Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 18
Berglind Berndsen, innanhússarkitekt FHI, fékk það verkefni að endurhanna neðri hæð í fallegu húsi í Breiðholtinu. Dökkar innréttingar, fallegt gólfefni og veggir í mjúkum litum mætast á heimilinu. Marta María mm@mbl.is Andar betur á milli rýma í Breiðholtinu Berglind hannaði heimilið fyrir fjölskyld-una á árunum 2018-2019. „Ég tók að mér að endurhanna neðri hæð hússins, sem var komin til ára sinna og þurfti á upplyftingu að halda. Út- gangspunktur var einfaldleiki og tímaleysi,“ segir Berglind þegar hún er spurð út í áherslurnar í vinnu hennar. Hverju vildu húsráðendur ná fram? „Neðri hæðin var mjög aflokuð og dimm. Lokað anddyri, illa skipulagt baðherbergi og aflokað eldhús sem nýttist mjög illa og engin tenging var við borðstofu. Við vildum því opna anddyrið og fá þannig birtuna inn. Eins vildum við tengja saman eldhús og borðstofu og ná fram einföldu og góðu vinnufyr- irkomulagi og miklu skápaplássi. Draumurinn var að hafa stóra og góða eyju en þar sem plássið bauð ekki upp á þá dýpt hannaði ég í staðinn langa neðri einingu með aukinni dýpt til að ná þessum eyjufíling. Svo er búr- og tækjaskápurinn innst eitt best falda leyndar- mál eldhússins,“ segir hún. Eldhúsið er með stórri innréttingu og miklu skápaplássi. Innréttingarnar í eldhús- inu eru úr sprautulökkuðum aski, sem Berg- lind er sérlega hrifin af. „Leyndarmálið við askinn er að hann hent- ar einstaklega vel þegar maður sprautulakk- ar viðinn því æðarnar eru svo stórar og dramatískar. Á móti notaði ég hvítan carrara- marmara, sem er ofboðslega fallegur.“ Í eldhúsinu er risastór skápaveggur. Þegar Berglind er spurð að því hvað sé í þessum skápavegg spyr hún einfaldlega á móti: „Hvað er ekki í honum?“ „Það er einfaldlega allt til alls. Ég er með stóran tækja- og búrskáp, auka búrskápa, ofna og leirtausskáp sem nýtist fyrir daglegt leirtau og fyrir borðstofuna,“ segir hún. Veggurinn á móti stóra skápaveggnum er einfaldur. Einn gluggi er á þeim vegg og setti Berglind léttar hillur. Þær koma frá VIPP, sem er danskt hönnunarfyrirtæki sem er einna þekktast fyrir ruslafötur sínar. Í hillunum er pláss fyrir smá skraut sem skap- ar stemningu og gerir eldhúsið heimilislegt. Á hæðinni eru sérlega fallegar flísar sem koma frá versluninni EBSON. Það er léttur marmarafílingur í flísunum sem passar vel við Carrera-marmarann í eldhúsinu. Flís- arnar eru þó örlítið grófar og passa vel við byggingarstíl hússins. Nú mætast stofa og forstofa á heillandi hátt. Segðu mér betur frá því? „Eins og ég sagði fyrr var eldhúsið aflokað og óheillandi með litlu sem engu skápaplássi og engin tenging við borðstofu. Húsið er með skemmtilega glugga í sitt- hvora áttina. Stórir gluggar eru í borðstofu með rennihurð og stór gluggi er í eldhúsi. Mér fannst því mikilvægt að nota þessa gegnumbirtu til að skapa þessa björtu um- gjörð. Ég tengdi því háu eldhússkápana við borðstofuna með því að láta þá flæða þangað inn og eru því óskýr skil á milli eldhúss og borðstofu. Til að tengja rýmin enn frekar setti ég eins gluggatjöld í eldhús og borð- Berglind Berndsen innanhússarkitekt hannaði þetta huggulega hús í Breiðholtinu. Morgunblaðið/Eggert 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 LÍFSSTÍLL  Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 LEVI La-z-boy hægindastóll. Grátt eða svart áklæði. Stærð: 85 × 92 × 106 cm 95.992 kr. 119.990 kr. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.