Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 28
BÍÓ Sáralítið er um kvikmyndir í Hollywood þar sem svartar konur skrifa handrit og leik- stýra. Þess vegna fagna margir einni slíkri, Ljósmyndinni eða The Photograph eftir hina kanadísku Stellu Meghie, sem frumsýnd verður í næstu viku. Um er að ræða róman- tíska mynd um konu, sem Issa Rae leikur, sem finnur gamla ljósmynd af móður sinni heitinni ásamt dularfullum manni. Forvitni vaknar að vonum og fær hún blaðamann, leikinn af LaKeith Stanfield, í lið með sér og heillast hann af málinu – en þó meira af kon- unni sem leitaði til hans. The Photograph er fjórða kvikmyndin sem Meghie gerir. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 LESBÓK Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: BERGLIND GUÐRÚN BERGMANN Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is MÁLMUR Ekki jukust líkurnar á því að upprunalegir meðlimir bras- ilíska málmbandsins Sepultura komi saman á ný eftir að Gloria Cavalera, eiginkona og umboðsmaður Max Cavalera, sem hætti í bandinu 1996, hellti sér yfir núverandi söngvara, Derrick Green, á samfélagsmiðlum í vikunni. Tilefnið var viðtal við Green á hlaðvarpinu Scars And Guitars, þar sem hann kvaðst ekki nenna að dvelja í fortíðinni og að sumir ættu greinilega erfitt með að halda áfram með líf sitt. Gloria tók þetta greinilega til sín, skammaði Green eins og hund og bætti við að Max og Iggor bróðir hans hefðu engan áhuga á að koma aftur fram með Sepultura. „Hoppaðu upp í rassgatið á þér. Max og Iggor hafa aldrei talað um endur- fundi. Hvers vegna heldurðu að þeir hafi hætt?“ Ertu að Greenast? AFP Dularfull ljósmynd af mömmu Issa Rae leikur aðalhlutverkið. AFP Danny Trejo er númer eitt á lista. Hefur látist 65 sinnum ANDLÁT Danny Trejo er sá leikari sem látist hefur oftast á hvíta tjald- inu eða skjánum; hvorki meira né minna en 65 sinnum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breska blaðið The Independent greinir frá. Á hæla honum kemur gamla kemp- an Christopher Lee með 60 andlát á hvíta tjaldinu eða skjánum og verða þau ekki fleiri þar sem Lee féll sjálfur frá árið 2015. Hann var efst- ur á listanum síðast þegar hann var tekinn saman. Í þriðja sæti er Lance Henriksen með 51 dauðsfall, Vincent Price „sálaðist“ 41 sinni á sínum ferli, eins Dennis Hopper og Boris Karloff. Þá gaf Fílamaðurinn sjálfur, John Hurt, upp öndina 39 sinnum í kvikmyndum. Þegar fjórir síðhærðir piltar úrfásinninu í Birmingham áEnglandi gengu inn í Regent Sound-hljóðverið í Lundúnum haustið 1969 benti fátt til þess að þeir væru að fara að taka upp breið- skífu sem ætti eftir að breyta rokk- inu um aldur og ævi. Hvaða erindi eiga menn með nöfn á borð við Ozzy og Geezer upp á dekk? spurðu við- staddir sig og glottu við tönn. Tony og Bill voru þarna líka. Enginn þeirra hafði í annan tíma komið inn í hljóðver, hvað þá tekið þar upp, og þegar þeim var tjáð að þeir hefðu einn dag til að taka plöt- una upp þóttust þeir hafa himin höndum tekið – það væri heil eilífð. Bandið var stofnað 1968 til að spila blúsrokk og hét upprunalega Polka Tulk Blues Band en því var fljótlega breytt í Earth sem söngvarinn, téður Ozzy, hafði skömm á. Ekki var útlit fyrir að bandið yrði langlíft þegar gít- arleikarinn, Tony Iommi, hvarf á braut í desember 1968 til að spila með Jethro Tull. Ekki gekk rófan þar og Iommi sneri aftur til Jarðar mánuði síðar. Earth spilaði grimmt fram eftir árinu 1969, mest efni eftir aðra, en smám saman safnaðist frumsamið efni í sarpinn. Þá þurfti að breyta nafninu Málmurinn fimmtugur Þungarokkið er komið á miðjan aldur en á fimmtudaginn verður hálf öld liðin frá því að fyrsta breiðskífa Black Sabbath kom út en hún er jafnan talin fyrsta þungarokksplatan. Umsagnir voru alls ekki góðar í fyrstu en áhrifin gríðarleg. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Black Sabbath 2011: Bill Ward, Ozzy Osbourne, Geezer Butler ogTony Iommi. AFP Black Sabbath var frá upphafi spyrt við djöfladýrkun og gekk illa að þvo þann stimpil af sér. Hefur það með drungann og þungann á fyrstu plötum sveitarinnar að gera – og textana upp að vissu marki. Hirðskáldið Geezer Butler hefur viðurkennt að hafa sem ungur maður haft áhuga á djöfladýrk- un sem fyrirbrigði enda alinn upp í ströngum kaþólisma og trúði á kölska og gengst við því að hafa lesið bækur eftir Aleister Crowley, Dennis Wheat- ley og fleiri. Hætti því þó snarlega eftir að Ozzy Osbourne lánaði honum bók um sextándu aldar svartagaldur sem hann mun hafa stol- ið. Eina nóttina vaknaði Butler við það að honum fannst svartur skuggi vera við rúmgaflinn – og hafði illt í huga, að því er virtist. But- ler rauk þá fram til að henda téðri bók úr hillunni en hvað var a’tarna? Hún var horfin. „Eftir þá reynslu kom ég ekki nálægt þessu. Þetta hræddi úr mér líftóruna,“ rifjaði hann upp löngu síðar. Svartur skuggi við rúmgaflinn Aleister Crowley Derrick Green, söngvari Sepultura.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.