Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 Í bækistöð Björgunarsveitarinnar Kjalar í Þórnýjarbúð á Kjalarnesi hangir stöðvunarskyldumerki í öndvegi uppi á vegg. Það slitnaði upp með rótum, ef svo má segja, 14. febrúar síðastliðinn og fauk ásamt ýmsu öðru, mönnum og hlutum, um Grundarhverfi og nágrenni í einu mesta fárviðri sem um getur í seinni tíð þar um slóð- ir. Kári gamli eirði engu og meðal annars fauk þak að hluta af fjölbýlishúsi við Jörfagrund. Til allrar hamingju var vindáttin hagstæð, suð- austanátt, og þakið hafnaði fyrir vikið fjarri mannabyggð úti í móa – hrossum á beit til ómældrar undrunar. Það var ekki að ástæðu- lausu að gefin hafði verið út rauð veðurvið- vörun fyrir svæðið – í fyrsta sinn frá því sá háttur var tekinn upp. Velta má fyrir sér hvort Stop-merkinu hafi hreinlega runnið blóðið til skyldunnar og losað sig úr höftum til þess hreinlega að freista þess að skakka leikinn. Hingað og ekki lengra! „Ég hef búið hérna frá 1993 og þetta er með því allra versta sem ég hef upplifað og örugg- lega mesta tjónið,“ segir Anna Lyck Filbert, rit- ari Björgunarsveitarinnar Kjalar, sem tekur á móti mér í bækistöðinni á til þess að gera mein- lausum vordegi í vikunni. „Fyrir utan þakið sem fauk brotnuðu margar rúður, bæði í húsum og bílum, og það flaug allt mögulegt um hverfið. Það er óvenjulegt enda er fólk almennt mjög meðvitað hérna og grípur því til viðeigandi ráð- stafana þegar spáin er slæm, svo sem að taka inn eða binda niður hluti sem geta fokið. Eins og landsmenn þekkja þá erum við ýmsu vön hérna á Kjalarnesi þegar kemur að hvassviðri og kipp- um okkur ekki upp við gular og jafnvel appels- ínugular veðurviðvaranir enda þótt við sofnum auðvitað aldrei á verðinum. Hér eru 35 metrar á sekúndu í hviðum ekkert tiltökumál og valda alla jafna ekki tjóni, meðan við erum oft farin að horfa upp á tjón í bænum áður en vindhraði nær 35 metrum á sekúndu. Þennan dag fór vind- hraði yfir 60 metra á sekúndu og það var svo er- ilsamt að við þurftum að fá aðstoð úr bænum til að anna verkefnum. Það er mjög óvenjulegt.“ Mildi að ekki fór verr Anna segir mikla mildi að ekki fór verr 14. febrúar og að ekki hafi orðið slys á fólki. „Það slasaðist að vísu maður í Hvalfirði, þegar þak- plata fauk á hann. Veðurhamurinn var slíkur að engin leið var að senda sjúkrabíl að sækja manninn, þannig að við sóttum hann og keyrð- um hann niður á Mógilsá, þar sem sjúkrabíll- inn tók við honum. Annars vorum við svo heppin að fólk hélt sig að mestu inni.“ Oft hefur hurð skollið nærri hælum við björgunarstörf á Kjalarnesi, eins og þegar gámur tókst á loft við bæinn Hjassa fyrir nokkrum árum og fauk næstum á björg- unarsveitarmann. Vindurinn sviptir líka reglu- lega sveitarmönnum af fótunum. „Við höfum öll fokið í þessari björgunarsveit – tekið bylt- una,“ segir Anna. „Samt kunnum við, eins og flestir Kjalnesingar, að hlusta eftir hviðunni og henda okkur niður áður en hún skellur á okk- ur. Það venst ekki vel að fjúka. Ég sækist alla vega ekki eftir því. Þegar ég hætti að geta hent mér niður hætti ég að fara í útköll – eða alla vega út úr bílnum,“ segir hún brosandi. Sjálf var Anna í svokölluðum lokunarpósti í bíl uppi á vegi við Klébergsskóla 14. febrúar. „Ég var nokkuð viss um að hann myndi fjúka á hliðina. Ég var með hjálm og ríghélt í stýrið. Sem betur fer hélst bíllinn á hjólunum en það brotnaði rúða.