Morgunblaðið - 15.02.2020, Síða 13
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 13
Eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur,
forseta lagadeildar Háskóla Íslands
Þ
egar Lagaskólinn var stofnaður á Ís-
landi árið 1908 náðist fram langþráð
takmark og baráttumál sem var sam-
ofið sjálfstæðisbaráttu Íslendinga allt
frá miðri 19. öld, en skólinn varð síðan að laga-
deild Háskóla Íslands við stofnun Háskólans
árið 1911. Þannig skapaðist grundvöllur fyrir
mótun og uppbyggingu kennslu og rannsókna
í íslenskri lögfræði sem meðal annars stuðlaði
að því að embættismenn í landinu, þar á meðal
dómarar, hefðu íslenskt lagapróf. Segja má að
það hafi verið rökrétt skref í átt til fullveldis og
um leið mikilvæg forsenda þess að flytja æðsta
dómsvald til íslenskrar stofnunar. Með stofn-
un Hæstaréttar samkvæmt lögum nr. 22/1919,
sem komu til framkvæmda 1. janúar 1920, var
æðsta dómsvald í íslenskum málum flutt frá
Hæstarétti Danmerkur til Hæstaréttar Ís-
lands. Eins og segir í upphafsgrein laganna:
„Stofna skal hæstarjett á Íslandi, og er dóms-
vald hæstarjettar Danmerkur í íslenskum mál-
um jafnframt afnumið.“ Varla þarf að koma á
óvart að Einari Arnórssyni, sem þá var alþing-
ismaður og prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands og síðar dómari við Hæstarétt Íslands,
hafi verið falið að semja frumvarpið sem varð
lítið breytt að framangreindum lögum nr. 22/
1919. Eins má segja að það hafi verið táknrænt
að Lárus H. Bjarnason sem hafði verið skip-
aður forstöðumaður Lagaskólans 1908 og varð
síðar prófessor við lagadeild Háskólans skyldi
vera í hópi þeirra fimm manna sem skipaðir
voru hæstaréttardómarar þegar dómstóllinn
tók til starfa. Í upphafi stofnuðust því sterk
bönd á milli lagadeildar Háskóla Íslands og
Hæstaréttar, sem birtist til dæmis í því að
formlegur afmælisdagur Hæstaréttar sem við
fögnum nú og miðast við fyrsta þinghald rétt-
arins 16. febrúar 1920, hefur um áratuga skeið
verið sérstakur hátíðisdagur Orators, félags
laganema við deildina
Mikilvægur þáttur í laganámi við lagadeild
Háskóla Íslands er að tileinka sér dómafram-
kvæmd Hæstaréttar, en dómsniðurstöður
hans eru mikilvæg fordæmi sem skýra og þróa
réttinn á öllum réttarsviðum og veita löggjaf-
anum og öðrum stjórnvöldum aðhald og leið-
beiningu. Þá þurfa laganemar að hafa vald á
réttarfari, bæði á sviði einkamála og sakamála,
og gera sér grein fyrir hverjar séu heimildir
dómstólsins, hlutverk dómara og hvernig stað-
ið er að málflutningi. Erfitt er að ímynda sér
laganám, lögfræðilegar rannsóknir eða
kennslu í lögfræði án þess að hafa tileinkað sér
ákveðna færni í að greina forsendur og nið-
urstöður Hæstaréttar í dómsmálum. Kenn-
arar og nemendur heimsækja dómstólinn iðu-
lega, einkum þegar athyglisverð og
stefnumarkandi mál eru flutt fyrir réttinum.
Það er ávallt sérstök upplifun fyrir laganema
að hlýða á málflutning fyrir Hæstarétti, enda
starfsemin og umgjörðin formföst og virðuleg
og rósemdin hvílir yfir hlýlegri byggingu rétt-
arins og réttarsölum.
Óhætt er að fullyrða að tengsl Hæstaréttar
Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands hafi
verið mikil og margvísleg í gegnum tíðina og
afar gefandi. Fjölmargir akademískir starfs-
menn deildarinnar hafa verið skipaðir dóm-
arar við Hæstarétt Íslands og þannig flutt með
sér djúpa fræðilega þekkingu inn í raðir dóm-
ara á nær öllum sviðum réttarins. Má þar
nefna auk Einars Arnórssonar og Lárusar H.
