Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Qupperneq 7

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Qupperneq 7
Idarfélaganna strax á næsta ári ttasambandsins og voru menn aimennt mjög ánægðir með þá aðstöðu. Þá má geta þess að nokkrar þessara greina eru ólympískar keppnisgreinar. Telja má líkiegt að á næstu árum komi ti þess að þessar greinar verði einnig innan stefnuskrár Iþróttasambands Islands. íþróttablaðið Nokkrar umræður urðu einnig um það hvort Iþróttasambandið skyldi taka aftur í sínar hendur útgáfu blaðsins. Fannst fundar- mönnum kyndugt að málgagn sambandsins skyldi vera í hönd- um annarra aðila en sambands- ins sjálfs. Sem vissulega má til sanns vegar færa. En þó verður að hafa í huga að gífurlegt fjár- magn er í húfi, því talið er nánast útilokað að gefa út vandað íþróttablað án a. m. k. 2 milljóna króna halla á ársgrundvelli. Hins vegar getur íþróttafólk, svo og íþróttasambandið komið málefn- um og skoðunum sínum á fram- færi þar hvenær sem er. íþróttir barna og unglinga Lovísa Einarsdóttir flutti nefnd- arálit frá nefnd sem sett var á laggirnar til að athuga hvernig íþróttum barna og unglinga væri sinnt innan iþróttablaðsíðna fjöl- miðlanna, svo og til að efla þá umfjöllun svo einhver mynd yrði á. í því áliti sem hún skilaði kem- ur fram að mikil aukning hafi orð- ið á síðastliðnu ári á fréttaflutn- ingi frá mótum og æfingum barna og unglinga. Tvær ástæð- ur sagði hún helstar vera fyrir því: aðra þess efnis að blöðin eru í æ meira mæli að gera sér grein fyrir því að þessi aldurshópur er einnig lesendur að blaðinu, og hina ástæðuna þá að ÍSÍ hefði ýtt undir að farið yrði að fjalla um þessi mál. Eitt vandamál sagðist hún þó hafa rekist á víða og það væri að blaðamenn segðust ekki þekkja nægilega vel til þessa þáttar íþróttanna. Þess vegna hvatti hún þá sem standa fyrir slíkum mótum, og sérsamböndin einnig, að kynna þessi mál í auknum mæli fyrir fréttamönnum. íþróttaþing Á fundinum var einnig sam- þykkt að næsta íþróttaþing yrði haldið í Reykjavík dagana 13. og 14. september 1986 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ bauð sambandsaðila velkomna til þings á komandi haustdögum. Lokaorð i samantekt má segja að fund- urinn hafi í alla staði verið mál- efnalegur og farið vel fram. Fundarmenn létu óspart í Ijós skoðanir sínar á gerðum fram- kvæmdastjórnarinnar og tóku á þann hátt mjög virkan þátt í fund- inum. Jafnvel elstu menn muna vart til þess að svo miklar um- ræður hafi orðið um skýrslu stjórnar sem á þessum fundi. Sýnilegt er því að gróskumikið starf virðist vera í íþróttafélögum víða um land og megi svo vera áfram. V.S.H. 7

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.