Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 3
Sigrún Hjálmtýsdóttir Hvatning frá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur! Allar viljum við líta vel út og láta okkur líða sem best. Ýmsum meðulum hefur verið beitt til að ná þessum markmiðum okkar, en tilfellið er að engin leið er jafn árangursrík og reglubundin hreyfing, ef við viljum ná varanlegum árangri. f hraða nútímasamfélagsins skiptir það miklu máli að við áttum okkur á því að einfaldar skyndi- lausnir í hreyfingu og mataræði skili okkur ekki því sem við viljum. Við verðum að gefa okkur tíma til þess að rækta okkur sjálfar, andlega og líkamlega. Sem uppalendur verðum við líka að gera okkur grein fyrir því hversu miklar fyrirmyndir við erum. Það læra nefnilega börnin sem fyrir þeim er haft. Með réttum áherslum og jákvæðum gildum gerum við líf barnanna okkar enn betra. Jákvæður lífstíll okkar verður sjálfsagður lífstíll barnanna okkar. Ég skora á ykkur kæru kynsystur að taka þátt í Kvennahlaupinu þann 19. júní næstkomandi og um leið hvet ég ykkur til þess að láta ekki þar við sitja heldur gera reglubundna hreyfingu sjálfsagða og eðlilega í nútímalegum lífsstíl ykkar, rétt eins og hollt mataræði og líf án tóbaks. Góða skemmtun í Kvennahlaupinu! Diddú. 3

x

Hreyfing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.