Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2020
✝ Gunnar Ólafs-son fæddist í
Odda í Vest-
mannaeyjum 12.
desember 1940.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands í Vest-
mannaeyjum 8.
mars 2020.
Foreldrar hans
voru Þorsteina
Sigurbjörg Ólafs-
dóttir húsmóðir frá Oddhóli í
Vestmannaeyjum, f. 4. sept-
ember 1920, d. 15. nóvember
2012, og Ólafur Árnason olíu-
bílstjóri frá Odda í Vestmanna-
eyjum, f. 31. júlí 1917, d. 26.
febrúar 1997. Systkini hans
voru Sigurbjörg, f. 29.5. 1943,
d. 9.6. 2017, Sigurður, f. 7.11.
1946, Guðbjörg, f. 17.7. 1949,
Sesselja, f. 15.9. 1951, og Ólöf
Erla, f. 18.5. 1957.
Gunnar giftist 15.8. 1964
Erlu Kristínu Sigurðardóttur
frá Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum, f. 21.8. 1943. Foreldrar
hennar voru Sigurður Valdi-
mar Jónathansson frá Garða-
Árið 1960 lauk hann vélstjóra-
námi í Vélskóla Vestmanna-
eyja.
Gunnar var á vertíðarbátum
og fór m.a. annars á nokkrar
síldarvertíðir. Árið 1972 keypti
hann Ford-vörubíl, V-302, með
krana og átti það eftir að vera
hans aðalstarf. Síðustu árin
vann hann ýmis störf hjá Vest-
mannaeyjabæ. Fyrst hjá Kerta-
verksmiðjunni Heimaey, þá
sinnti hann viðhaldi á útilista-
verkum bæjarins og að síðustu
vann hann hjá Ljósmynda-safni
Vestmannaeyja. Þar vann hann
m.a. við að nafngreina fólk á
gömlum ljósmyndum. Gunnar
var með eindæmum mann-
glöggur á fólk og einnig var
hann vel að sér í ættfræði.
Gunnar hætti störfum árið
2010.
Gunnar og Erla hófu búskap
árið 1964 er þau keyptu og
fluttu inn í kjallarann á Há-
steinsvegi 50 en þau bjuggu
þar ásamt sonum sínum þang-
að til þau byggðu sér timb-
ureiningahús í Bessahrauni 10
árið 1979 og hafa búið þar síð-
an.
Útför Gunnars fer fram frá
Landakirkju í dag, 27. mars
2020, klukkan 14. Útförinni er
einnig streymt á netinu á
heima-síðu Landakirkju,
www.landakirkja.is.
koti í Mýrdal, f.
3.12. 1897, d. 4.5.
1966, og Björg
Sveinsdóttir frá
Hofi í Álftafirði, f.
6.5. 1911, d. 19.6.
1964.
Börn þeirra eru:
Hlynur Bergvin, f.
7.4. 1964, eig-
inkona hans er
Gunnlaug Hann-
esdóttir og eiga
þau tvö börn, Berglindi Ósk, f.
1.11. 1994, og Kristin Má, f.
6.4. 1998. Þröstur Árni, f. 27.7.
1966, eiginkona hans er Sigrún
Jónbjarnardóttir og eiga þau
þrjú börn, Gunnar Björn, f.
19.10.1992, Birkir Már, f.
11.2.1995 og Daníel Karl, f.
14.5.2004.
Fyrstu uppvaxtarárin voru á
Vestmannabraut 63A, Odda,
sem hann var kenndur við. Ár-
ið 1950 flutti fjölskyldan í ný-
byggt hús á Hólagötu 9 og
voru þau með þeim fyrstu sem
fluttu á Hólagötuna.
Gunnar stundaði nám í
Barnaskóla Vestmannaeyja.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Í dag kveðjum við föður og
tengdaföður hinstu kveðju.
Það er skrýtin tilfinning að
kveðja svona nákominn sem
hefur verið með svo stórt hlut-
verk í lífi okkar. Minningar
leita á hugann um opinn sterk-
an karakter sem á stundum
gat verið hvass og þrjóskur en
umfram allt maður sem gaf
mikið til sinna nánustu ekki
síst til barnabarna sinna.
