Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Umsóknartímabil er frá 8. febrúar til 29. febrúar. Sæktu um á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Þar færðu líka nánari upplýsingar um störfin sem eru í boði. Hlökkum til að sjá þig í sumar! kopavogur.is Fjölbreytt og spennandi sumarstörf fyrir 18 ára og eldri Við leitum að fólki í sumarstörf í leikskólum, vinnuskóla, garðrækt, umönnun fatlaðra, á bæjarskrifstofurnar, í upplýsingatæknideild bæjarins, sundlaugarnar og fleiri skemmtilega vinnustaði. HVAÐ DREYMIR ÞIG UM AÐ GERA Í SUMAR? Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar Hlutverk og ábyrgðarsvið: • Ber ábyrgð á íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- málum í Snæfellsbæ • Hefur umsjón með íþróttamannvirkjum í Snæfellsbæ og sér um starfsmannahald í íþróttahúsi, sundlaug og félagsmiðstöð • Fjárhagsáætlanagerð og fjárhagslega umsýsla • Skipulag hátíða á vegum Snæfellsbæjar í samvinnu við markaðs- og kynningarfulltrúa • Situr fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar og ungmennaráðs • Stendur einstaka vaktir í íþróttahúsi og sundlaug Menntunar- og hæfniskröfur: • Æskilegt að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegum verkefnum • Reynsla af stjórnun verkefna og starfsmannahalds • Frumkvæði og metnaður er kostur • Reynsla og þekking á stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er kostur • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni • Góð almenn tölvukunnátta Snæfellsbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í 100% starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu, reynslu og áhuga á íþrótta- og æskulýðsmálum, forvörnum og ungmennastarfi. Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu. Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eigi síðar en 1. apríl Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á neðangreind netföng. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni. Öllum umsóknum verður svarað. Snæfellsbær áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum umsóknum. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, kristinn@snb.is Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, lilja@snb.isSnæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is Sjávarútvegsfyrirtækið G.Run í Grundarfirði fékk Forvarnaverðlaun VÍS á ráð- stefnu sem tryggingafélagið hélt nú í vikunni. G.Run, sem er rótgróið fjölskyldufyr- irtæki, er bæði í veiðum og vinnslu á bolfiski. Gerir út nokkra báta og opnaði í byrj- un síðasta árs nýja og vel út- búna fiskvinnslu. Sú er ein sú tæknilegasta á landinu og af- ar sterkt brunavarnarkerfi. Að auki er fiskvinnslan útbúin tæknilegum öryggis- og for- varnabúnaði. Aðbúnaður og öryggi starfsmanna er til mikillar fyrirmyndar og end- urspeglar umhyggju fyrir starfsfólkinu, segir í frétt frá VÍS. „G.RUN á heiður skilið fyr- ir áherslur sínar á forvarnir og öryggismál og er svo sann- arlega öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, í til- kynningu. Þjálfun, fræðsla, afstaða og umgengni Auk verðlauna til G.Run veitti VÍS viðurkenningu til tveggja fyrirtækja sem þykja hafa staðið vel í forvarna- og öryggismálum. Það voru heildverslunin Garri og hús- bílaleigan McRent. - For- varnafólk VÍS heimsótti fyrir- tækin og gerði úttekt á lykilþáttum sem hafa sýnt sig tengjast lágri slysatíðni; en það eru m.a. afstaða til örygg- ismála, þjálfun nýliða, fræðsla, umgengni, bruna- og innbrotavarnir. Tryggt Frá vinstri talið: Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, Unn- steinn Guðmundsson og Runólfur Guðmundsson frá G.Run og Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá VÍS. Verðlaun frá VÍS  Forvarnir  G.Run í góðum málum  Garri og McRent Langt er í land að fjármögnun Háskóla Íslands og annarra hérlendra háskóla standist samanburð við fjármögnun háskóla á hinum löndunum á Norðurlöndum. Þetta segir í ályktun háskólaráðs HÍ sem hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða fimm ára fjármálaáætlun fyrir 2021- 2025 og tryggja meiri fjár- muni til skólanna svo hið nor- ræna meðaltal náist 2025. Í ályktuninni segir að á ald- arafmæli HÍ árið 2011 hafi verið stofnaður afmælissjóður sem hafi að markmiði að koma skólanum í röð fremstu háskóla í heiminum og að stuðla þannig að samkeppn- ishæfni Íslands. Tilkoma sjóðsins hafi verið afl til margra góðra verka en betur megi ef duga skuli. Fjárveit- ingar verði að standa á pari við það sem gerist meðal ann- arra þjóða; það er ákveðið hlutfall af landsframleiðslu fari til háskólastarfs. - Mik- ilvægum áfanga á þessari veg- ferð hafi verið náð og nú sé fjármögnunin sambærileg því sem gerist að meðaltali hjá háskólum í ríkjum OECD. Hvað öðrum viðmiðum við- víkur verði að bæta úr. Norrænu viðmiði í fjármögnun háskólastarfsins verði náð Strætó bs. hefur sett af stað nafnasamkeppni um nýtt raf- rænt greiðslukerfi. Fyrir- mynd kerfisins er þekkt í al- menningssamgöngum um allan heim þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum. Kerfi þetta á Íslandi mun veita aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu ogborgarlínunni. Áætlanir eru uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, segir í frétt frá Strætó. Dæmi um þekkt greiðslukerfi í öðrum borgum heimsins eru Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaup- mannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti hluti greiðslukerfisins nýja verði tekinn í notkun í lok þessa árs. Opnað var fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag nú í vikunni og er hún opin til og með 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær frítt árskort í Strætó á höfuðborgar- svæðinu. Þegar tillögur eru sendar inn er nauðsynlegt að skrá nafn, símanúmer og net- fang til að taka þátt. Hægt er að senda tillögur í keppnina á slóðinni straeto.is/is/ nafnasamkeppni. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strætó Þjónustan er í stöðugri þróun og breytingar örar. Leita að nafni á greiðslukerfi  Nýtt og rafrænt í stræó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.