Morgunblaðið - 26.02.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við erum með ríflega 6.000 bóka-
titla frá rúmlega 100 útgefendum,“
segir Bryndís Loftsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bókamarkaðar
Félags íslenskra bókaútgefenda
(Fíbút) sem opnaður er á Laugar-
dalsvelli á morgun, fimmtudaginn
27. febrúar, og stendur til 15. mars. Í
framhaldinu fer markaðurinn norð-
ur og verður opnaður á Akureyri
undir lok marsmánaðar. „Þetta er
svipaður fjöldi milli ára og við fyllum
stúkubyggingu KSÍ,“ segir Bryndís
og tekur fram að á Bókamarkaðnum
bæði sunnan- og norðanlands seljist
að jafnaði samtals um 100 þúsund
bækur á ári. „Sú nýbreytni er tekin
upp í ár að við stillum upp á sérstöku
borði öllum þeim nýjum íslenskum
skáldverkum sem komu út á síðasta
ári. Það helgast af óvenju kröftugri
útgáfu skáldverka á liðnu ári. Ég hef
það á tilfinningunni að margir eigi
enn eftir að kynna sér allt það mikla
magn sem út kom fyrir jól,“ segir
Bryndís og bendir sem dæmi á að 20
frumsamdar íslenskar glæpasögur
hafi komið á árinu 2019.
43,1% svarenda lesið eina til
tvær bækur síðasta mánuð
„Ný könnun sem gerð var fyrr á
árinu sýnir að glæpasagan er vin-
sælasta lesefnið,“ segir Bryndís og
vísar þar til könnunar sem Zenter
gerði að beiðni Fíbút í seinasta mán-
uði. Könnunin náði til tæplega 2.200
einstaklinga 18 ára og eldri og var
svarhlutfallið 54%. Langflestir svar-
endur, eða 27,8%, sögðu að spennu-
bók/glæpasaga væri síðasta bókin
sem þeir lásu. Fast á hæla spennu-
sögunni komu önnur skáldverk en
25,3% svarenda nefndu það sem síð-
ustu bókina sem þeir lásu og 24,7%
nefndu fræðibækur. Fjórða vinsæl-
asta lesefnið var fræðibækur sem
8,9% svarenda nefndu og því næst
komu barna- og unglingabækur með
4,4% svarhlutfall, en þess ber að
geta að svarendur könnunarinnar
voru allir eldri en 18 ára.
Í sömu könnun voru þátttakendur
einnig spurðir hversu margar bækur
þeir lásu á síðustu 30 dögum. Alls
sögðust 30,6% enga bók hafa lesið á
þeim tíma, en 43,1% hafði lesið eina
til tvær og 26,3% höfðu lesið þrjár
eða fleiri. Þegar spurt var hvaða
form bóka svarendur teldu henta sér
best til að auka lestur sinn nefndu
61,9% prentaðar bækur, 38,5%
hljóðbækur og 18,6% rafbækur.
„Vegna þess hversu glæpasögur
eru stór hluti af því sem fólk er að
lesa þá ákváðum við að setja allar
glæpasögur, bæði íslenskar og
erlendar, saman á einn stað þannig
að unnendur glæpasagna geti þjapp-
að sér saman við það borð,“ segir
Bryndís og bendir á að áður hafi
íslenskar glæpasögur verið stað-
settar innan um önnur íslensk skáld-
verk og erlendar glæpasögur innan
um önnur erlend skáldverk.
Karlaveldið í ævisögum
„Önnur nýbreytni í ár tengist ævi-
sögum sem við kyngreinum í fyrsta
sinn. Ég verð seint kjörin formaður
Femínistafélagsins, en það er spenn-
andi að teikna upp karlaveldið í ævi-
sögunum með þessum hætti,“ segir
Bryndís og vísar til þess að allar
ævisögur kvenna séu aðgengilegar á
einu borði. „Fyrir vikið verða ævi-
sögur kvenna sýnilegri. Útgefendur
jafnt sem lesendur geta þá séð að
þarna má gera betur,“ segir Bryndís
og bætir loks við:
„Mig langar líka að koma því að
hversu frábært úrval af ljóðabókum
hér er. Á undanförnum árum hafa
verið að koma út mjög flottar ljóða-
bækur og ný kynslóð höfunda lætur
til sín taka. Úrval barnabóka hefur
líka aldrei verið betra, þær eru alltaf
þriðjungur sölu markaðarins.“
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdastjóri Bryndís Loftsdóttir áætlar að árlega seljist um 100.000
bækur á Bókamarkaðnum sem haldinn er bæði sunnan og norðan heiða.
„Glæpasagan er
vinsælasta lesefnið“
Um 6.000 titlar í boði á Bókamarkaðnum Ný könnun
frá janúar sýnir að 61,9% svarenda kjósa prentaðar bækur
Djassklúbburinn
Múlinn heldur
áfram með vor-
dagskrá sína í
kvöld klukkan
átta með tón-
leikum á Björtu-
loftum í Hörpu.
Á tónleikunum
kemur hljóm-
sveitin The Roar-
ing Twenties fram en nafn hljóm-
sveitarinnar vísar til þriðja
áratugar 20. aldar í vestrænu sam-
félagi og menningu. Á þeim tíma
hófst einmitt blómaskeið djassins.
Hljómsveitina skipa Eiríkur Orri
Ólafsson sem leikur á trompet,
píanóleikarinn Kristján Martins-
son, bassaleikarinn Andri Ólafsson
og trommuleikarinn Magnús
Trygvason Eliassen.
