Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 16
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTUVAKANDI
ÍFYRSTASKIPTI
ÁÆVINNI
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili
handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum
náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið.
Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Öllum Vínbúðunum verður lokað
Foreldrafélög verða sektuð 2. mars
Leitt að farið sé í manninn …
Hlutabréf Norwegian hríðfalla
Forstjórinn kaupir fyrir 10 milljónir
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Lækkun sem orðið hefur á stuttum
tíma á heimsmarkaðsverði olíu er
meiri nú en verið hefur í mörg ár, eða
frá áramótum 2015, að sögn sérfræð-
ings á olíumarkaði. Ástæðan er út-
breiðsla kórónuveirunnar. Að sögn
sama sérfræðings hefur verð á olíu
lengi verið í jafnvægi, og á því bili sem
OPEC, samtök olíuríkja, stefna að, eða
í kringum 60-70 dalir fatið. Nú er verð-
ið um 50 dalir á fatið.
Lágt heimsmarkaðsverð hefur þau
áhrif að spákaupmenn kaupa olíu, til
að hagnast á því þegar verðið fer aftur
upp. Væntingar eru um aukinn hag-
vöxt á næsta ári, en mjög hefur hægt á
efnahagslífi heimsins.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að verð á eldsneyti á Íslandi
í dag sé um átta krónum of hátt. Hann
segir að að vísu sé verðmyndun ein-
kennileg á Íslandi þar sem verð á
„Stór-Garðabæjarsvæðinu“, hjá bens-
ínstöðvum í kringum Costco sé um 30
krónum lægra en annars staðar. „Það
er undirliggjandi meiri lækkun á elds-
neytisverði en komið hefur fram hér,“
segir Runólfur.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skelj-
ungs, segir að félagið hafi lækkað elds-
neytisverð nokkrum sinnum und-
anfarið. Fylgst sé grannt með
þróuninni en sveiflur séu miklar. Rak-
el Björg Guðmundsdóttir, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir að gera megi
ráð fyrir lækkunum á eldsneytisverði
hjá félaginu. Eggert Þór Krist-
ófersson, forstjóri Festar, segir að N1
lækki og hækki verð eftir verði á
heimsmarkaði og gengisþróun milli
krónu og dollars. Sú stefna sé óbreytt
og verði í gildi áfram.
Frá janúar 2018 til febrúar 2020
Bensínverð og heimsmarkaðsverð á olíu
250
200
150
100
50
0
j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d j f
2018 2019 2020
Útsöluverð á 95 oktan bensíni
í sjálfsafgreiðslu, kr./líter
Heimsmarkaðsverð á olíu,
bandaríkjadalir/tunnu
237,08
66,23 56,71
211,32
Mesta lækkun
frá 2015
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Olía á heimsmarkaði hefur
lækkað mikið að undan-
förnu. Framkvæmdastjóri
FÍB telur að eldsneyti sé
átta krónum of dýrt.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Væntingavísitala Gallup var 75,3stig í febrúar og hefur ekki
verið lægri síðan í nóvember 2013 er
hún mældist 68,4 stig. Með hliðsjón
af framboði neikvæðra frétta er ekki
ólíklegt að hún lækki meira. Spurn-
ingin er hvenær hún nær botni.
Viðmælandi Morgunblaðsinsbenti á að þegar SARS-veiran
skók heimsbyggðina 2002-2003 hafi
neytendur haldið að sér höndum en
síðan hafi uppsöfnuð þörf birst í
meiri neyslu þegar hún var gengin
yfir.
Eins og Peter S. Goodman fjallaðium í New York Times í gær
hefur heimurinn hins vegar mikið
breyst síðan SARS-faraldurinn stóð
yfir. Kína gegni orðið enn mikilvæg-
ara hlutverki í heimsframleiðslunni,
sem aftur valdi því að framleiðslu-
og aðfangakeðjur verði viðkvæmari
fyrir áföllum eins og kórónuveir-
unni. Þá hafi landsframleiðsla Kína
vaxið úr 1,7 billjón dala í 14 billjónir
dala, samkvæmt Alþjóðabankanum,
og hlutur Kína í heimsversluninni
aukist úr 5,3% árið 2003 í 12,8%,
samkvæmt Oxford Economics.
Þegar væntingavísitalan lækkarþykir það benda til að neyt-
endur muni fresta stærri inn-
kaupum. Þrátt fyrir breytta stöðu
Kína gildir það sama og um SARS-
faraldurinn; þegar kórónuveiran er
gengin yfir munu neytendur upp-
fylla uppsafnaða þörf. Stjórnvöld
hafa tæki og tól til að styðja við bat-
ann.
Ljósin í
myrkrinuÞað hefur gustað um súráls-turnana tvo í Straumsvík síð-
ustu árin. Í raun allt frá árinu 2007
þegar Hafnfirðingar tóku þá ákvörð-
un að stöðva stækkun álversins sem
vonir stóðu til að gætu skotið trygg-
ari stoðum undir reksturinn í sífellt
harðnandi samkeppni á alþjóðlegum
álmörkuðum. Sú niðurstaða leiddi til
þess að eigandi álversins lagði út í
tugmilljarða endurbætur á þáver-
andi vinnslubúnaði. Ekki gekk allt
að óskum í þeirri uppbyggingu og
raunar hefur starfsemin að mörgu
leyti litast af því verkefni allar götu
síðan.
En það eru ekki aðeins verkefninhér innanlands sem reynt hafa
á hið stóra og mikilvæga fyrirtæki.
Það hefur gríðarleg framleiðslu-
aukning í Kína einnig haft. Með
ógurlegum kolabruna og subbuskap
gagnvart andrúmsloftinu hefur
stjórnvöldum þar í landi tekist á
fáum árum að lyfta framleiðslu-
magninu svo svakalega að meira en
helmingur af öllu áli heimsins er
framleiddur innan landamæra þess.
Þessi breytta staða á markaðnumveldur því að arðsemi af álverinu
í Straumsvík er ekki ásættanleg og á
síðustu árum hefur verið gripið til
harkalegra aðhaldsaðgerða til að bæta
þar úr. En nú beina stjórnendur fyrir-
tækisins sjónum sínum að raforku-
samningi sem undirritaður var árið
2010 og þeir segja afar óhagstæðan við
núverandi aðstæður. Kalla þeir eftir
því að samningurinn verði tekinn upp
og endurskoðaður.
Á sama tíma lýsir forstjóri Lands-virkjunar því yfir að raforkuverð
á Íslandi, m.a. til stóriðjunnar sé sam-
keppnishæft og hefur m.a. kallað eftir
heimild frá Rio Tinto um að samning-
urinn verði gerður opinber svo al-
menningur geti áttað sig á hvað í hon-
um felst. Á sama tíma er upplýst að
hagnaður Rio Tinto á heimsvísu hafi
numið 900 milljörðum í króna í fyrra.
Erfitt er að átta sig á hvor samnings-
aðilanna hefur rétt fyrir sér og eflaust
hafa þeir báðir eitthvað til síns máls.
Það er hins vegar mikilvægt að farsæl
lausn náist og að rekstur álversins geti
haldið snurðulaust áfram.
Miklir hagsmunir undir
Pósturinn hefur geng-
ið frá sölu á dóttur-
félagi sínu, prent-
smiðjunni
Samskiptum.
Pósturinn selur
Samskipti
1
2
3
4
5