Morgunblaðið - 15.02.2020, Side 11
vitsmuni fram til þess, að dóms-
úrslitin verði ábyggileg og réttlát,
enda er þetta bein skylda vor, og þá
hefi eg jafnframt þá öruggu von, að
vér munum ávinna dómstólnum
traust alþjóðar, þannig að almenn-
ingur gjarnsamlega leggi málaefni
sín undir dóm réttarins, og uni úrslit-
um þeim er þau fá þar.“
Fögnuður í hjörtum allra
Af málflutningsmönnum voru við-
staddir þeir Sveinn Björnsson, Egg-
ert Claessen, Lárus Fjeldsted, Guð-
mundur Ólafsson, Gunnar
Sigurðsson, A.V. Tulinius, Jón Ás-
björnsson, Björn Pálsson, Páll
Pálmason og Sigfús Johnsen. Féll
það Sveini í skaut að ávarpa réttinn
fyrstur málflutningsmanna, en hann
varð síðar á lífsleiðinni fyrsti sendi-
herra Íslands, ríkisstjóri eftir her-
nám Danmerkur 1940 og fyrsti for-
seti lýðveldisins.
Hóf Sveinn mál sitt svo: „Virðulegi
Hæstiréttur! Háu dómendur!
Þessi stund mun jafnan talin merk-
isstund í sögu íslenzku þjóðarinnar.
Sú stund er æðstu dómendur í ís-
lenskum málum taka aftur sæti til
dóma á fósturjörð vorri.
Þessi atburður sem hér á sér stað
nú í dag, hlýtur að vekja fögnuð í
hjörtum allra Íslendinga. Hann er
einn af áþreifanlegu vottunum um að
vér höfum aftur fengið fullveldi um
öll vor mál.“
Að lokinni ræðu Sveins þakkaði
dómstjóri honum fyrir ræðuna. Var
svo gengið til dagskrá og dómur
kveðinn upp í fimm málum. Var setn-
ingarathöfninni þar með lokið og
gestir gengu á brott.
Sagði í Morgunblaðinu svo: „At-
höfnin fór öll fram með þeirri viðhöfn,
er sæmir svo merkum viðburði, þá er
æðsta dómsvald í íslenzkum málum
er aftur flutt inn í landið.“
Frá þeirri merkisstundu verða á
morgun liðin eitt hundrað ár, og hef-
ur Hæstiréttur gengið í gegnum ým-
islegt á þeirri tíð. Merkasta breyt-
ingin í þeim efnum varð fyrir tveimur
árum, þegar Landsréttur tók við
hlutverki Hæstaréttar sem áfrýj-
unardómstóll, og rétturinn sjálfur
varð að fordæmisgefandi dómstól
sem æðsta dómstig landsins. Hvernig
það mun takast til verður tíminn einn
að leiða í ljós, en víst er að Hæstirétt-
ur hefur skilað því hlutverki sínu, að
vera lokaorðið í íslenskum málum, af
samviskusemi og dugnaði.
Morgunblaðið/Hari
Aðstandendur sakborninga faðmast fyrir utan Hæstarétt eftir að rétturinn ákvað að sýkna þá við endurupptöku málsins árið 2018. Fyrri dómur Hæstaréttar í málinu féll árið 1980.
Morgunblaðið/Golli
Feðgarnir Björn Sigurðsson og Ólafur Björnsson gátu glaðst eftir að Hæstiréttur
staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í svonefndu þjóðlendumáli.
Morgunblaðið/Ómar
Þinghöld Hæstaréttar hafa verið í heyranda hljóði frá stofnun. Margir höfðu áhuga á að fylgjast með niðurstöðu dómsins þegar kom að gildi neyðarlaganna.
Morgunblaðið/Ásdís
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og Ragnar Aðalsteinsson lög-
fræðingur eftir lok málflutnings í Öryrkjamálinu.
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11