Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Qupperneq 13
landi og allt í einu vildi Mikki Mús vera vinur okkar!“ segir Jónas. Munaðarlaus börn á Grænlandi Þættirnir eiga sem fyrr segir að gerast á Grænlandi en þangað höfðu vinirnir aldrei komið. „Við vorum fljótir að fatta að það væri lítils- virðing og hreinlega bara dónaskapur að skrifa um þjóðfélag í landi sem við höfðum ekki heim- sótt. Þannig að við ákváðum að fara til Græn- lands. Okkur var boðið til Uummannaq, sem er bær á norðvesturströnd Grænlands. Þar kynntumst við konu sem rekur munaðarleys- ingjahæli og þangað fórum við með hljóðfærin til að spila fyrir börnin,“ segir Jónas. „Við vorum þarna í janúar og þegar við ætl- uðum heim kom stormur. Og við sátum fastir þarna lengi! Ég varð þrítugur þarna, þrett- ánda janúar. Birkir 29 ára þann fjórtánda. Krakkarnir bökuðu fyrir okkur og héldu veislu og þetta var eftirminnilegasta afmæli sem ég hef átt,“ segir Jónas. „Jónas var engu að síður búinn að bjóða til mikillar veislu heima. Það var fólk mætt alla leið frá Noregi,“ segir Birkir. „Já, það var svaka partí en ég komst ekki sjálfur,“ segir Jónas og hlær. „Við fórum svo oftar til Grænlands með Hróknum en þessi ferð og það að vera þarna á þessu munaðarleysingjahæli hafði djúpstæð áhrif á okkur báða. Sem dæmi þá hætti Jónas í vinnu sinni stuttu seinna. Það breyttist ein- hvern veginn lífssýnin.“ Myrkfælni í draugahúsi Þið þraukuðuð báðir í gegnum drepleiðinlega lögfræði, að ykkar sögn, og enduðuð báðir í handritsgerð að sjónvarpsseríum. Eruð þið búnir að finna ykkar hillu? „Já, á meðan við fáum að vera á þessari hillu erum við mjög ánægðir!“ segir Jónas og Birkir er hjartanlega sammála. „Og ég finn hvað ég er tilbúinn að leggja mikið á mig til að fá að stússast í þessu áfram. Því hinn möguleikinn er einhvern veginn að gráta ofan í lögfræðibók,“ segir Birkir. „Svo erum við ógurlega heppnir að hafa átt hvor annan að í þessu; þá er maður ekki einn,“ segir Jónas. „Við erum orðnir óvenjugóðir og nánir vinir. Það er virkilega dýrmætt traust á milli okkar,“ segir Birkir. Nú eru þið báðir Ingólfssynir, halda ekki sumir að þið séuð bræður? „Jú, allir nema þeir sem halda að við séum hjón,“ segir Birkir. „Já, það hefur gerst ítrekað á fundum er- lendis að þegar sést sama eftirnafn þá er pönt- uð hjónasvítan fyrir okkur. Og það hefur stundum verið hvíslað að okkur þegar við er- um að innrita okkur á hótel, „sko, þetta er al- veg frjálslynt hótel, þið megið vera saman í herbergi“, segir Jónas. „Þá segi ég alltaf, já, takk fyrir. En Jónas vill það ekki. Ég er nefnilega myrkfælinn. Jón- as hefur ekki alveg skilning á því,“ segir Birkir og Jónas hlær dátt. „Það var sérstaklega erfitt á Grænlandi því þegar dvölin þar var hálfnuð komst ég að því að við værum í draugahúsinu í bænum. Og eft- ir það svaf ég eiginlega ekkert. Draugar eru eitt, en grænlenskir draugar eru ógnvekjandi á allt öðru kalíberi.“ Klúðraði afmælisgjöfinni Hvað er framundan? „Við vorum gríðarlega þreyttir eftir þessa miklu keyrslu en nú er neistinn og starfs- þrekið að koma aftur. Við erum að kasta upp boltum fyrir nýjar hugmyndir. Mögulega vinnum við að seríu tvö af Ráðherranum eða af Thin Ice, en ekkert er enn ákveðið í þeim mál- um,“ segir Birkir. „Svo var Jónas að eignast barn; litla stúlku,“ segir Birkir. „Hún heitir Góa Björk; Góa eftir móður minni og Björk eftir Birki,“ segir Jónas. „Ég hefði aldrei trúað hvað mér þótti það fallegt,“ segir Birkir. Áður en við sláum botninn í samtalið spyr blaðamaður hvort þeir eigi ekki góða sögu af settinu á Thin Ice. Birkir heldur það nú. „Það fyrsta sem ég gerði á setti fór úrskeið- is. Tökur hófust einmitt á afmælisdegi mínum, 14. janúar. Jónas gaf mér þá afmælisgjöf að ég fengi að segja „action“ í þessari allra fyrstu töku. Hann hafði talað við leikstjórann og komið því í kring. Leikstjórinn kom til mín og sagði að sér fyndist heiður að geta veitt mér þá afmælisgjöf. Hjartað á mér sökk í buxurnar af stressi. Svo var mér stillt upp með action- spjaldið. Það voru þarna tugir manns að horfa. Svo gaf hún mér merki að segja action. Ég reyndi að segja „action“ en það kom ekkert. Smá svona lágt „ahhss …“ og ekkert meir. Það heyrði þetta enginn. Svo þarna stóð bara heilt, rándýrt, hundrað manna „crew“ í biðstöðu þar til aðstoðarleikstjórinn kom hlaupandi, ruddi mér frá og hrópaði „action“. Þetta er allt til á filmu, afmælisgjöfin mín sem ég klúðraði. Stórstjörnur að horfa. Takk fyrir pent.“ Morgunblaðið/Ásdís Sænska stjarnan Lena Endre leikur í Thin Ice sem á að gerast á Grænlandi. Hér er hún við tökur en flestar fóru þær fram í Stykkishólmi. Serían er frumsýnd á Íslandi þann 16. febrúar. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir 9.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.