“ Blanda sveitum ekki saman Björgunarsveitirnar hafa ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum sem nú geisar, frekar en við hin, og Anna segir þær hafa þurft að skipu- leggja sig upp á nýtt á landsvísu undanfarnar vikur, ekki síst vegna fjöldatakmarkana og tveggja metra reglunnar. Flestar sveitir séu búnar að skipta sínu liði upp í hópa og lágmarka allt félagsstarf, svo sem kvöldfundi og nám- skeið. Nú sé starfið skipulagt á fjarfundum og þess gætt í útköllum að blanda sveitum ekki saman, eins og iðulega er gert undir venjuleg- um kringumstæðum. Þá séu menn paraðir við bíla og komi ekki inn í aðra bíla með öðru fólki. „Eins og hjá öðrum þá hafa verið settar hömlur á okkar starfsemi en það breytir ekki því að við erum reiðubúin að fara í útköll á öllum tímum sólarhringsins – eins og alltaf,“ segir Anna. Og verkefnin eru þau sömu; leitir, fastir bílar, lokanir á heiðum, aðstoð vegna óveðurs og svo framvegis. Heldur hefur þó verið minna að gera síðustu vikurnar, að sögn Önnu. „Skýringin er líklega sú að fólk er minna á ferðinni. Eina stóra verkefnið hér á höfðuborg- arsvæðinu undanfarnar þrjár til fjórar vikur var leitin að ungu konunni sem hvarf á Álfta- nesi,“ segir Anna en henni lauk sem kunnugt er með því að hún fannst látin á þriðjudaginn. „Þegar maður hugsar út í það þá er mjög óvenjulegt að minna sé að gera hjá björg- unarsveitunum þegar neyðarstig almanna- varna hefur verið virkjað og að við séum ekki í framlínunni, eins og iðulega í náttúru- hamförum. En kórónuveiran er óvenjuleg vá og eðlis hennar vegna þá mæðir mun meira á heilbrigðisstarfsfólki en björgunarsveitum.“ Að því sögðu þá hafa björgunarsveitirnar að sjálfsögðu virkjað viðbragðsáætlun vegna veirunnar. „Hún byggist á viðbragðsáætlun sem við erum alla jafna með vegna inflúensu en þar höfum við skýru hlutverki að gegna; svo sem að vera varalið við sjúkraflutninga og fyr- ir lögreglu. Hingað til hefur þó ekki komið til þess en sveitir hafa þó aðstoðað við sýna- og læknaflutninga, matardreifingu og fleira. Við erum komin með allan sóttvarnabúnað en von- andi þurfum við ekki á honum að halda.“ Voru að kikna undan álaginu Því fer fjarri að veturinn sem er að líða hafi ver- ið auðveldur hjá björgunarsveitunum, ekki síst úti á landi. Á ýmsu hefur gengið og nægir þar að nefna fárviðrið 11. og 12. desember síðastlið- inn, sem gerði mikinn usla, ekki síst fyrir norð- an. Ofan í allt tjónið kom leit að ungum pilti sem féll í Núpá í Sölvadal. Hann fannst látinn. „Ég veit að sumar sveitir voru við það að kikna undan álaginu; það var gríðarlega mikið að gera út af þessu fárviðri og þetta getur auðveld- lega orðið vítahringur með hvíld og svefn. Til allrar hamingju koma rólegri tímar inn á milli,“ segir Anna og bætir við að hér á suðvesturhorn- inu hafi veturinn ekki verið óvenju strembinn; desemberlægðin skæða lagðist ekki af eins mikl- um þunga á okkur. Undantekningin á Kjalarnesi er ofsaveðrið 14. febrúar. Aðrir íbúar höfuðborg- arsvæðisins fundu ekki eins mikið fyrir því. Fyrir fáeinum árum voru reglur hertar og Vegagerðin lokar vegum nú mun fyrr en áður var gert í varúðarskyni ef veðurhamur er mik- ill og stefnir í ófærð. Anna lýkur lofsorði á þessa breytingu sem hafi mikið fyrirbyggjandi gildi. Alltaf sé skynsamlegt að byrgja brunn- inn áður en barnið er dottið í hann. „Þetta þýð- ir að við björgunarsveitarfólk þurfum síður að leggja okkur í hættu. Sama máli gegnir um al- menna vegfarendur. Erfiðum og krefjandi verkefnum hefur fækkað við þessar aðstæður og Vegagerðin getur yfirleitt opnað vegi fyrr vegna þess að engir bílar sitja fastir á leiðinni.