Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 32
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- Múlinn Jazzklúbbur efnir til tónleika á Björtuloftum í Hörpu á miðvikudagskvöldið kl. 20 þar sem tímabil í sögunni, sem kallast „The Roaring Twenties“, verður í hávegum haft. Á tónleikum verður haldið upp á 100 ára útgáfuafmæli tónsmíða sem gefnar voru út árið 1920. Titlar eins og My little Margie, Avalon og The Japanese Sandman munu vera á efnisskránni. Fram koma Ei- ríkur Orri Ólafsson, trompet, Kristján Martinsson, píanó, Andri Ólafsson, bassi og Magnús Trygvason Eliassen, trommur. Á föstudaginn kl. 20 er svo komið að Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor að troða upp í Múlanum á Björtuloftum. Björn Thoroddsen hefur verið þungavigtarmaður í íslensku djass- senunni frá táningsaldri og Unnur Birna hefur ekki látið sitt eft- ir liggja á umliðnum árum. Með þeim koma fram sunnlenska rytma-parið Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Skúlason á bassa. Unnur Birna kem- ur fram á föstu- dagskvöldið. Morgunblaðið/Ómar Aldargamall djass í öndvegi Magnús Trygvason Eliassen verður í Múlanum á miðvikudagskvöldið ásamt félögum sínum. Ljósmynd/Magnús Andersen Tvennir djasstónleikar verða á Björtuloftum í Hörpu í næstu viku. Sú var tíðin að sjónvarps- dagskrárkynningar voru hressi- legar í íslenskum dagblöðum og nokkuð í þær lagt. Tökum sem dæmi laugardagskvikmynd sjón- varpsins 23. febrúar 1980, en það var bandaríska sjónvarps- kvikmyndin Dead Men Tell No Tales, eða Látnir tala ekki af sér. Í Morgunblaðinu sagði: „Í myndinni er fjallað um það fyrir- brigði sem nokkuð algengt er í skáldsögum og kvikmyndum, en að sama skapi sjaldgæft í raun- veruleikanum, þegar menn eiga sér tvífara, eða þegar tveir menn eru nánast alveg eins, án þess þó að vera nokkuð skyldir. Raunar eru slík tilfelli til, og mun til dæmis þekkt að frægt fólk leggi áherslu á að fá tvífara sína til að gegna ýmsum erfiðum eða hættulegum verkefnum.“ Og enn fremur: „En í myndinni í kvöld gerist það að Larry Towers nokkur kemur til hinnar frægu borgar í Kaliforníu, Los Angeles, á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Í LA hittir hann stúlku sem villist á honum og unnusta sínum, og einnig hittir hann flokk morðingja sem telur hann vera annan en hann raunverulega er. Fjallar myndin um það er Larry þessi hefur leit að tvífara sínum til að bjarga lífi hans.“ GAMLA FRÉTTIN Látnir tala ekki af sér Christopher George og Judy Carne fóru með aðalhlutverk í myndinni. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Danielle Harris Að sögn oft ruglað saman við Markle Rósa Guðmundsdóttir lista- og athafnakona Meghan Markle hertogaynja af Sussex

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.