Að alast upp í Eyjum þar
sem hann var sjálfstætt starf-
andi bílstjóri, fá að sitja í
vörubílnum og fara um allt eft-
ir því hvar hann var að vinna.
Fá að fara á sjó þegar hann og
félagar hans áttu trilluna
Fjarka VE 444, fara á skak
eða jafnvel til að veiða svart-
fugl. Fara með honum í lunda-
veiði í Stórhöfðanum. Þetta
var stór hluti af því frelsi sem
við höfðum í Eyjum.
Hann var mjög handlaginn
og vandvirkur í því sem hann
tók sér fyrir hendur. Það voru
ekki ófáar vinnustundir sem
hann lagði í byggingu á Bessa-
hrauni 10 sem við fluttum í
nóvember 1979. Fyrstu nóttina
var reyndar ofsaveður en frá-
gangur var með þeim hætti að
húsið stóð það af sér. Síðan
hófst vinna við að fullklára
húsið að innan og það var að
mestu unnið af honum sjálfum.
Þegar við Sigrún byrjuðum
saman var hann strax með op-
inn faðminn fyrir nýju tengda-
dótturinni. Alltaf var manni
tekið með opnu faðmlagi og
brosi. Fyrst eftir að við eign-
uðumst okkar fyrsta barn,
Gunnar Björn, bjuggum við
hjá þeim á Bessahrauninu sem
var ómetanlegt fyrir okkur.
Hann var svo stoltur af því að
vera orðinn afi og það mátti
ekki heyrast hljóð í drengnum
þá var afinn kominn til að taka
hann upp. Þessu afa hlutverki
sinnti hann ekki síður af mik-
illi alúð og gleði gagnvart
Birki Má þegar hann fæddist í
Eyjum og Daníel Karli sem
fæddist í Reykjavík.
Síðan þegar við unga fjöl-
skyldan bjuggum á Hásteins-
veginum þá voru það ófá skipt-
in sem hann skaust heim til
okkar að kíkja á peyjana,
kannski búinn að kaupa bíl eða
einhver leikföng sem hann gaf
þeim. Oftar en ekki voru þess-
ar heimsóknir í óþökk lögg-
unnar þegar hann lagði vöru-
bílnum á móti umferð.
Stundum voru strákarnir
teknir með í vörubílinn sem
þótti ekki leiðinlegt.
Eftir að við fluttum til
Reykjavíkur voru þau mamma
dugleg að heimsækja okkur og
sinna sínu afa- og ömmuhlut-
verki. Enda þriðji ömmu- og
afastrákurinn búinn að bætast
við og þau ákveðin í að kynn-
ast honum vel þótt þau byggju
langt í burtu. Einn af föstum
liðum var að fara með peyjana
á nammibarinn. Þegar peyj-
arnir voru búnir að fá sér í
poka það magn sem foreldr-
arnir voru vanir að leyfa, þá
hnussaði í afa þeirra og hann
vildi að þeir fengju sér meira í
pokann. Ef það dugði ekki til
þá hjálpaði hann við að moka
vel í nammipokann.
Við viljum þakka kærlega
fyrir þær samverustundir og
góðar minningar sem við eig-
um. Sérstaklega er þakklæti
fyrir þann afa sem peyjarnir
okkar áttu og þeir munu eiga
góðar minningar um alla ævi.
Þröstur og Sigrún.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Í dag kveðjum við Gunnar
tengdaföður minn. Ég vil
skrifa hér nokkur minninga-
brot um hann. Gunnar var
mikill fjölskyldumaður og allt-
af boðinn og búinn að aðstoða
ef þess var þörf. Hann var
mjög handlaginn og vílaði ekki
fyrir sér að gera við vörubílinn
sinn (sem og aðra bíla) þegar
þess þurfti. Honum þótti gam-
an að sanka að sér græjum því
þær gætu komið sér vel seinna
meir. Ég man eftir því að fyrir
allmörgum árum dvaldi ég
drjúgan tíma í bílskúrnum
hans við að saga út alls konar
trédót, sem þá var svo mikið í
tísku, því auðvitað átti Gunnar
réttu sögina til þeirra verka.