Bjarnasonar í árdögum dómstólsins eins og
fyrr var nefnt, meðal annars Ármann Snæv-
arr, Arnljót Björnsson, Eirík Tómasson, Guð-
rúnu Erlendsdóttur, Magnús Torfason, Mark-
ús Sigurbjörnsson, Pál Hreinsson, Viðar Má
Matthíasson, Þór Vilhjálmsson, Þorgeir Ör-
lygsson og Þórð Eyjólfsson. Til skamms tíma
voru prófessorar í lögum meðal lögbundinna
varadómara við Hæstarétt. Hæstaréttardóm-
ararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson,
gegna til viðbótar dómarastarfinu akademísku
hlutastarfi við lagadeild. Nokkrum fyrrver-
andi hæstaréttardómurum hefur verið veitt
heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskól-
ans. Þessu til viðbótar hafa starfandi og fyrr-
verandi dómarar Hæstaréttar, í gegnum tíð-
ina, iðulega tekið þátt í kennslu ýmissa
námsgreina við lagadeild, verið prófdómarar í
mörgum námsgreinum ásamt því að taka sæti
dómara í málflutningskeppnum laganema. Allt
þetta skiptir miklu máli í þjálfun laganema til
að takast á við fjölbreytt lögfræðistörf, þar
með talið innan dómstólanna eða sem málflytj-
endur, auk þess að styrkja innra starf laga-
deildar að öðru leyti. Hafa dómarar við Hæsta-
réttar með öllum þessum störfum sínum í þágu
lagadeildar því veitt deildinni mikilvægan fag-
legan stuðning í 100 ár.
Hæstarétti Íslands og starfsmönnum hans
eru færðar bestur árnaðaróskir á þessum
tímamótum. lagadeild Háskóla Íslands væntir
þess að hið góða samstarf og samskipti sem
deildin hefur átt við Hæstarétt Íslands á lið-
inni öld haldi áfram til framtíðar.
Hæstiréttur Íslands
og lagadeild
Háskóla Íslands
Ljósmynd/Háskóli ÍslandsAðalheiður Jóhannsdóttir,
forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Lagadeild Háskóla Íslands er um margt samofin sögu Hæstaréttar og kynnast nemendur dómstörfum.
Eftir Hervöru Þorvaldsdóttur,
forseta Landsréttar
H
æstiréttur Íslands fagnar aldarafmæli
sínu og það er full ástæða til þess að
samfagna réttinum á þessum miklu
tímamótum. Íslenskt þjóðfélag hefur
tekið stakkaskiptum á starfstíma réttarins. Ís-
lensk heimastjórn var ekki gömul þegar tekið
var að vinna að stærsta formlega skrefinu í átt
til þess að taka yfir fyrirsvar allra meginmála
ríkisins með samningi við Danmörku um full-
veldi landsins og þeim samningi fylgdi vegvísir
að því hvernig lokaskrefið skyldi stigið, stefndi
hugur og þjóðarvilji til þess, sem varð, góðu
heilli þótt aðstæðurnar gæti enginn séð fyrir;
Danmörk hersetin, heimsstyrjöld hafði geisað í
nokkur ár og Ísland reyndist ekki eins langt frá
heimsins vígaslóð og skáldin bundu vonir við.
Ísland hafði aðeins státað af fullveldi í örfá
misseri þegar íslenskur Hæstiréttur var tekinn
til starfa og tilkoma réttarins var þýðingarmik-
ill áfangi á leið landsins á vit nýrra tíma, og um
leið heitstrenging um að allar þær kvaðir og öll
hin mikla ábyrgð sem fullveldi ríkis fylgja
skyldu menn axla af fullum styrk og alvöru og
gefa engan afslátt þótt ytri vanefni nýfrjálsrar
þjóðar væru vissulega til staðar.
