Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 9 skóla, en nú eru skólarnir fjórir og fjölgun lög- fræðinga og lögmanna eftir því. Sú fjölgun leiði af sér mun meiri sérhæfingu þar sem lögmanns- stofur verði stærri og fjölmennari. Þá fari lög- fræðingar frekar út í framhaldsnám og snúi til baka með meiri menntun og sérþekkingu. „Fyr- ir vikið verða málin sérhæfðari og stærri og menn hafa mikið meira til málanna að leggja.“ Markús segir þá þróun hafa sést vel fyrir Hæstarétti. „Fyrir um þrjátíu árum voru skrif- legar greinargerðir til Hæstaréttar kannski 3-5 blaðsíður, en nú þykjast menn sleppa vel ef þær ná ekki nema 35-40 síðum.“ Deiluatriðin verða um leið þrengri, skrítnari og flóknari. Fjölbreytt verkefni í forsetastól réttarins Markús var fyrst kjörinn sem forseti Hæsta- réttar árið 2004-2005 og svo aftur árið 2012 en þá var búið að lengja „kjörtímabil“ þeirra upp í fimm ár. Markús segir að við stofnun réttarins 1920 hafi „dómstjóri“ Hæstaréttar átt að vera æviráðinn, en að því hafi fljótlega verið breytt þannig að hann væri kjörinn meðal dómaranna í stutt kjörtímabil, fyrst eitt ár og síðar tvö. „Það var gengið út frá því sem viðmið- unarreglu að sá sem lengst hafði setið í dóm- arasæti án þess að gegna forsetaembættinu væri næstur. Sá hinn sami var að jafnaði vara- forseti réttarins tvö ár á undan.“ Fyrra kjör- tímabil Markúsar sem forseti réttarins, frá 2004-2005, leiddi beint af þeirri þumalputta- reglu. Markús segir að kjörtímabilið hafi verið lengt meðal annars af því að menn hafi séð að tvö ár voru of stuttur tími til að forsæti einhvers dóm- ara skipti einhverjum sköpum. „Menn voru farnir að nálgast verkefnið með því hugarfari að þeir myndu staldra stutt við og vildu því ekki hrófla við neinu.“ Þá hafði aukinn málafjöldi á árunum eftir fjármálahrunið leitt til þess að dómurum við réttinn hafði verið fjölgað tíma- bundið upp í tólf. „Það var ankannalegt að vera með svona stuttan tíma og þekktist ekki í nein- um af nágrannalöndum okkar,“ segir Markús. Hann telur það farsælla að hafa kjörtímabilið lengra og veiti í raun meiri festu. Aðspurður segir Markús hlutverk forsetans vera margþætt. „Það sem bætist ofan á venju- leg störf er einhvers konar stjórnunarhlutverk, en að vísu sinnir skrifstofustjóri Hæstaréttar öllu sem lítur að stjórnsýslu, starfsmannahaldi og þess háttar. Fjármálin eru að vísu líka á hendi forseta, því hann ber ábyrgð á fjárreiðum réttarins að lögum, en þessir hlutir taka ekki mikinn tíma.“ Þá sinnir forsetinn fyrirsvari rétt- arins út á við, sinnir samskiptum við aðrar stofnanir, ríkisstjórn og ráðherra, stöku sinnum Alþingi, samskiptum við erlenda dómstóla, þá mest á Norðurlöndum eða alþjóðlega dómstóla eins og EFTA-dómstólinn eða Mannréttinda- dómstól Evrópu. Forsetinn er að auki með nokkra verkstjórn um hvernig staðið er að verki við afgreiðslu dómsmála, hvernig mál koma þar inn til af- greiðslu, en hending hefur alltaf ráðið hvaða dómarar sitja hvert mál. „Forsetinn er verk- stjóri, en það er mikill jafningjablær yfir þessu, því þegar allt er samantekið þá fær forsetinn engan afslátt þegar kemur að því að dæma.