Á tónleikunum verður haldið upp
á 100 ára útgáfuafmæli tónsmíða
sem gefnar voru út árið 1920. Titlar
eins og „My Little Margie“, „Ava-
lon“ og „The Japanese Sandman“
munu prýða efnisskrána.
Vordagskrá Múlans heldur síðan
áfram á miðvikudagskvöldum og
ásamt stöku föstudögum á Björtu-
loftum, Hörpu með 21 tónleikum til
27. maí.
Miðar á tónleikana fást á Harpa-
.is, Tix.is og í miðasölu Hörpu. Þeir
kosta 1.500-3.000 krónur.
Djass á Björtuloftum Hörpu
Andri Ólafsson
Annað kvöld
munu tíu uppi-
standarar keppa
um Íslands-
meistaratitilinn í
uppistandi í Há-
skólabíói. Sex
keppendanna
eru karlar og
fjórar konur, eru
þau á aldrinum
26 til 36 ára og
hafa öll einhverja reynslu af uppi-
standi.
Kynnar keppninnar eru þau
Kjartan Atli Kjartansson og Júlíana
Sara Gunnarsdóttir.
„Þetta er mjög spennandi og von-
andi verður þetta vettvangur til að
hleypa nýju fólki inn í þennan geira
og hjálpa því að komast aðeins
hraðar í gegnum fyrstu og erfið-
ustu skrefin inn í bransann,“ er haft
eftir Júlíönu í fréttatilkynningu.
Það eru þau Ingi Björn Róberts-
son, Natan Jónsson, Lára Magnús-
dóttir, Anna Lilja Björnsdóttir,
Arnór Daði Gunnarsson, Kristján
Klausen, Þura Garðarsdóttir, Þor-
gerður María Halldórsdóttir,
Greipur Hjaltason og Helgi Steinar
Gunnlaugsson sem keppa um tit-
ilinn.
Verðlaunin eru ekki af verri end-
anum, en verðlaunaféð er hálf millj-
ón íslenskra króna.
Hálf milljón undir í uppistandskeppni
Júlíana Sara
Gunnarsdóttir
Árið 1923 eignaðist British Mu-
seum í London fágætt verk eftir
hollenska listamanninn Vincent
van Gogh (1853-1890). Um er að
ræða grafíkverk, einu ætinguna
sem vitað er til þess að hann hafi
gert. Er það portrett af lækninum
Gachet sem annaðist van Gogh í
veikindum hans síðustu mánuðina
sem listamaðurinn lifði en olíu-
málverk van Goghs af Gachet er
víðfrægt. Athygli vekur að þrátt
fyrir að grafíkmyndin sé eina port-
rettið eftir van Gogh sem British
Museum á – það á einnig eitt olíu-
málverk, eina litógrafíu og eina
teikningu eftir hann – þá er verkið
nú til sýnis fyrir almenning í safn-
inu í fyrsta skipti, nærri öld eftir að
verkið kom í safnbygginguna. Er
það á sýningu sem kallast French
Impressions - Prints from Manet
to Cézanne.
Það var sonur læknisins Gachet
sem færði British Museum æt-
inguna að gjöf á sínum tíma. Er
hún ekki árituð af van Gogh en hins
vegar með stimpil læknisins, rauð-
an kattarhaus, en hann var mikill
dýravinur. Gachet gerði sjálfur æt-
ingar og var með ætingarplötur að
gera myndir á og allan útbúnað
fyrir prentun heima hjá sér, þar
sem van Gogn gerði verkið í einni
heimsókn sinni, nokkrum vikum
áður en hann lést eftir að hafa skot-
ið sjálfan sig úti á akri. Dró hann
upp á ætingarplötuna mynd af
lækninum reykjandi pípu úti í
garði.
British Museum hefur tvisvar
lánað grafíkmyndina á sýningar í
öðrum söfnum, auk þess sem sér-
fræðingar hafa getað komið að
skoða hana. Sýningarstjóri segir í
samtali við The Art Newspaper að
safnið hafi ekki fengið „rétta tæki-
færið til að sýna verkið fyrr en nú“.
British Museum
Fágæti Eina æting van Goghs sýnir
Gachet lækni reykja pípu.
Áttu van Gogh-verk
í 97 ár en sýndu ekki
Nú hefur rannsókn stéttarfélags
söngvara staðfest lýsingu
kvennanna.
Domingo, sem er 79 ára gam-
all, hefur sagt sig frá þátttöku í
allmörgum uppfærslum og sem
listrænn stjórnandi Los Angeles-
óperunnar.
Domingo hefur frá upphafi
hafnað öllum ásökunum en í yfir-
lýsingu hans sem birt er í Los
Angeles Times segist hann virða
það að konurnar hafi loksins
treyst sér til að stíga fram. „Ég
vil að þær viti að mér þykir mjög
leitt að hafa sært þær.“ Hann
bætir við að hann beri fulla
ábyrgð á gjörðum sínum og hafi
lært af þessari reynslu.
Óperusöngvar-
inn heimskunni
Plácido Dom-
ingo hefur beðið
þær konur sem
á undanförnum
misserum hafa
sakað hann um
kynferðislega
áreitni afsök-
unar á því að
hafa sært þær.
Alls hafa tuttugu konur sem
Domingo starfaði með og um-
gekkst í nokkrum óperuhúsum
stigið fram og lýst allt frá daðri
að hreinni kynferðislegri áreitni
sem hann á að hafa gerst sekur
um, allt aftur á níunda áratuginn.
Domingo biður konur afsökunar
Plácido
Domingo