Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 29
Shameless. Hann hlýtur raunar að vera siðblindasti maður sjónvarps- sögunnar, Joð gamli Err og allir taldir með, en á þó ekki bót fyrir boruna á sér. Þannig að sú blinda sprettur af annarri rót en pen- ingum. Þrátt fyrir ótrúlegt innrætið er Frank Gallagher mun sympatískari persóna en fjórmenningarnir í Út- rás; mögulega vegna þess að mikl- um auði getur fylgt hroki; ekki síst þegar auðurinn er á undanhaldi, eins og einn þeirra útrásenda vitn- ar um. Meðan útrásendur berja bara mann og annan mislíki þeim eitthvað í fari þeirra er Frank Gal- lagher seinþreyttur til vandræða. Skýringin er sú að hann gæti ekki verið sáttari í eigin skinni og með hlutskipti sitt í þessu lífi sem örlagafyllibytta. Honum er slétt sama um umtal og álit annarra svo lengi sem hann hefur ráð á sín- um guðaveigum. Það lengsta sem Frank hefur enst í vinnu er 37 dagar og hann dauðsér eftir hverri mín- útu sem hann hefur þurft að vinna ærlegt handtak. Svo er karl- kvölin auðvitað mælskari en and- skotinn á sterum og lýgur sig án áreynslu inn á alls- konar fólk – þang- að til það áttar sig á því hvað klukkan slær í raun og veru. Og ól- seigur er hann. Frægt var þegar hann hlaut opið lærbrot og lækn- irinn skipaði læknanemanum á spítalanum að sinna öllum öðrum sjúklingum á undan honum. „Hvers vegna?“ spurði aumingja læknaneminn hvumsa enda mað- urinn sárþjáður. „Jú, sjáðu til, vinur minn,“ svar- aði læknirinn án þess að blikna. „Að afstöðnum heimsendi þá verð- ur ekkert hér nema tveir eða þrír kakkalakkar og Frank Gallagher!“ Hafir þú, lesandi góður, ekki séð Shameless, legg ég til að þú gefir þér nú augnablik til að skammast þín! Leikið sjónvarpsefni verður ekki betra. Skúrkur allra skúrka En talandi um Joð gamla Err; hann er auðvitað skúrkur allra skúrka í sjónvarpi og hið endanlega viðmið fyrir fugla eins og útrás- endur. Klækjakóngur dauðans sem sveifst einskis til að ná sínu fram og gladdist eins og barn á jólum yfir óförum annarra. Joð Err var eins og United-maðurinn sem fagn- ar meira þegar Liverpool tapar en þegar hans menn vinna. Ekki satt? Svo gat hann á köflum verið svo- lítið sympatískur. Eða er það bara fjarlægðin að gera fjöllin blá og langt til Húsavíkur? Í minningunni varð kappinn svo afskaplega aumur þá sjaldan að Cliff Barnes eða aðr- ir fjandmenn komu höggi á hann. Eða Bobby bróðir las honum pist- ilinn og henti honum jafnvel öfug- um út í sundlaug á eftir. Alltént. Ætli megi ekki halda því fram að Joð Err hafi verið eilít- ið mýkra illmenni en þeir út- rásendur? Mögulega voru það bara tímarnir. Sjöan og áttan voru ekki alveg eins harð- neskjulegar og tím- arnir sem við lifum á núna. Eða er það bara Húsavíkurheilkennið að villa manni sýn aftur? Í öllu falli ætla ég að leyfa mér að halda því fram að mun- urinn á Joð Err og norsku útrás- endunum sé sá að íslenska þjóðin hafi elsk- að að hata þann fyrrnefnda meðan hún hat- ar bara útrás- endurna. Útrásendurnir norsku í sínu allra fínasta pússi. NRK Allir elskuðu að hata Joð Err Ewing. CBS 23.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SJÓNVARP Eins og fram hefur komið eru sýningar á lokaseríu bandaríska spennuþáttanna Homeland hafnar, en hún er sú áttunda í röðinni. Áhorfs- tölur sýna að áhugi á þættinum dróst saman eftir að Damian Lewis hvarf á braut eftir þriðju seríu. Ef marka má grein eftir James Do- naghy, gagnrýnanda The Gu- ardian, hafa margir misst af miklu enda hafi mestu snilldar- tilþrifin átt sér stað „eftir að þú hættir að horfa“, eins og hann orðar það í pistli sínum. Snilld eftir að þú hættir að horfa Claire Danes er áfram í Homeland. AFP BÓKSALA 12.