Gunnar hafði mikið yndi af
afabörnum sínum og fylgdist
vel með hvað þau voru að gera
og hvernig gengi. Þau eiga
margar sögur til um hvað þau
hafa brallað með afa sínum.
Kenndi Gunnar Kristni Má að
spranga í Stígvélinu þótt við
foreldrarnir teldum að hann
væri of ungur til þess að fara
svo hátt í Sprönguna. Frægar
eru ferðirnar í Hagkaup á
laugardögum þegar afi var í
heimsókn. Skoðuðu leikfanga-
úrvalið og léku sér jafnvel í
dágóðan tíma. Mesta sportið
var að fá að fara með afa á
nammibarinn. Þau gleyma
ekki einni ferðinni þar sem
þau höfðu valið sér nammi í
poka og sýndu honum. Afi
sendi þau aftur til að fylla
pokann: „Það er sko nóg pláss
eftir í pokanum!“ Gunnar not-
aði heyrnartæki. Hann hafði
mjög gaman af að gefa barna-
börnunum leikföng sem oftar
en ekki voru með alls konar
hljóðum. Við foreldrarnir vor-
um ekkert voða sátt en þetta
var í lagi fyrir hann. Hann gat
jú bara slökkt á heyrnartækj-
unum þegar hann var búinn að
fá nóg!
Hvíl í friði. Guð geymi þig.
Gunnlaug Hannesdóttir.
Að kveðja þig er að kveðja
stóran part af æsku okkar og
lífi. Þessi tilfinning, að eitt-
hvað sem var verður aldrei
aftur getur verið manni
ókunnug og tekið tíma að
skilja. Minningarnar sem við
eigum um þig eru nú orðnar
að endanlegri stærð, brunnur
sem ekkert vatn rennur í en
við getum þó alltaf leitað til.
Tilfinningin um endanleikann
gefur manni nýjan skilning á
lífið, hún gerir þá hluti sem
við höfum enn verðmætari og
fær okkur til að þykja enn
vænna um þær minningar sem
við höfum með þér.
Við eigum ótal kærar minn-
ingar eins og eitt sinn þegar
Daníel var lítill og þú tókst
hann með í búðina til að kaupa
tvo troðfulla nammipoka sem
voru síðan notaðir í smá veð-
keppni, ólsen ólsen var spilað,
heppnin lék með Daníel í
þessu spili og hann endaði með
allt nammið. Einnig þegar við
vorum fljúgandi um húsið á
hjólinu fræga sem þú keyptir,
spólandi á blússandi hraða í
gegnum eldhúsið og eitt skipti
keyrði Birkir óvart yfir tærn-
ar á þér, þú gólaðir með mikl-
um látum til þess að láta hann
fara að hlæja og hann hló mik-
ið því hann trúði ekki að þú
hefðir meitt þig. Pabbi
skammaði hann samt sem
hann átti erfitt með að skilja,
en með tímanum skildi hann
og við allir að það eina sem þú
vildir var að sjá okkur brosa
og hlæja.
Þú vildir alltaf gera allt til
að gleðja aðra, eins og þegar
þú laumaðir peningum fyrir
nammi og dóti undir borðið
svo amma gæti ekki séð,
keyptir handa okkur leik-
fangabyssur, kenndir okkur að
dorga á bryggjunni, tókst okk-
ur á lundapysjuveiðar og
skemmtir okkur með því að
láta tennurnar þínar skjótast
út úr munninum.
Ef eitthvað var að varstu
alltaf fyrstur á staðinn til að
hjálpa. Þú varst líka svo
óhræddur við að prófa nýja
hluti, takast á við nýjustu
tækni til að geta haft samband
við okkur og aðra ástvini.
Við erum ótrúlega þakklátir
fyrir að hafa átt þig sem afa,
þú varst svo mikill afa-afi,
keyrðir stóran vörubíl og
reyktir pípu. Þú dekraðir líka
við okkur eins og afa einum er
lagið, keyptir alltaf stútfullan
poka af nammi handa okkur á
nammibarnum sem gerði
mömmu og pabba brjáluð.
