Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Side 1
2. TÖLUBLAÐ - 4. ARGANGUR
FRÉTTABRÉF
ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS
APRlL 1986
Starf íþróttahreyfingarinnar á
íslandi er á heimsmælikvarða
Eftir Jón Hjaltalín Magnússon
Sjötta sætið á Heimsmeistara-
keppninni í handknattleik í Sviss
er árangur af markvissri upp-
byggingu landsliðsins undanfarin
ár og áratugi.
Að leiksiokum
Þegar blásið er til leiksloka, þá
eru úrslit leiksins ráðin. Næstu
daga eftir leikinn eru rædd ein-
stök atriði í leiknum. Síðar meir
muna menn aðeins úrslitin og
leikurinn tilheyrir fortíðinni. Menn
ræða í staðinn síðustu leiki sem
þeir sáu. Þannig muna sennilega
fáir íslendingar úrslit eða mikil-
væg atriði í leikjum íslenska
landsliðsins í Heimsmeistara-
kepþni 1961 í Vestur-Þýskalandi.
Við munum samt og erum minnt
á, að ísland varð í sjötta sæti í
þessari heimsmeistarakeppni,
eftir að hafa sýnt marga frábæra
leiki. Landsliði okkar í handknatt-
leik tókst núna aftur eftir 25 ár,
að ná sama árangri og 1961.
Þessi glæsilegi árangur lands-
liðsins í Sviss staðfestir einnig að
árangur liðsins á Olympíuleikun-
um í Los Angeles 1984, þar sem
liðið lenti einnig í sjötta sæti, var
frábær.
Afreksverk
íþróttahreyfingarinnar
Handknattleikur er núna
leikinn í 128 löndum og erorðinn
ein vinsælasta íþróttagreinin í
Evrópu, Asíu og Afríku og er að
ná fótfestu í Suður- og Norður-
Ameríku. Að ísland á landslið,
sem er meðal sex bestu þjóða
heims í jafn erfiðri íþróttagrein og
handknattleik er frábær árangur
og á heimsmælikvarða. Að sjálf-
sögðu má bæta verulega að-
stöðuna til íþróttaiðkanna á
mörgum stöðum á landinu enda
er verið að vinna að áframhald-
andi uppbyggingu íþróttamann-
virkja í flestum bæjarfélögum,
þannig að framtíð íþróttahreyf-
ingarinnar á íslandi er björt.
Árangur landsliðs okkar sann-
ar, að íslendingar geta með
markvissu starfi, eflingu þekking-
ar, nægjanlegu fjármagni og
sjálfsþekkingu náð árangri á
heimsmælikvarða. Afreksverk
íþróttamanna okkar eiga að vera
okkur hvatning til frekari afreka á
öðrum sviðum, eins og eflingu
iðnaðar og útflutnings, þar sem
sömu lögmál gilda að mörgu
leyti.
Markmið stjórnar HSf
Fyrir Ólympíuleikana 1984,
þegar Ijóst var að nokkur
Austantjaldslönd mundu ekki
taka þátt í leikunum, og (slandi
var boðin þátttaka í handknatt-
leikskeppni leikanna, þá setti
stjórn HSf sér það markmið að
undirbúa landsliðshópinn það vel
fyrir leikana, að liðið næði sjötta
sætinu og ynni sér þar með rétt
til þátttöku í Heimsmeistara-
keppninni í Sviss 1986. Þetta
markmið náðist.