Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 32
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2020 Skeifunni 8 Sími 588 0640 casa.is Borðstofuborð DESALTO SKIN Hönnun: Marco Acerbis NAVER COLLECTION PLANK GM3200 Hönnun: Nissen & Gehl KNOLL INTERNATIONAL TULIP Hönnun: Eero Saarinen RODAM PASSION Hönnun: Designschneider Berlin DEXO COCOON Hönnun:Tonetti design Stuttmyndina Volcano Lines má finna á Vimeo og hefur hún nú þegar farið á flug erlendis að sögn Víðis Björnssonar kvik- myndatökumanns. Fylgdi hann snjóbrettakappanum Rúnari Pétri eftir og er myndin samstarfsverkefni þeirra félaga. „Þetta byrjaði sem tilraun en svo vorum við svo ánægðir með efnið að úr varð að gera þessa mynd,“ segir Víðir sem segir myndina vera um „free ride“-snjóbrettamennsku, sem þýðir að renna sér niður utan almennra skíðasvæða. „Okkur langaði að gera öðruvísi snjóbrettamynd en aðrir hafa gert og skutum hana því að vori til þegar sést í meira landslag,“ segir Víðir. Í myndinni má sjá mikla náttúrufegurð á Austfjörðum og Tröllaskaga og vildi Víðir vekja athygli á náttúrunni. „Við vorum í raun að skreyta náttúruna með snjóbretta- rennslinu.“ Í myndinni blasir við nátt- úrufegurð landsins en hún er tekin upp á Aust- fjörðum og á Tröllaskaga. Ljósmynd/Rowan Náttúra og snjóbretti Snjóbrettakappinn Rúnar Pétur er stjarna myndarinnar Volcano Lines. Ljósmynd/Domi Í vikunni kom út snjóbrettamyndin Volcano Lines með snjóbretta- kappanum Rúnari Pétri. Sú var tíðin að skipafréttir voru algengar í íslenskum dagblöðum enda þótti gjarnan fréttnæmt hverjir voru að koma eða fara frá landinu. Í Morgunblaðinu 9. febrúar 1940 var frétt þess efnis að Goðafoss hefði komið deginum áður úr Ameríkuferð. Hafði skipið verið tólf daga á leiðinni frá New York. Skipið mun hafa fengið gott veður en varð að fara heldur sunnar en áður, svo- kallaða djúpleið, þar sem búast mátti við ís á nyrðri leiðinni. „Með Goðafossi voru aðeins tveir farþegar, Halldór Kjart- ansson, kaupmaður og Mr.Tay- lor. Mr. Taylor er ungur rithöf- undur, sem ætlar að skrifa um Ísland. Vill hann helst komast á gott sveitaheimili yfir vetrartím- ann, því hann mun hafa í hyggju að skrifa um lífið á íslenskum bóndabæ að vetrarlagi,“ sagði í fréttinni. Ennfremur kom fram að Goðafoss hefði verið fullfermdur af vörum. Um 200 smálestir af mjölvöru komu með skipinu og einnig mikið af járni alls konar, t.d. var mikið af efni í stáltunnur. Goðafoss var réttan mánuð í vesturferðinni. GAMLA FRÉTTIN Amerískur rithöfundur í Reykjavík Þýskur kafbátur sökkti Goðafossi árið 1944, á heimleið frá New York. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kate Winslet leikkona Elísabet Ormslev söngkona Adele söngkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.