“ „Svo má ekki gleyma rúsínunni í pylsuenda, að vera einn af þremur handhöfum forseta- valds,“ segir Markús en viðurkennir að óneit- anlega hafi hefðir og venjur varðandi forseta- valdið breyst og þróast með tímanum í þá átt að það taki nú minni tíma frá forseta Hæstaréttar en áður. Hæstiréttur sinnir einnig landskjörstjórn í forsetakosningum og er forsetinn þá um leið yf- irmaður landskjörstjórnar. „Maður sá þær breytingar á framkvæmd forsetakosninga að 2004 bárust fyrst einhverjar kærur vegna fram- kvæmdar þeirra, en 2012 var eins og eitthvað hefði leyst úr læðingi og það varð enn meira árið 2016,“ segir Markús. Verkefnið varð því tíma- frekara en vanalega og Markús segist varla skilja hvers vegna Hæstarétti var falið það í lög- um svo ólíkt sem það er öðrum þáttum rétt- arins. Þarf að endurskoða reglur Landsdóms Forseti Hæstaréttar er líka lögum samkvæmt forseti Landsdóms, en einungis hefur reynt einu sinni á það. Þá sat Markús í forsæti. Að- spurður um hvaða lærdóm sé hægt að draga af því máli segir Markús að samsetning Lands- dóms sé óneitanlega nokkuð sérstök, þar sem fimmtán sitji í dómi, þar af átta sem kjörnir eru af Alþingi. „Þessir átta þurfa ekki að hafa lög- fræðimenntun. Reynslan sýndi að á því var allur gangur,“ segir Markús, en helmingur hinna þingkjörnu voru lögfræðingar og hinir fjórir ekki. Þá var bara einn af þeim lögfræðimennt- uðu með reynslu af dómsstörfum. „Fyrir þetta fólk var það því afskaplega óvenjulegt, og kannski ekki síður óvenjulegt fyrir embætt- isdómarana sem fylltu dóminn að öðru leyti, að manni fannst sem maður væri kominn hálfa leið inn í bandarískt réttarkerfi kviðdóma.“ Hin pólitíska samsetning Landsdóms hafi að auki gefið honum óvenjulegan blæ. „Ég segi þetta ekki í vandlætingarskyni við neinn því maður sá það með eigin augum að allir tóku hlutverk sitt sem dómarar mjög alvarlega og lögðu sitt allra besta fram, settu sig rækilega of- an í mál af slíkri samviskusemi að aðdáunarvert var. En auðvitað verður maður að spyrja hvort að eðlilegt sé að halda úti svona dómstól, sem er með innbyggðar „flokkslínur“, svo maður noti svo óvirðulegt orðalag,“ segir Markús. „Væri ekki eðlilegra að vera með þetta í hefðbundnara ferli, þannig að Hæstiréttur sæi til dæmis um þetta?“ Markús nefnir einnig að málsmeðferð- arreglur Landsdóms hafi verið komnar vel til ára sinna, og að ekki hafði reynt á þær áður. „Þær voru skrítinn hrærigrautur reglna úr einkamálum og sakamálum þó að þarna hafi verið sakamál á ferðinni. Hvað sem öðru líður, ef það á að halda Landsdómi lifandi, þá þarf að endurskoða þessar reglur, á sama tíma og menn vona að það þurfi aldrei aftur að reyna á þær.“ Álagið ekki leyst með því að flytja það annað Markús segist hafa fundið verulegan mun á störfum Hæstaréttar eftir að Landsréttur tók við hlutverki hans sem áfrýjunardómstóll. „Þetta var gríðarleg breyting, þegar maður var búinn að dæma í um það bil 200 málum á ári og allt í einu voru þau orðin tuttugu.