Morgunblaðið - 27.03.2020, Blaðsíða 32
Í streyminu Heima í Hörpu í dag ætla liðsmenn Dúó
Stemmu, þau Herdís Jónsdóttir víóluleikari og Steef
van Oosterhout slagverksleikari að spila ýmis þjóðlög
og segja hljóðsöguna sína um vináttuna. Þau leika á
ýmis hljóðfæri bæði hefðbundin svo sem víólu og ma-
rimbu og óhefðbundin svo sem hrossakjálka, íslenska
steina, plast og tebrúsa. Streymið hefst kl. 11 og má sjá
á vefnum sinfonia.is og á Facebook-síðu Hörpu. Nánar
er rætt við Láru Sóleyju Jóhannsdóttir framkvæmda-
stjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um streymið. »29
Hljóðsaga um vináttu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af
gamla fólkinu okkar þó svo það sé
ekki hægt að heimsækja það,“ segir
Kristrún Steinarsdóttir í pósti til
Morgunblaðsins og vekur athygli á
góðu starfi starfsfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Árdís Hulda Eiríksdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og forstöðumaður á
Hrafnistu, segir
að í þessu erfiða
ástandi, þegar
þurft hafi að
loka heimilinu
vegna sam-
komubanns á
meðan kórónu-
veiran raskar
lífi fólks, sé
reynt að brjóta
upp alla daga. „Það er auðvitað
gríðarlega erfitt fyrir alla að aðstand-
endur megi ekki koma í heimsókn og
því ákváðum við strax að leggja auka-
lega í hvern dag.“
Auk hefðbundinnar dagskrár, sem
samanstendur meðal annars af öflugu
félagsstarfi, iðjuþjálfun og sjúkra-
þjálfun, hefur einkum verið lagt upp
úr því að gera kaffitímana ánægju-
lega með sérstökum glaðningi. Árdís
Hulda segir að til dæmis hafi verið
boðið upp á sherrýstaup með kaffinu,
ís og ávexti. „Eitthvað sem vekur
ánægju,“ eins og hún orðar það.
Gleðinni deilt til aðstandenda
Stefnt er að því að vera með sér-
stakan þemadag fyrir íbúa og starfs-
menn á föstudögum. Fyrir viku var
ákveðið að allt starfsfólk mætti til
vinnu í litríkum fötum og íbúar tóku
virkan þátt í glensinu rétt eins og
föstudaginn þar á undan þegar hald-
inn var sérstakur hattadagur. Í dag
verður þemað helgað stíl Ölmu Möll-
er landlæknis. „Alma er ekki bara
glæsileg kona sem er flott í fatavali
heldur einnig framúrskarandi í sínu
starfi og hver vill ekki vera eins og
Alma á þessum tímum,“ segir Árdís
Hulda. „Þessi nýbreytni hefur vakið
mikla ánægju og aukið gleðina.“
Í salnum á jarðhæðinni er hljóð-
kerfi og þrátt fyrir samkomubannið
hefur listafólk getað komið á svæðið
og notað kerfið. Listamennirnir
standa fyrir framan myndavél og
míkrófón, við tökum upp og vörpum á
öll sjónvarpstæki hjá okkur,“ segir
Árdís Hulda og leggur áherslu á að
allt listafólkið geri þetta endurgjalds-
laust. Auk þess hafi mörg fyrirtæki
tekið mjög vel í að gleðja íbúa og
starfsmenn með gjöfum eins og gos-
drykkjum og sælgæti. „Þessi glaðn-
ingur hefur vakið mjög mikla ánægju
og ekki síst rausnarleg gjöf frá Lions-
klúbbunum Ásbirni og Kaldá, sem
færðu okkur 16 spjaldtölvur,
heyrnartól og magnara fyrir þá sem
eru með mikið skerta heyrn, um liðna
helgi. Tölvurnar eru komnar í notkun
og íbúar geta notað þær til þess að
tala við sitt fólk.“
Þrátt fyrir mikla röskun er grunn-
tónninn á Hrafnistu að halda uppi
gleði og deila henni til aðstandenda.
Heimilið er með Facebook-síðu,
handverksheimilið Hrafnista. Þar eru
birtar fréttir af starfinu og hvað er á
dagskrá. Hver deild er auk þess með
lokaða aðstandendasíðu. Árdís Hulda
segir vegna persónuverndarlöggjafar-
innar hafi verið þrengt að þessum
upplýsingasíðum en í ljósi breyttra að-
stæðna hafi með samkomulagi við
ættingja og íbúa verið opnað meira á
síðurnar, sem séu áfram lokaðar fyrir
alla nema þá. „Þarna setjum við inn
myndir daglega, hvað við erum að
gera og höfum ekki fundið fyrir neinu
nema þakklæti vegna þessa,“ segir
Árdís Hulda. „Það er ekki þannig að
við sitjum bara og gerum ekki neitt.“
Allir leggjast á árarnir, jafnt íbúar
sem starfsmenn. „Allir eru svo sam-
taka og jákvæðir í að láta hlutina
ganga vel,“ áréttar Árdís Hulda.
Allir í stíl eins og Alma
Föstudagar eru þemadagar á Hrafnistu í Hafnarfirði
Hattadagur Starfsmenn og íbúar eru með þemadaga á föstudögum.
Litagleði Litirnir réðu ríkjum á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir viku.
FÖSTUDAGUR 27. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Kristinn Björgúlfsson tekur við þjálfun karlaliðs ÍR í
handbolta fyrir næsta keppnistímabil í kjölfarið á mikl-
um niðurskurði hjá félaginu vegna fjárskorts. „Það er
alveg hægt að taka það fram hér og nú að ÍR hefur aldr-
ei átt neinn pening. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið
sem einhver þorir að stíga upp og segja það. Við verð-
um ekki síðasta liðið til þess að segjast vera í fjárhags-
vandræðum, það er alveg á hreinu. Það hefur verið
ákveðinn feluleikur í gangi hjá mörgum félögum,
undanfarin ár, en núna vita allir hvar við stöndum og
það er gott að feluleiknum sé lokið,“ segir Kristinn í
ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. »27
Feluleiknum er loksins lokið
ÍÞRÓTTIR MENNING