Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Blaðsíða 17
Það væri auðvitað frábært, og óþarft að nefna að tækist þetta gætu Bretar nefmælt alla bresku þjóðina á tæpum tveimur árum. Hingað til hafa menn hins vegar bundið vonir við að í lok apríl hafi hvort tveggja gerst: Kúrfurnar hafi náð langleiðina niður og Boris Johnson sé kominn heim úr sínu mánaðarlanga sjúkrastandi. Gangi þetta eftir mun mjög hafa dregið úr eftir- spurn eftir nef- og kokmælingu en eftirsurn eftir mót- efnamælingu hafa aukist að sama skapi. Ýmsir eru vissir um eða telja sér trú um það að þeir hafi síðustu vikur verið með hitavellu, hnerra og höf- uðverk, en ekki endilega alvörumerki um þá krýndu. En fengju þeir bevís upp á hana væri það ígildi dipló- matapassa. Líta þarf á leikreglur Stjórnvöld í lýðræðisríkjunum hröðuðu sum hver í gegnum sín þing víðtækum heimildum til að bregðast hart við veirunni. Þau vildu hafa fast land undir fótum þegar þau tækju atvinnulífið úr sambandi. Hér hefur lagagrundvöllurinn verið látinn liggja á milli hluta. Embættismenn hafa haldið blaðamannafundi og verið með skynsamleg tilmæli um sitthvað sem mætt hefur verið með velvilja. En í báðum framangreindum tilvikum mun þessi lokun, sem er að slengja mönnum aftur í efnahags- legar miðaldir að sögn AGS, ekki halda lengur en lýð- urinn lætur hana yfir sig ganga. Erlendis hefur lög- regla hastað á fólk opinberlega og beinlínis rekið það burt og heim til sín með hótunum og stundum með minniháttar þvingunum. Allir þekkja birtingarmyndir þessa t.d. á Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Flugvöllum hefur verið lokað, veitingastöðum og kirkjum og jarðarfarir og brúðkaup fara fram í kyrr- þey. Svo verður uppgjör, gagnslítið eins og vant er Nú ber sífellt meira á því að stjórnmálamenn, sem fyrir sex vikum kepptust um að segja lok lok og læs og fordæmdu andstæðinga sína fyrir að læsa of hægt og ekki nógu fast, eru skyndilega farnir að spila á hitt markið, þótt enginn hafi flautað til nýs hálfleiks. Vafalítið munu lögspekingar setjast yfir það hversu mjög var teygt á eða hoppað yfir þær heimildir sem menn „geta tekið“ sér án þess að það sé gert með formgerningi og eins þröngt og megi réttlæta vegna ófyrirsjáanlegs neyðarástands. Hæstiréttur Íslands reis á sínum tíma undir sinni stöðu er hann staðfesti með skýrum og afgerandi hætti neyðarlög vegna falls íslensku bankanna og alls þess sem fylgdi. Án þess hefði engu mátt bjarga. Hér á landi í fámenninu hafa viðbrögð við faraldr- inum nú verið um sumt formlausari en þyrfti. Það er vissulega til þæginda og þakkarefni að þjóðin, sem grípur iðulega hvert smælki sem næst sem efnivið í aukið sundurlyndi, var öðruvísi stemmd núna og skynjaði þá alvöru sem hún stóð frammi fyrir. Það kom sér vel en er þó ekki endilega afsökun fyrir þá sem fara með fyrirsvar og ábyrgð stjórnskipunar- innar að tryggja ekki að horft sé til þýðingarmestu leikreglna. Nú einkennir það umræðuna að sífellt fleiri telja sig sjá nú og þykjast þá gjarnan hafa séð það fyrir löngu, að heimurinn hafi af hreinum óþarfa hrokkið úr lím- ingunum og það hafi orðið eins konar heimspat, svo að annað eins hafi hafi ekki sést áður. Eftiráspekin er augljóslega komin í hlaupabolinn og búin að reima skóna og þeir djörfustu eru komnir á mikla ferð, þótt hlaup eftiráspekinnar hafi enn ekki verið ræst. Spennandi verður að sjá hver hleypur á sig fyrst. Þegar jólapeysan var sett í þvottavélina og hljóp var það magnað hlaup, en engin verðlaun voru veitt. Þannig vill stundum verða. Morgunblaðið/Árni Sæberg 19.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.