-18. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Ennþá ég Jojo Moyes 2 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen 3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 4 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 5 Selta Sölvi Björn Sigurðsson 6 Why We Sleep: The New Science Matthew Walker 7 Gréta og risarnir Zoë Tucker/Zoe Persico 8 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir 9 Tinni – ferðin til tunglsins Hergé 10 Tinni – í myrkum mánafjöllum Hergé 1 Mislæg gatnamót Þórdís Gísladóttir 2 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg 3 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson 4 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi 5 Ástarljóð Davíðs Stefánssonar Davíð Stefánsson 6 Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 7 Til þeirra sem málið varðar Einar Már Guðmundsson 8 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn 9 Úrval ljóða 1982-2012 Pia Tafdrup 10 Kærastinn er rjóður Kristín Eiríksdóttir Allar bækur Ljóðabækur Ég byrjaði mjög ungur að lesa mjög erfiðar bækur. Ég bjó á Borgarfirði eystra og það voru bara ákveðið margar myndir á vídeóleigunni hverju sinni. Ég komst reyndar fljótt að því að bækurnar toppuðu bíómynd- irnar auðveldlega. Ég las Skræpótta fuglinn eftir Jerzy Kosinski þegar ég var 11 ára, Deliver- ance eftir James Dickey 12 ára og IT eftir Stephen King þegar ég var rétt tæplega 13 ára. Ég las síðan all- ar bækur sem Stephen King hafði skrifað fram að þeim tíma, en ég var svo heppinn að einhver hafði losað sig við allt safnið í kiljum hjá Valda í Geisla- diskabúð Valda. Sögurnar sem ég las gerðu miklu meira fyrir mig en bíómyndirnar, skrímslin voru hræðilegri, ofbeldið var raunverulegra og sögupersón- urnar voru miklu svalari, fyndnari og graðari. Ég fór að lesa aðeins fágaðri bók- menntir með aldrinum en alltaf hafði ég mest gaman af að lesa óheflaða rithöfunda eins og Irvine Welsh, Charles Bukowski eða Carl Hiaasen. Í ljósi þess að ég las nán- ast eingöngu bækur eftir karlkyns höf- unda í áraraðir, þá hef ég undanfarið verið að einbeita mér að öðrum kynj- um og þá aðallega kvenkyninu. Erfiðar bækur heilla mig ennþá, helst vil ég engj- ast um af sálarkvölum meðan á lestrinum stendur. Uncle Tom’s Cabin eftir Harriet Beecher Stowe var rétt búin að gera út af við mig. Homegoing eftir Yaa Gyasi er líka erfið, eins og flestar bækur sem fjalla um bar- áttu innfæddra við miskunnar- og sálar- lausa nýlenduherra. Frankenstein eftir Mary Shelley er kannski ekki mjög erfið bók en hún er vissulega merki- leg. Mary var aðeins 21 árs árið 1818, þegar sagan um Victor Frankenstein var birt án nafns höfundar og var hún svo langt á und- an sinni samtíð að hún ól af sér óteljandi eftirlíkingar og heilu flokkarnir af bókmenntum mynduðust út frá þessari mögnuðu sögu. Barna- og unglingabókmenntir eru fyrir mér ókannað svæði þann- ig að ég verð bara að bíða eftir því að börnin mín tvö verði 18 ára, áð- ur en ég gef þeim ábendingar um góðar bækur til að lesa. ARNAR PÉTURSSON ER AÐ LESA Arnar Péturs- son er verk- efnastjóri hjá Rannsóknar- stofnun bygging- ariðnaðarins. Allt King-safnið í kiljum í Geisladiskabúð Valda ICQC 2020-2022 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.