Endalausu rúntarnir sem þú
tókst okkur á og sögurnar sem
þú sagðir munu alltaf lifa með
okkur. Við munum aldrei
gleyma hvað þú varst alltaf
glaður að sjá okkur og hvernig
ískraði alltaf í heyrnartækjun-
um þínum þegar við knúsuðum
þig. Við erum virkilega heppn-
ir að hafa átt þig sem afa! Öll
þau börn sem við mögulega
munum eiga seinna á ævinni
munu heyra hversu frábær afi
þú varst og við bræðurnir von-
um að einn daginn verðum við
jafn yndislegir við barnabörn-
in okkar og þú varst við okkur.
Gunnar Björn, Birkir
Már og Daníel Karl.
Gunnar
Ólafsson
✝ Erla GuðrúnSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
þann 19. maí 1931.
Hún lést á Skjóli
þann 15. mars
2020.
Erla var miðju-
barn hjónanna Sig-
urðar G. Jóhanns-
sonar, f. 11. júní
1902, d. 11. ágúst
1990, og Sigrúnar
Benediktsdóttur, f. 11. maí
1906, d. 2. apríl 1998. Systkini
Erlu eru Jóhann Eyrbekk, f.
1928, Benedikt Eyfjörð, f.
1929, látinn, Kolbrún Kristín,
f. 1936, látin, og Hrefna, f.
1948.
Hinn 17. nóvember 1951
14. janúar 1956, gift Erni Ís-
leifssyni, f. 7. ágúst 1956, börn
þeirra eru Ólafur Örn og
Magnús Gísli. 3) Þórður Axel,
f. 5. nóvember 1961, kvæntur
Sigríði Grímsdóttur f. 16. jan-
úar 1961. 4) Guðni Karl, f. 19.
júní 1964, giftur Guðbjörgu
Auði Benediktsdóttur, f. 19.
janúar 1968, börn þeirra eru
Sunna Ýr, Harpa Lind og Erla
Dís. Langömmubörnin eru
þrjú.
Erla ólst upp í Reykjavík
þar sem hún lauk hefðbund-
inni skólagöngu. Erla lék
handbolta með kvennadeild
Fram frá 1946-1958. Hún var
sæmd gullmerki Fram á 80
ára afmæli félagsins. Eftir að
Erla giftist helgaði hún sig
húsmóðurstörfum og barna-
uppeldi þar til hún hóf störf
sem gangavörður og síðar
húsvörður í Langholtsskóla
1968 – 2003.
Útför hennar fer fram í
dag, 27. mars 2020.
gekk Erla í
hjónaband með
Magnúsi Gísla
Þórðarsyni, f. 26.
júní 1929, d. 1.
júní 1979, varð-
stjóra hjá Raf-
magnsveitu
Reykjavíkur.
Foreldrar hans
voru Þórður Kr.
Magnússon og
Guðrún Gísla-
dóttir. Börn þeirra hjóna 1)
Sigurður Rúnar, f 11. apríl
1952, d. 28. ágúst 2019,
kvæntur Ingibjörgu Kristrúnu
Einarsdóttur, f. 20. október
1955, börn þeirra eru Erla
Kristrún Bergmann og Einar
Bergmann. 2) Guðrún Þóra, f.
Erlu tengdamömmu kynntist
ég árið 1986 þegar við Guðni
byrjuðum að vera saman, hún
tók mér strax sem einni af fjöl-
skyldunni og hefur hún alltaf
reynst mér og mínum afar góð.
