ÍSÍ fréttir - 15.01.1992, Qupperneq 4

ÍSÍ fréttir - 15.01.1992, Qupperneq 4
FRÉTTABRÉF ÍSÍ ÞJÓNUSTA SEM ÍSÍ VEITIR Ljósritun Sambandsaðilum stendur til boða að fá ljósritað það sem þeir þurfa og einnig aðstoð við að setja upp það efni sem þarf að fjölrita. Til stendur að kaupa nýja ljós- ritunarvél og verður hún staðsett við fundar- sali á veitingahæð. Nýja ljósritunarvélin verður til afnota fyrir sambandsaðila eftir lokun skrifstofu. breyta hjá eldri félögum, uppsetning árs- reikningaog ýmis ráðgjöfvarðandi starfið almennt. Þessi þjónusta er nauðsynleg því oft lenda menn í ógöngum vegna tak- markaðrar þekkingar á flóknum atriðum. Á skrifstofu ÍSÍ eru 4 af 7 starfsmönnum með íþróttafræðimenntu auk langrar starfsreynslu innan íþróttahreyfingarinnar. Starfsfólkið er því faglega mjög vel í stakk búið til að veita góða þjónustu. Umbrc)t~| Fræðslumál | Á skrifstofunni er veitt aðstoð við að setja upp fréttabréf, ársskýrslur og allskonar eyðublöð hvort sem menn koma með texta innsleginn á disk eða bara ápappír. ÍSÍ hefur verið að auka við tölvukost sinn undanfarna mánuði og er nú betur í stakk búið til að veita fjölbreyttari þjónustu á þessu sviði. Keyptur hefur verið góður laserprentari, myndskanner og gott umbrotsforrit. Með þessum nýju tækjum er hægt að setja upp fréttabréf og skýrslur og skila þeim hvort sem er ádiski eðapappír til fjölföldunar eða prentunar. Fagleg þjónusta Með þessari þjónustu er átt við aðstoð t.d. við að semja lög og reglugerðir fyrir ný félög sem verið er að stofna eða verið að Þessi mál eru þungamiðjan í öllu upp- byggingarstarfi hjá hreyfingunni og mjög mikilvægt að þau séu í góðu lagi. Fræðslunefnd ÍSÍ hefur verið starfandi í mörg ár og haft sérstakan starfsmann til að sinna þessum málum. Fræðslunefndin sér um að semja, þýða og gefa út hin ýmsu fræðslurit og þá mjög oft í samvinnu við sérsambönd ÍSI. í dag er fræðslunefndin með yfir 50 rit bæði fræðslu- og námsefni og svo leikreglur í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þessi rit eru alltaf í endurskoðun til að fylgjast með þróun og brey tingum sem verða hveij u sinni. Sambandsaðilar ásamt skólum ættu að kynna sér vel hvaða rit eru til og koma með tillögur um hvað væri nauðsynlegt að gefa út. Menn eru hvattir til að koma í heimsókn og skoða það sem til er og ræða við fræðslufulltrúa ÍSÍ, Karl Guðmundsson og mun hann veita alla þá aðstoð sem hægt er. fbROTTTR FYRIR ALLA

x

ÍSÍ fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: ÍSÍ fréttir
https://timarit.is/publication/1459

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.