“ Allur bragur réttarins varð því annar og rólegri. Markús segir að rætt hafi verið um milli- dómsstig í mörg ár og gerðar nokkrar atlögur að því á áttunda og níunda áratugnum. Svo hafi breytingin loksins náðst í gegn um miðjan síð- asta áratug. „En ég spyr alltaf sjálfan mig, var framkvæmt það sem heitir á leiðinlegu máli „þarfagreining“? Var skilgreint nákvæmlega hvaða vandamál væru fyrir hendi og hvernig væri best að leysa það?“ Markús segir að hann sé ekki viss um að rétt hafi verið leyst úr þeim vandamálum sem leiddu til stofnunar Lands- réttar. „Það er talað um mikið álag sem var á Hæsta- rétt. Ég ætla ekki að neita því að það var álag, en maður leysir ekki álag með því að flytja það bara á milli húsa. Álagið hlýtur að eiga sér ein- hverja rót og ef álagið var óeðlilegt þá hlýtur að þurfa að ráðast að þeirri rót og draga úr álaginu þannig að það sé þolanlegt. Það eitt að taka kassann í fangið og bera út í næsta hús leysir ekki neitt. Enda sýnir reynslan af Landsrétti, sem starfað hefur í tvö ár, að þar er strax kom- inn málahali.“ Hann nefnir einnig í þessu samhengi að for- dæmi í dómum Hæstaréttar hafi ekki bara verið í nafntogaðri málum réttarins. „Fordæmisgjafir Hæstaréttar hafa ekki bara verið í Vatneyrar- málum eða Öryrkjamálum, heldur hafa þau einnig verið í pínulitlum málum,“ segir Markús og nefnir dæmi þar sem brýnir almannahags- munir hafa verið til umfjöllunar í málum sem annars hafa ekki þótt mjög stór eða fjölmiðla- væn. „Hvert einasta mál getur falið í sér eitt einasta sandkorn af fordæmi,“ segir Markús. Fordæmi séu því mynduð af mörgum litlum púsluspilum úr öllu dómasafninu og eins og staðan sé nú verði það Landsréttur sem búi til megnið af þeim fordæmum sem skipti máli á meðan Hæstiréttur einbeiti sér að stóru mál- unum. „Ég ætla ekki að gerast svo ósvífinn að segja þetta hafa verið vanhugsað en ég held að menn hafi ekki velt nægilega fyrir sér hvort þörf hafi verið á svo yfirgripsmiklum kerf- isbreytingum,“ segir Markús. „Þetta er þó veg- lega gert, og ég vona þá bara að fjárveit- ingavaldið verði ekki samt við sig heldur veiti vel í þetta.“ Mikill metnaður í dómskerfinu Aðspurður hvað standi upp úr af ferli sínum í Hæstarétti segir Markús að það hafi verið for- réttindi að hafa fengið að fylgjast með þjóð- félaginu frá sæti dómarans. „Maður sér þjóðfé- lagið nánast út í ystu anga frá þessum eina og sama stað og maður kemst yfir gríðarlega stór- an hluta af mannlífinu að fá þetta sjónarhorn. Ég er ekki viss um að það sé endilega hollt í öll- um tilvikum, en maður lærir og skilur kannski betur það sem maður áttaði sig ekki á fyrr.“ Það hafi verið forréttindi að fá að starfa við helstu áhugamál sín og fjalla um lögfræðileg álitamál frá hinum ýmsu sjónarhornum. „Það var afskaplega ánægjulegt þó að stundum hafi það verið þungt og erfitt.“ Þá hafi það gefið hon- um mikið í lífinu að fá að starfa með mörgu hæfileikaríku fólki. „Ég hef aldrei orðið var við annað en að fólk hafi verið allt af vilja gert til að skila sínu besta. Ég get því fullyrt að það hafi alltaf verið mikill metnaður í dómskerfinu, ekki bara í Hæstarétti heldur í kerfinu í heild og fólk hafi verið samhent um að halda á málum þannig að sem mestur sómi yrði að,“ segir Markús. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.