Landsmenn voru á sama tíma minntir ræki-
lega á það að um sumt yrðu þeir enn og um alla
tíð að slást við óvænt ofurefli erfiðra skilyrða.
Kötlugos, frostavetur og hin miskunnarlausa
spænska veiki, sem lagðist á marga og ekki síst
ungt fólk sem varð margt undir í baráttu við
pestina. Svo ekki voru þetta endilega upplagðir
tímar fyrir stórvirki manna.
En nú öld síðar er alþjóðlega viðurkennt að
Ísland sé komið í fremstu röð ríkja, og er þá
nánast sama á hvaða mælikvarða er horft. Og
þjóðfélagsgerðin hefur heldur betur breyst, er
bæði fjölbreytt og flókin. Leikreglunum, sem
nú gilda í landinu um stórt og smátt, hefur
fjölgað mjög og regluverkið þenst út, svo mörg-
um þykir nóg um. Stundum er fullyrt að land-
inn sé þrætugjarn og fylginn sér um sinn rétt.
Hvað sem um það má segja þurfa úrræðin til að
leysa úr efnislegum deilum og árekstrum við
réttarreglur að vera ljós, og fallin til þess að
skapa traust á vönduðum niðurstöðum þannig
að langflestir uni úrslitum bærilega, þótt seint
taki allir vel dómum sem þeim þykir halla á
sinn málstað. En skapi dómskerfið traust til
lengri tíma unir þjóðin sem heild bærilega
málalokunum og einnig flestir þeir ein-
staklingar sem undir urðu, þegar tímar líða frá.
Hæstiréttur Íslands hefur löngum átt loka-
orðið, þótt aldrei hafi öll mál aðila átt skilyrð-
islausa kröfu til að ganga þangað til dóms.
En það á við um mörg meiriháttar mál, hvort
sem þau eru einkaréttarlegs eðlis eða á sviði
opinbers réttar, einkum áður ódæmd álitaefni.
Svo var loks komið þegar aldarafmæli
Hæstaréttar nálgaðist að málafjöldinn, sem til
hans gat með réttu farið, var að verða óviðráð-
anlegur. Því var ráðist í kerfisbreytingu á
dómskerfinu og um það náðist bærileg sátt og
má segja að hún hafi náðst í gegn á tiltölulega
skömmum tíma. Áfram á Hæstiréttur lokaorðið
þótt mál hafi þá þegar gengið í gegnum tvö
dómstig og málum sem til hans berast hafi af
þeim sökum fækkað verulega. En óhætt er að
fullyrða að viðfangsefni réttarins séu um margt
jafn mikilvæg og áður þótt málafjöldinn hafi
skroppið saman, eins og að var stefnt með
breytingunum. Engin ein fullyrðing fengi sam-
þykki allra í þessu landi. En ég leyfi mér að
halda því fram á þessu aldarafmæli Hæsta-
réttar Íslands að hann hafi reynst sú stofnun
sem að var stefnt í upphafi. Hann hafi risið und-
ir þeim verkefnum sem honum voru falin og
þótt umfangið yxi ár frá ári og þungi vinnunnar,
sem að hluta til var mætt með fjölgun dómara,
kiknaði rétturinn aldrei undan álaginu og lauk
jafnan hverju dagsverki sínu af ábyrgð og
festu.
Landsréttur skynjar vel sína miklu ábyrgð
sem því fylgir að veita lokasvar í mjög stórum
hluta þeirra mála sem til dómstólanna ratar.
Ég veit að ég tala fyrir munn allra dómara rétt-
arins þegar ég færi hugheilar kveðjur til
Hæstaréttar á hátíðarstundu og það fylgir því
öryggi fyrir almenning í landinu og fyrir hin
dómstigin tvö að til atbeina Hæstaréttar getur
enn komið þegar ástæður kalla á það. Hann
veitir þá lokaúrskurð eins og áður og um leið
varðar hann með þeim ákvörðunum veginn sem
héraðsdómstólar og Landsréttur fylgja.
Heillaóskir og kveðjur frá Landsrétti,
dómurum hans og öðrum starfsmönnum
Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar.