Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Blaðsíða 6

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Blaðsíða 6
10. sambands- fuifduMS [ Aukning fjármagns út til aði Sambandsstjórnarfundurinn var haldinn í fyrsta sinn í nýja húsnæði Iþró 10. Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ var haldinn þann 12. apríl sl. og mættu þar fulltrúar frá öllum sérsamböndunum og flestum íþróttabandalögum, Ungmenna- félögum og Héraðssamböndum á landinu, samtals um 50 manns. Eins og búast má við á fundi sem þessum þar sem forkólfar íþrótta um land allt koma saman var margt rætt og ákveðið. Fundir sem þessi er snar þátt- ur og afar nauðsynlegir til að miða fréttum og upplýsingum milli manna og félaga. Svo og til að líta yfir farinn veg og skýra og draga saman þau mál sem mest hafa verið í brennidepli frá síð- asta fundi. Einmitt þess vegna er afar mikilvægt að heyra álit frá sem flestum sambandsaðilum, til að skýr mynd sé dregin upp af þeim málum sem höfða til félags- manna. Fjármál Eins og vænta mátti voru á fundi þessum allnokkrar um- ræður um fjármál hreyfingarinn- ar, kostnað nýrrar byggingar og styrki til félaganna í landinu. Gjaldkeri Iþróttasambandsins Þórður Þorkelsson skýrði frá því að eftir að nýja byggingin yrði komin í notkun eftir 1 -2 mánuði og strax á næsta ári yrði farið að úthluta meira fé til sambandsaðil- anna. Hreyfingin byggist á því að þau félög sem í landinu starfa geti og hafi fjármagn til að sinna þeim iðkendum sem óska eftir. Víða um land virðist peningaleysi hrjá félögin og við því verður brugðist strax á næsta ári. Lottó Lottómálið er einnig nokkuð á bóma. Og á það skal bent einn ganginn enn að Lottó mun að öllum iíkindum verða góð auka- búgrein fyrir allt íþróttastarf í landinu. Föstudaginn 18. apríl sl. samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að ÍSÍ, UMFÍ og ÖFÍ eigi sameiginlega eignaraðild að talnagetraunum. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson hefur þegar hafið störf við undirbúning og taldar eru líkur á að það geti komist af stað á haustdögum. Meira um það annarstaðar í blaðinu. Nýjar íþróttagreinar Engar nýjar íþróttagreinar voru samþykktar á sambandsstjórn- arfundinum. En Sigurður Magn- ússon frkvstj. ÍSÍ benti á nokkrar greinar sem þónokkuð eru stund- aðar hér á landi þó (þróttasam- bandið hafi ekki haft afskipti af þeim. Þess má þó geta að marg- ar þessara greina eru viður- kenndar innan íþróttasambanda erlendis. Þær greinar sem Sig- urður taldi upp eru eftirfarandi: X fallhlífarstökk X vatna- og sjóskíði X seglbretti X köfun X róður X ganga - gönguklúbbar X svifflug X dansar X bifreiðaíþróttir X mótórhjól 6

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.