Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 B orgarstjórn Reykjavíkur ákvað á sín- um tíma, undir forystu borgarstjór- ans Birgis Ísleifs að gera myndarlegt átak til að afmarka og styrkja græn svæði og mynda þar skjól og eftir at- vikum tjarnir, rjóður með bekkjum og fögrum myndverkum og hafa þar aðlaðandi starf- semi og ekki frekjulega sem félli vel að hinni nýju umgjörð. Þetta var nokkru áður en svona mál komu í tísku. Þessar hugmyndir fengu vinnuheitið „Græna byltingin“. Á grundvelli þessa kom það síðar í hlut bréfritara að stofna til Húsdýragarðs og svo að auka við hann öðru sem gæti farið vel með. Það mál fékk skrítið andóf frá vinstrimönnum, sem er óþarfi að minna þá á nú. Umhverfiselskan blekkingarhjal Þeir þóttust hins vegar á þessum árum vera fremri öðrum í umhverfi og húsavernd og tengdum málum. Þegar þeir komust síðar í meirihlutaaðstöðu kom þó fljótt á daginn að ekkert var meint með slíku tali. Hvar sem þeir þora veitast þeir að grænum svæðum og ganga erinda braskara gegn þeim. Margt af slíku verður seint aftur tekið. Gamli bærinn er á hraðri leið út í óleysanlegar ógöngur eins og Bolli Kristinsson og félagar hafa bent rækilega og réttilega á. Borg- arstjórinn lætur eins og hann frétti jafnan síðastur allra manna innan borgarmarkanna það sem aflaga fer. Það er óþarfi að halda að það sé tómt skrök. Venjulegir borgarbúar hafa nánast engin tök á að bera mál sín upp við borgarstjórann og er mikið breytt frá því bréfritari tók aldrei á móti færri en 50 mönnum í almennt viðtal í viku hverri. Á engu græddi hann meir um þróun borgarinnar og afstöðu og til- finningu borgarbúa. Ekkert annað réð meiru um að hann og flokkur hans fengu rúm 60% atkvæða þeirra í þriðju og síðustu kosningu hans þar vorið 1990. Nú eiga braskararnir einir þann aðgang að borgarstjór- anum sem borgarbúar höfðu áður. Ríki og borg samtaka Forsætisráðherrann stendur fyrir því, í góðri sátt við borgarstjórann að klessa steypukumbalda í stíl við aðra sem nú hrannast upp á þessum slóðum utan í eitt elsta og frægasta hús Reykjavíkur, Stjórnarráðs- húsið sjálft, sem verðskuldar af öllum ástæðum, for- tíð, sögu og helgun af öðrum gildum ástæðum að ekki sé gengið nærri því af þeim brussuskap sem gert er núna. Húsverndarsinnar og umhverfisgúrú sem voru á hverri þúfu í tíð sjálfstæðismanna virðast allir eiga sameiginlega skrifstofuaðstöðu með vaxmyndunum góðu sem eru geymdar þar sem enginn má sjá til. Við getum flest séð fyrir okkur æsinginn og stóryrðin sem uppi væru nú ef aðrir stæðu svo ómerkilega að verki. Það væri ekkert mál að smala þúsundum mót- mælenda með „RÚV“ „fréttastofuna“ undir og allt um kring. Varla eru menn búnir að gleyma því þegar 2.000 manns mættu niður á Lækjargötu til að mót- mæla útitaflinu þar! Þar var þó ekki um varanlegt skemmdarverk að ræða. Ráðhúsið sagði sögu Þegar bréfritari stóð fyrir því að borgaryfirvöld kæmu sér úr leiguhúsnæði á nokkrum hæðum í Nathan & Olsen-húsinu (Reykjavíkurapóteki) og byggði fagurt ráðhús hófust stórbrotin sefasjúk mót- mæli sem fjöldi manns virtist telja að væru upp á líf og dauða. Sérfræðingar í tengslum við Háskóla Ís- lands tilkynntu að Tjörnin myndi tæmast yrði ráð- húsið byggt. Aðrir ekki síðri sérfræðingar héldu því fram að ráðhúsið sem byggt væri ofan í Tjörnina gæti aldrei staðið af sér þrýsting vatns og myndi óhjá- kvæmilega fljóta um og taka svo niður skakkt og bjagað úti í miðri tjörn. Færustu sérfræðingar, sumir tengdir háskólanum, töldu óyggjandi að fuglalíf á Tjörninni myndi aldrei bíða þess bætur risi ráðhúsið. Fuglarnir myndu deyja út eða hverfa. Á dögum R-listans var hins vegar talið nauðsynlegt að láta skjóta fugla á færi og banna að gefa þeim brauð vegna offjölgunar! Allir fram- angreindir sem veifað höfðu menntun sinni og titlum Háskólans lækkuðu ekki í áliti þar innanhúss og telja sjálfir sig jafn marktæka menn eftir sem áður. Braggabagginn Braggamál borgarinnar hefur vakið svo mikla athygli vegna þess hversu auðskiljanlegt það er. Það átti að laga og lappa upp á gamlan bragga. Smámál, er það ekki? Þarna var sem sagt ekki um að ræða laskaða álmu í Versölum. Bara gamlan bragga svipaðan að stærð og sæmileg íbúð. En verkmönnum Dags tókst að koma reikningnum yfir hálfan milljarð. HÁLFAN MILLJARÐ. Og voru nástrá Dags þá ekki talin með. Í fyrstunni lét Dagur B. Eggertsson eins og hann lætur alltaf. Hann var úti á þekju. Þetta hljómaði eins og vant er einhvern veginn svona: Enginn hafði sagt honum hvar þessi braggi væri. Minnihlutinn væri að reyna að stráfella hann saklausan. En málið hefði ekkert með sig að gera, þar sem hann væri bara borgarstjóri. Menn gætu eins verið að ræða um hús- skrifli í Tasmaníu sem þeir þar hefðu verið að tjasla saman. Hvað gat það komið Degi við? Dagur hefði getað bent á að það væri nótt í Tasmaníu þótt að það væri Dagur hér. En af örlæti sínu lét borgarstjórinn, að nafninu til, þó leiðast til að lofa að þetta braggamál skyldi rannsakað. Nú, misserum og árum síðar þá kemur á daginn að Borgarskjalasafn segist ekkert hafa séð af skjölum sem ættu að fylgja málinu. Það virðist helst að ekki hafi verið gerðir neinir samningar við arkitekta, verkfræðinga og þannig fólk! Það hafi ekki verið gerðir neinir samningar við verktaka heldur eða aðra þá sem komu að verkinu. Ekki verður því betur séð en að allir þessir hafi haft sjálfdæmi um störf sín og reikninga. Dagur B. kom í viðtal við Ríkisútvarpið og sagði að svona yrði þetta ekki gert aftur. Má treysta því, spurði ekkifréttamaður „RÚV“. Hann hefði eins getað spurt hvort Dagur væri enn borgarstjóri. Dag- ur hélt nú það. „Við gerum kröfu um það!“ Rétta spurningin hefði sjálfsagt verið sú hvort þetta hefði verið almenna reglan hjá borginni í valdatíð Dags. Af hverju skyldi þetta eingöngu hafa tíðkast um bragga fyrir hálfan milljarð? Og hefði fréttamaður „RÚV“ ekki litið á sig eins og hinir þar sem einn af öftustu vörn fyrir borgarstjórann, þá hefði hann átt að árétta að reyndi borgarstjórinn að fullyrða að allt sem hann segði væri Dagsatt þá tæki enginn mark á neinu, hvorki Degi né fréttastofunni. Ef þetta hefur ekki verið almenna reglan hvernig stóð þá á því að menn gátu tekið sér hálfan milljarð við að klastra upp bragga án þess að nokkur tæki eftir því? Hvers vegna borgaði borgargjaldkeri út risafjárhæðir sem engir samningar stóðu til? Hafði Dagur rætt þessi mál við þann mann, eða sjálfan yf- irmann fjármálanna, borgarritarann? Fréttastofa hefur þá gullnu vinnureglu sjálf að öll þau vand- ræðamál sem snerta borgina, sem eru svo mörg að tárum tekur, eigi helst að daga uppi enda hefur Dagur aldrei komið nálægt neinum þeirra og ber aldrei ábyrgð. Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun? Stórmerkilegt viðtal Aldarafmæli Hæstaréttar fór fram með þeim hátíð- arbrag og virðingu sem við hæfi var. Morgunblaðið, sem er nokkru eldra en rétturinn (1913), fékk að leggja sitt af mörkum. Í tengslum við afmælishaldið voru flutt fróðleg erindi eins og var við hæfi. Þar á meðal var Mads Bryde Andersen, lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Hann er manna fróð- astur um málefni Mannréttindadómstóls Evrópu. Það er braggakúltúr víðar en hjá Möggu Reykjavíkurbréf21.02.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.