Í gegnum hugann hafa reikað
margar minningar um ánægju-
stundir sem við höfum átt sam-
an, ferðalög um landið, veiði-
ferðir norður að Hrauni,
samverustundir fyrir austan
fjall á sumarbústaðarlandi for-
eldra minna, bollukaffi, jólaboð-
in og svo margt fleira. Það var
afar auðvelt að leita til þín
hvort sem var til að gæta
stelpnanna minna, baka fyrir
veislur eða passa Pensil, hund-
inn okkar, en þið áttuð í ein-
stöku sambandi. Í nokkur ár
var það fastur liður hjá þér að
koma á hverjum laugardags-
morgni færandi hendi með
bakkelsi úr bakaríinu og með í
pokanum var ein kleina sem
ætluð var Pensli enda beið hann
við dyrnar alla laugardags-
morgna eftir góðgætinu frá þér,
eins sé ég þig ljóslifandi fyrir
mér við vötnin á heiðinni fyrir
norðan með stöngina við hönd,
þolinmóðari veiðimanni hef ég
aldrei kynnst. Í einni af þessum
ferðum fórum við kvöld eitt að
Steinatjörninni að renna fyrir
silung, henti ég út færinu og
lagði svo stöngina niður, beit þá
ekki á silungur og dró stöngina
út í vatnið, þú varst snögg að
bregðast við og reifst þig úr föt-
unum og óðst út í vatnið á eftir
stönginni og að sjálfsögðu náðir
þú henni en varst svekktust yfir
að hafa ekki náð fiskinum líka,
þú gast ekki hugsað þér að ég
myndi tapa stönginni. Það er
margs að minnast og margar
góðar minningar sem koma upp
í hugann. Seinni árin áttir þú
við vanheilsu að stríða, fékkst
þann sjúkdóm sem þú óttaðist
mest og fór svo að vegna hans
gastu ekki lengur búið heima og
varst síðustu tvö árin á Skjóli
þar sem þú lést þann 15 mars
sl.
Elsku tengdamamma, hafðu
þökk fyrir allt og ég veit að vel
hefur verið tekið á móti þér,
fremstur hefur örugglega verið
hann Maggi þinn sem þú misst-
ir svo snemma og þú talaðir svo
hlýlega um alla tíð.
Far þú í friði.
Friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þín tengdadóttir,
Auður.
Elsku amma.
Við eigum erfitt með að trúa
því að þú sért farin frá okkur,
en vitum að þér líður betur
núna. Við söknum þín en allar
góðu minningarnar ylja okkur.
Þú varst góð fyrirmynd og
við litum mikið upp til þín og
fannst gaman að vera í návist
þinni, þú varst alltaf til í eitt-
hvert sprell eins og að fara með
okkur í bolta, skella þér í mark-
ið og skutla þér á eftir bolt-
anum eins og þú gerðir þegar
þú varst markmaður hjá Fram,
þú fórst nokkuð mörg ár aftur í
tímann þá.
Við höldum að þú hafir aldrei
neitað okkur um neitt. Þegar
Erla var í hárgreiðslunámi
varst þú alltaf til í að leyfa
henni að nota höfuðið á þér í til-
raunaskyni. Ófá ferðalögin fór-
um við saman í og eru okkur
minnisstæðar sumarbústaðar-
ferðirnar á Úlfljótsvatn, ferð-
irnar sem þið Sunna fóruð í til
Akureyrar, þá smurðir þú nesti
sem var svo borðað úti í nátt-
úrunni.
Þú varst mikill Framari og
hafðir mikinn áhuga á bæði
handbolta og fótbolta enda fyrr-
verandi handboltamarkmaður
hjá Fram og sýndir fótboltaferli
Hörpu og Erlu mikinn áhuga.
Okkur fannst alltaf jafn gam-
an að koma til þín og fá að
gista, alltaf fórum við í sund og
fengum bakkelsi eða ís á eftir.
Nokkrum dögum fyrir andlát
þitt eignaðist Harpa lítinn
dreng sem fær því miður ekki
að kynnast þér, en við munum
segja honum skemmtilegar sög-
ur af ömmu Erlu.
Elsku amma, við elskum þig
og söknum þín sárt en vitum að
þú átt eftir að fylgjast með okk-
ur áfram.
Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar.
Þín barnabörn,
Sunna Ýr, Harpa Lind
og Erla Dís.
Erla Guðrún
Sigurðardóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Minningargreinar
Við uppsetningu á minning-
argrein um Leó Krist-
jánsson í blaðinu 26. mars
eftir Ellert Ólafsson mis-
fórst stærðfræðiformúla.
Formúlan birtist hér rétt: x2
= abc90abc.
Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT