Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 8
Göngukvintettinn eins árs
Göngukvintettinn, ferskur og fjörugur. Frá vinstri, Ólöf, Steinunn, Úrsula,
Rannveig og Astrid.
Úrsúla E. Sonnenfeld er forsprakki
Göngukvintettsins, sem hún stofnaði
ásamt vinkonum sínum eftir Kvenna-
hlaupið í fyrra, og að auki er hún „fjöl-
miðlafulltrúi" hópsins. Úrsúla er Akur-
eyringur að uppruna og í hjarta sínu
þrátt fyrir erlent nafn.
„Ég tók þátt í Kvennahlaupinu í
Garðabæ í fyrra vegna þess að ég var
orðin allt of feit," segir Úrsúla skellihlæj-
andi og ánægð yfir því að vera loksins
farin að hreyfa sig að einhverju marki.
Kvennahlaupið 1998 markaði upp-
hafið að nýju og betra lífi hjá hópnum.
„Frá síðasta Kvennahlaupi höfum við
gengið saman á hverjum einasta þriðju-
degi eftir vinnu, hvernig sem viðrar."
Úrsúla er fulltrúi á Veðurstofu íslands og
getur því sannarlega fullyrt að veðrið sé
tilvalið til útivistar og gönguferða þótt
hann blási dálítið og kvikasilfrið í hita-
mælinum sé neðar en góðu hófi gegnir.
„Þá er bara að klæða sig eftir veðri og
njóta útiverunnar og hreyfingarinnar."
Saman ganga konurnar í einn til einn
og hálfan tíma á hverjum þriðjudegi
Kvennahlaupið í Mosfellsbæ hefur
sannarlega náð að festast í sessi. Nú í
ár hlaupa konur í þriðja skiptið í Mos-
fellsbæ.
Þegar Kvennahlaupið var fyrst haldið
í Mosfellsbæ, árið 1997 voru þátttak-
endurnir um 1000 talsins. Það sama ár
fjölgaði konunum sem tóku þátt í
Kvennahlaupinu, þannig að um hreina
viðbót var að ræða. Ári síðar var áþekk
þátttaka í hlaupinu í Mosfellsbæ,
„og við pössum okkur á því að við-
halda fjölbreytni í gönguleiðum,
þannig að fótspor okkar eru víða. Við
búum vítt og breytt um borgina og
skiptumst á að bjóða hópnum í göngu-
ferð og svo í kaffi/te og heilsubrauð
eftir mikla og góða göngu.
þannig að konum virðist líka vel við
umhverfi hlaupsins í „Mosó". Um-
hverfi hlaupsins í Mosfellsbæ þykir
einkar skemmtilegt og fjölbreytt, dá-
lítið „sveitó", eins og Mosfellingar
sjálfir segja.
Hlaupið í Mosfellsbæ byrjar á há-
degi, tveimur klukkustundum áður en
stóra hlaupið í Garðabæ hefst, þannig
að þær allra hörðustu geta hlaupið á
báðum stöðum.
Með þessu móti fáum við góða
hreyfingu, upplifum borgina frá öðru
sjónarhorni en við vorum vanar og við-
höldum skemmtilegum félagsskap."
Úrsúla segir að þótt þær vinkonurnar
séu allar með lögheimili í Reykjavfk sé
ekki nema einn Reykvíkingur í
hópnum, ein ættuð frá Svfþjóð en
hinar frá Akureyri. „Það er engin til-
viljun hvernig hópurinn er saman
settur, því auk þess að vera afburða
skemmtilegar nýtast starfsgreinar
okkar allra afar vel. Ég sé til þess að
veðrið verði gott til göngu. Steinunn
Árnadóttir er meinatæknir sem starfar
á tilraunastöð Háskólans að Keldum
þar sem hún fæst m.a. við riðurann-
sóknir, sem kemur sér vel fyrir okkur ef
við fáum riðu. Rannveig Haraldsdóttir
er ritari á Alþingi og það vita allir
hversu mikilvægt það er að vera í
beinu og góðu sambandi við löggjafar-
valdið. Astrid Ákadóttir er þýskukenn-
ari og sér um sambönd okkar á erlendri
grund og Ólöf Arngrímsdóttir er hjúkr-
unarfræðingur og sér um álagsmeiðsli,
tognanir og fleira. En sem betur fer
hefur hópurinn lítið sem ekkert þurft á
þessari sérfræðikunnáttu að halda."
Úrsúla segist finna á sér miklar breyt-
ingar eftir að hún fór að hreyfa sig
reglulega. „Þetta er allt annað líf og
miklu betra. Ég skil ekkert í mér að
hafa ekki byrjað fyrr og hvet allar kyrr-
setukonur til þess að drífa sig af stað,
þeirra vegna."
Kvennahlaupið í Mosfellsbæ
búið að festa sig í sessi
8