Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Qupperneq 9

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Qupperneq 9
Viðræðufundur við fulltrúa frá Grænlandi Laugardaginn 8. mars kl. 10 var haldinn viðræðufundur við fulltrúa frá Grænlandi, en þeir voru Tomas Isbosethsen, for- maður Iþróttasambands Græn- lands og Jörgen Gormsen, sem er gjaldkeri Handknattleikssam- bands Grænlands. Af hálfu ÍSÍ voru mættir; Sveinn Björnsson, Þórður Þorkelsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir og Sig- urður Magnússon. Frá KSÍ; Páll Júlíusson. Frá SKÍ\ Hreggviður Jónsson og Trausti Ríkarðsson. Frá BSÍ; Vildís Guðmundsson og Magnús Jónsson. Sveinn Björnsson, lýsti ánægju sinni með heimsókn þeirra hingað og kvaðst vona að við gætum rætt um framtíðar- samstarf og möguleika á íþrótta- samskiptum milli þessara tveggja vinaþjóða og nágranna. Tomas Isbosethsen gaf ýmiss- konar upplýsingar um íþrótta- starfið á Grænlandi, umfang þess og skipulag. I máli hans kom m. a. fram að innan íþrótta- sambands Grænlands væru 19000 félagar og alls 120 íþrótta- félög. Þá greindi hann frá fjár- málalegri hlið íþróttastarfsins og ýmisskonar skipulagsmálum, tengslum við íþróttasamtök í Danmörku með meiru. Hann greindi frá að samstarfið við Norðurlöndin hefði á undanförn- um árum verið heldur takmark- að. Nú væri hins vegar sú breyt- ing orðin á að reglubundið flug væri komið á vikulega milli Godtháb og Reykjavíkur og skapaði það nýja og aðra mögu- leika sem áður hefðu ekki verið til staðar. Þetta hefðu þeir fullan hug á aö nýta til aukins sam- starfs og þá einkum á þeim grundvelli, að aðilar greiddu hvorir um sig ferðakostnaðinn milli Godtháb og Reykjavíkur en gestgjafar hverju sinni greiddu upþihaldskostnað. Að lokum af- henti hann ÍSÍ að gjöf hinn nýja grænlenska fána sem tekinn var í notkun fyrir aðeins einu og hálfu ári. Auk þess færði hann ÍSÍ að gjöf borðfána Grænlenska íþróttasambandsins, gaf öllum viðstöddum merki grænlenska sambandsins, einnig minnispen- ing í öskju um elstu íþróttina á Grænlandi sem er einskonar kraftaíþrótt framkvæmd á báti, og loks færði hann ÍSÍ að gjöf tvö eintök af bók sem gefin var út í tilefni 25 ára afmælis Græn- lenska íþróttasambandsins, 1978. Jörgen Gormsen, gjaldkeri Grænlenska handknattleikssam- bandsins, greindi í aðalatriðum frá starfsemi þeirrar íþróttagrein- ar, en á Grænlandi eru 20 hand- boltafélög. Hann kvað íþróttina vera í vexti og m. a. væri ákveðin heimsókn unglingalandsliðs ís- lands undir 21 árs í maímánuði nk. til þátttöku í móti er efnt yrði til á Grænlandi. Að loknum ýtarlegum skoð- anaskiptum fulltrúa hvers sér- sambands er fulltrúa átti á fund- inum við hina grænlensku full- trúa færði forseti ÍSÍ formanni íþróttasambands Grænlands ÍSÍ- fánann að stöng, einnig gaf hann báðum grænlensku fulltrúunum persónulegar gjafir og fulltrúar einstakra sérsambanda á fundin- um færðu þeim einnig að gjöf af sinni hálfu blöð og bækur um starfsemi sína. F.v. Páll Júlíusson, Ástbjörg Gunnarsdóttir, Sveinn Björnsson, Tómas Isbosethsen, Þórur Þorkels- son, Vildís K. Guðmundsson, Magnús Jónsson, Hreggviður Jónsson, Trausti Ríkharðsson, Jörgen Gormsen og Sigurður Magnússon. 9

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.