Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 22
Stofnendur og stjórnarmenn Dickenbauch eigast við, Brynjólfur Klinsmann til vinstri og Björgvin Tor-Mann Kahn í miðið. Til hægri er svíperinn Andri Schürrle. Breitner finnurMagath á miðj-unni. Hann út á hægri kantinn á Litt- barski sem tekur á rás framhjá felmtri slegn- um bakverðinum og gef- ur hárnákvæmt fyrir mark- ið beint á kollinn á Rummenigge sem skilar knettinum með bravúr í netið. Svo sem hans er von og vísa. Þótt ótrúlegt megi virðast erum við ekki stödd á landsleik með vestur- þýska karlalandsliðinu snemma á ní- unda áratugnum heldur á æfingu ís- lenska bumbukarlafélagsins Dicken- bauch Sportverein GmbH í Fífunni í Kópavogi í ársbyrjun 2020. Fyrir þá sem eru að heyra um það ágæta félag í fyrsta skipti þá er um að ræða samfélag liðugra karla sem hefur tvíþætt markmið; að stuðla að knattspyrnufegurð og vexti þýskrar menningar. Og færri komast að en vilja enda slagorð félagsins einfalt: Keine Amateure. Echte Profis. Enginn er gjaldgengur í Dicken- bauch öðruvísi en að hafa hlotið þýskt eftirnafn. Þannig sest ég niður fyrir æfinguna með stjórnarmönnunum og stofnendunum Brynjólfi „Klins- mann“ Eyjólfssyni og Björgvini Þór „Tor-Mann Kahn“ Björgvinssyni og Rúnari „Rummenigge“ Höskulds- syni, sem lengi hefur átt aðild að fé- lagsskapnum. Sá síðastnefndi hefur raunar aldrei verið almennilega ánægður með sitt nafn. „Ég á auðvit- að að vera Beckenbauer,“ trúir hann mér fyrir, „en það var því miður frá- tekið.“ Gündogan varð Hasselhoff Í lögum félagsins kemur fram að þýsk eftirnöfn skuli ákvarðast af ein- hverju af eftirfarandi: Útlitslegum þáttum svipar saman, knattspyrnu- legum einkennum, nafni eða öðru sem stjórn þykir sniðugt. Sjaldgæft er að skipt sé um nöfn á leikmönnum en það hefur þó komið fyrir. Þannig var nafni Vilhjálms Gündogans breytt í Vilhjálm Hassel- hoff eftir að yngismeyjar gerðu aðsúg að kappanum á knæpu. Svo er það „slátrarinn“, Hörður Schlachter, sem vann sér inn nafnauka eftir að honum mistókst að kveikja í þrettánda- brennunni á Ægisíðunni í byrjun árs- ins. Hann heitir nú Hörður Schlach- ter-Brandt. Nema hvað? Dickenbauch Sportverein var formlega stofnað 27. janúar 2007. Brynjólfur var þá nýfluttur heim frá útlöndum og langaði að koma á fót knattspyrnuhópi. „Ég gerði liðs- könnun innan gamla vinahópsins úr Kópavogsskóla og sex menn skráðu sig í fyrsta tímann sem fram fór í Ing- unnarskóla,“ rifjar hann upp. Sá sem skráði sig af mestum ákafa, Jón Hitzlsperger, mætti raunar ekki í tímann, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Er hann upp frá því heiðursfélagi og goð- sögn í félaginu en þess má geta að Jón Hitzlsperger hefur aðeins tekið „Die Mannschaft“ klárir í slaginn. Bundesrepublik Deutschland að ofan og Deutsche Demokrat- ische Republik að neðan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þar sem kviðfita er dyggð 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 LÍFSSTÍLL Aðeins er eitt dæmi um að leik- maður hafi sjálfur fengið nafni sínu breytt í sögu Dickenbauch. Fékk sá lögmann í lið með sér, eins og bréf- ið hér að neðan gefur til kynna. „Efni: Beiðni um nafnabreytingu á grundvelli laga um knattspyrnu- nöfn nr. 45 - 17. maí 1996, 4. grein liður D65: Berist til: Björgvins Kahn og Binna Klinsmann. Liebe Herr Kahn, und Klins- mann. Með bréfi þessu (Mandat) fer umbjóðandi minn, Sváfnir Sig- urðarson fram á tafarlausa breyt- ingu á nafni því (Ziege), sem hon- um hefur verið úthlutað af stjórn Dickenbauch (Vorsitzender des Vorstands). Það þykir hafið yfir skynsamleg- an vafa að æ síðan umbjóðandi minn hreppti verðlaun fyrir ástundun og framfarir (Streben nach Fortschritt) í 5. flokki ÍK árið 1979 hefur einkennandi stíll hans á knattspyrnuvellinum verið dreng- lyndi og yndisþokki, auk þess sem það er samdóma álit málsmet- andi sérfræðinga innan knatt- spyrnuheimsins (sjá viðhengi:Fuß- ball und Kunst, e. Karlheins Helmut Förster) að nálgun hans hafi alla tíð verið léttleiki og fágun (Ästhetik) samkvæmt orðanna hljóðan. Því sé allur samanburður við bakvörðinn sem sparkar í knöttinn með vinstri fæti og hefur oftar en tölu verður á komið gerst sekur um refsiverð tískuslys (das mode unfall) (s.s. eins og að aflita á sér hárið) algerlega úr lausu lofti gripinn. Umbjóðandi er reiðubúinn að falla frá fjárkröfum ef gengið verður að þessari ósk, þrátt fyrir umtalsvert tilfinningalegt tjón sem nafnbótin hefur sannarlega valdið (sjá viðhengi, mat sálfræðings Horsts Tapperts cand psych. við háskólasjúkrahúsið í Mannheim). Að öðrum kosti verður málið rekið fyrir dómstólum. Virðingarfyllst Günter Wallraff (Rechtsanwalt) Lögfræðistofa Schults, Schults, Jürgen und Klaus.“ Stjórn Dickenbauch féllst á rök- semdirnar og heitir leikmaðurinn nú Sváfnir Schuster. Tafarlaus breyting á nafni  Knattspyrnufélagið Dickenbauch Sport- verein GmbH, sem er með varnarþing í Kópavogi, hefur tví- þætt markmið; að stuðla að knattspyrnu- fegurð og útbreiðslu þýskrar menningar. Stjórn félagsins heldur ítarlegt bókhald í þeim fróma tilgangi að nið- urlægja liðsmenn sem allir bera þýsk ætt- arnöfn – sem stjórnin þröngvar upp á þá. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.