Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 18
Mjög algeng spurning áþessum fyrstu vikumnýs árs. Til er svolítið sem heitir á ensku „trend for- ecast“ – það sem við getum sagt að sé að lesa í framtíðina þegar kemur að hönnun í víðum skilningi og sjá hvað tíðarandi og samfélag ætti að vilja! Þetta er áhugavert fag innan hönnunargeirans og miklu djúpstæðara og margþætt- ara en fólk getur ímyndað sér. Hér er ekki verið að kafa grunnt í hlut- ina, heldur lesa í endalausa þætti í umhverfi og hegðun. Ekkert sem lærist í skóla, heldur miklu frekar fag fyrir forvitið fólk, fróðleiksfúst, áhugasamt um mannlega tilveru, næmt og skynugt. Í svona framtíðarsýn er ekki verið að skapa eða finna upp hin sk. „trend“ – það er verið að lesa í áherslur í umhverfi okkar, menn- ingu, neyslu og hegðun, rýna í og ákvarða líftíma. Láta vita af því hvert stefnir og út frá því vinna fyrirtæki, og hönnuðir þeirra, sem skapa og framleiða yfirleitt tvö ár fram í tímann. Þarna er notast við upplýsingar sérfræðinga til að vinna með framtíðina, sem skilar sér síðan til okkar í nútíðinni! Fegurðin er ekki lítillækkuð með þessum hætti, þvert á móti, því „trend“ hafa í raun sjálfstæðan vilja og það sem er fallegt og gildi fegurðar þróast alls óháð því hvað á að verða vinsælt og söluvænlegt. Fegurðin þróast í hjarta og ímynd- unum þeirra sem eru skapandi, í náttúrunni, menningunni og lífinu sjálfu. Það getur enginn lítillækkað hana. Tískan, „trendin“, er því tíð- arandinn og það er á valdi hvers og eins að velja úr henni eftir eigin smekk, gera að sínu. Smekkur er í raun sama og stíll og stíll er alls óháður tísku. Það sem við tökum úr tískunni á að samsama okkar smekk á þeim forsendum að end- ast og verða hluti af heildar- umhverfi. Ekki lifa í nokkrar vikur eða mánuði og hverfa svo úr hill- unni. Það er líka þvert á móti hugsunin að baki þeirri miklu vinnu sem „framtíðarlesarar“ leggja í starf sitt og byggist að stærstum hluta upp á því um þess- ar mundir að huga að umhverf- ismálum, umhverfisspori, end- urnýtingu, gæðum og vönduðu verki. Myndirnar sem fylgja hérna með eru af íbúð í Kaupmannahöfn sem ég held rosalega mikið upp á. Íbúðin er til skammtímaleigu og heitir The Apartment Recidence og er hluti af versluninni The Ap- artment, en hún er í fallegu húsi í borginni. Það er meira um að ræða gallerí en verslun en einnig er net- verslun og „pop-up“-verslun í gangi. Yfirbragðið er einstakt og ber sterkt merki eigandans en hef- ur yfir sér stíl og stemningu sem má tengja við greinina. Um er að ræða vel valda hluti sem látnir eru passa saman óháð útliti, aldri, lit og formi og munu endast og eldast saman. Hvað ber 2020 í skauti sér þegar kemur að innanhússhönnun? Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og eigandi vefsins Home and Delicious rýnir í 2020 og veltir fyrir sér hvað árið muni færa okkur. Halla Bára Gestsdóttir hallabara@hallabara.com Halla Bára Gestsdóttir eigandi vefsins Home and Delicius. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Hér mætast bleikur legubekkur og bláir veggir. Grænn marmari er alltaf fallegur. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 LÍFSSTÍLL FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.