOKKÍ
Heimsmeistaramót kvenna, 2. deild B:
Akureyri: Ástralía – Króatía .................... 13
Akureyri: Nýja-Sjáland – Úkraína..... 16.30
Akureyri: Ísland – Tyrkland .................... 20
Í KVÖLD!
„Þetta tímabil hefur verið ákveð-
inn rússíbani, ég skal alveg viður-
kenna það, og það hafa komið tímar
þar sem maður hefur hreinlega
spurt sig af hverju maður er í þessu
yfir höfuð. Það hefur verið gríðar-
legt álag á manni og við erum bara
nokkrir úr liðinu sem höfum ekki
misst úr leik. Það hefur verið mikið
um meiðsli hjá félaginu og þess
vegna hefur ábyrgðin verið meiri á
mér en oft áður. Eins hefur annar
skotbakvörðurinn okkar verið mikið
meiddur og það hefur því verið
ákveðin pressa á mér líka. Ég held
alveg örugglega að ég sé sá leik-
maður í liðinu sem er búinn að spila
flestar mínútur á tímabilinu og auð-
vitað tekur maður því fagnandi. Það
má hins vegar ekki gleymast heldur
að maður er mennskur og líkaminn
er ekki gerður úr stáli. Það hefur
verið mikið um ferðalög hjá mér á
tímabilinu þar sem maður gistir á
mismunandi hótelum með mismun-
andi kodda, nær að borða misvel og
það tekur allt sinn toll af manni.
Þetta er samt vinna sem maður vill
vera í og það eru ákveðin forréttindi
að spila körfubolta og ferðast um
heiminn þannig að maður reynir að
kvarta ekki of mikið.“
Ekki tilbúinn að taka ákvörðun
Martin hóf atvinnumannaferil
sinn í Frakklandi en hann gekk til
liðs við Alba Berlín árið 2018. Hann
hefur nú þegar verið orðaður við
stærri lið, en nokkur tilboð hafa bor-
ist í íslenska landsliðsmanninn, þrátt
fyrir að það sé ennþá nóg eftir af
tímabilinu.
„Það hafa einhver tilboð borist en
það er aðallega áhuginn sem maður
hefur fundið mest fyrir kannski. Það
eru margir að spyrja út í núverandi
samning minn við Alba Berlín, hvað
sé mikið eftir af honum, og annað
slíkt en þessi mál fara iðulega í gegn-
um umboðsmann minn. Það er
ennþá bara febrúar þannig að ég er
ekki alveg tilbúinn að taka neina
ákvörðun um næstu skref á þessum
tímapunkti. Það eina sem maður get-
ur gert er bara að halda áfram að
standa sig vel og þá kemur hitt af
sjálfu sér. Ég er mjög einbeittur á að
standa mig vel fyrir Alba Berlín og
ég ætla mér að verða þýskur meist-
ari með liðinu. Ég vil ná sem lengst
og gera sem mest úr ferlinum og ég
er alltaf með það á bak við eyrað. Ég
hef hins vegar reynt að lifa í núinu,
það hefur reynst mér vel, og ég
reikna með því að halda því áfram.
Það hefur alltaf verið draumur að
spila á Spáni og ég hef sagt það
margoft. Það hefur hins vegar
stækkað sjóndeildarhringinn hjá
mér að spila í Evrópudeildinni á
þessari leiktíð og ég er ekkert bara
að horfa til Spánar í dag. Markmiðið
er fyrst og fremst að vera áfram í
Evrópudeildinni, í liði sem er að
berjast um titla, og það er það sem
ég er helst að horfa á. Svo skiptir
líka miklu máli að vera með þjálfara
sem treystir manni og leggur ríka
áherslu á það að fá mig til félagsins.
Ég er bara 25 ára, ég á nóg eftir og
eins og ég horfi á þetta þá á ég ennþá
eftir að toppa. Það er þess vegna
mikilvægt að skrefin séu rétt og
maður má ekki festast of mikið í að
horfa á einhverja peninga eða ein-
hver nöfn á blaði,“ sagði Martin enn
fremur í samtali við Morgunblaðið.
Mikilvægt að taka rétt skref
Martin Hermannsson hefur átt frábæra viku með félagsliði sínu Alba Berlín
Ljósmynd/@albaberlin
Bestur Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði í úrslitaleiknum gegn Oldenburg og var valinn bestur í leikslok.
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta var vægast sagt góð vika en
maður þarf líka að vera fljótur aftur
niður á jörðina enda nóg eftir af
tímabilinu,“ sagði bikarmeistarinn
og körfuknattleikskappinn Martin
Hermannsson í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Martin og liðsfélagar hans í Alba
Berlín unnu 89:67-sigur gegn Olden-
burg í úrslitaleik þýsku bikarkeppn-
innar í Berlín 16. febrúar síðastliðinn
en Martin var stigahæstur í leiknum
með 20 stig og var valinn besti leik-
maður úrslitaleiksins.
„Það mætti alveg segja að það sé
ákveðnu fargi af manni létt að hafa
unnið þennan bikarmeistaratitil. Síð-
asta tímabil var erfitt þar sem við
töpuðum alls þremur úrslitaleikjum
og það sat þungt á manni. Að sama
skapi var jákvætt að komast í alla
þessa úrslitaleiki en þegar allt kem-
ur til alls man enginn hver það var
sem endaði í öðru sæti. Það var þess
vegna hrikalega sætt, ekki bara fyrir
okkur sjálfa, heldur líka fyrir alla í
kringum liðið og stuðningsmennina
auðvitað, að fá loksins titil í hús. Í
þessum þremur úrslitarimmum sem
við töpuðum var ósigurinn alltaf tæp-
ur. Við töpuðum sem dæmi barátt-
unni um meistaratitilinn í Þýskalandi
3:0-gegn Bayern en við töpuðum öll-
um þremur leikjunum með minna en
fimm stiga mun. Það var erfitt að
ganga í gegnum þetta allt í fyrra en
að sama skapi lærði maður líka hell-
ing af þessum töpum. Ég reyndi að
taka það með mér inn í úrslitaleikinn
gegn Oldenburg núna og þessir
ósigrar munu hjálpa manni í barátt-
unni um þann stóra næsta vor.“
Tímabilið ákveðinn rússíbani
Martin fylgdi eftir frammistöð-
unni í bikarúrslitaleiknum með frá-
bærri frammistöðu gegn Zenit frá
Pétursborg í Evrópudeildinni þann
20. febrúar í Rússlandi þar sem Alba
Berlín vann 83:81-sigur. Íslending-
urinn skoraði 24 stig, gaf sjö stoð-
sendingar og var valinn leikmaður
25. umferð Evrópudeildarinnar, en
enginn Íslendingur hefur áður verið
valinn leikmaður umferðarinnar í
Evrópudeildinni, þeirri sterkustu í
Evrópu.