“ Anna fer í um 120 útköll á ári og viðurkennir, þegar á hana er gengið, að það sé með því meira á landinu. „Annars getur fjöldinn verið af- stæður, útköllin geta verið svo misjöfn. Þau geta staðið í hálftíma og allt upp í marga daga, eins og leitin að ungu konunni um páskana. Það telst vera eitt útkall. Svo geta farið sex til átta klukkutímar í útkall vegna bíls sem situr fastur; það veltur á fjarlægðinni. Útköllin eru líka mis- jöfn er varðar álag, sum mjög líkamlega krefj- andi en önnur andlega erfið.“ Þeir sem til þekkja vita að annar bíll Björg- unarsveitarinnar Kjalar er alla jafna á planinu fyrir utan heimili Önnu. Þýðir það ekki að hún er ávallt reiðubúin að bregðast við útkalli? „Það má draga þá ályktun,“ segir hún bros- andi. „Ég fer eiginlega alltaf þegar eftir því er leitað, þegar ég á þess mögulega kost. Ég færi auðvitað ekki úr miðri jarðarför. Í þessu sam- bandi skiptir máli að ég vinn ekki utan heim- ilisins og þarf fyrir vikið ekki að rjúka úr vinnu. Komist ég ekki þá er stutt fyrir næsta mann að nálgast bílinn. Það er ekki pláss fyrir nema annan bílinn okkar hér í bækistöðinni og einhvers staðar þarf hinn að vera. Staðsetn- ingin snýr líka að vettvangsliðaútköllum, þar sem við erum boðuð í slys og bráðaveikindi og stutt viðbragð skiptir máli.“ Auk bílanna tveggja býr Kjölur að tveimur fjórhjólum og tveimur þotuskíðum. Anna er jafnvíg á það að vera almennur björgunarsveitarmaður og aðgerðastjórnandi. „Mér finnst gott að blanda þessu tvennu sam- an; ég byrjaði sem almennur björgunar- sveitarmaður en undanfarin níu til tíu ár hef ég reglulega tekið að mér hlutverk aðgerðastjórn- anda. Það á ágætlega við mig líka. Sumum hentar betur að stjórna og öðrum að lúta stjórn en ég kann ágætlega við hvort tveggja. Það að stjórna er auðvitað minna físískt; snýst meira um skipulagningu, skráningu og annað slíkt.“ Aðgerðastjórnandi getur líka þurft að ger- ast talsmaður aðgerða gagnvart fjölmiðlum. Anna hlær þegar þetta ber á góma en margir kannast eflaust við að hafa séð hana á vett- vangi á umliðnum árum. „Það var alls ekki það sem ég ætlaði mér þegar ég byrjaði í björg- unarsveitinni enda mjög hlédræg að upplagi. Stundum reyni ég að víkja mér undan þessu en þegar hljóðnemi er rekinn framan í mig þá læt ég mig hafa það. En þetta er klárlega ekki skemmtilegasti hluti starfsins.“ Hún brosir. Var farið að leiðast heima Út frá því sem komið hefur hér fram mætti ætla að Anna hefði fæðst til að vera í björg- unarsveit og byrjað ung að árum. Því fer býsna fjarri. „Ég byrjaði ekki í björgunarsveit fyrr en 2002, orðin 44 ára. Það kom þannig til að ég var heimavinnandi húsmóðir með fimm börn og var farið að leiðast aðeins. Kjölur hafði legið í dvala um tíma og þegar auglýstur var íbúa- fundur til að freista þess að rífa starfið upp, til væri búnaður, það vantaði bara fólk, ákvað ég að skella mér til að styðja við hugmyndina. Til- gangurinn var alls ekki að gerast virkur félagi í sveitinni enda taldi ég ekki nein not fyrir mig; Það venst ekki vel að fjúka Anna Lyck Filbert gekk ekki til liðs við Björgunarsveitina Kjöl fyrr en hún var komin yfir fertugt. Síðan hefur það verið lífs- stíll að þeysast um og liðsinna fólki í neyð en Anna missir sjaldan af útkalli. Nú er hún þó aldrei þessu vant ekki í fram- línunni þegar neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.