Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Síða 32
Una í eldhúsinu Morgunverðar tortilla-kaka Morgunverðar tortillur eru hrika- lega góðar og fljótlegar. Það er snilld hversu fljótlegt er að skella í þær og nýta má nánast hvað sem er til í ísskápnum. Ég miða við eina tortilla köku á mann, ½ avókadó og 1 egg á hverja pönnuköku. Tortilla-kökur Salsasósa Rifinn ostur Avókadó Egg Salt og pipar Kóríander Sýrður rjómi Byrjið á því að útbúa eggjahræru: Þeytið egg í skál, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu. Smyrjið tortilla-pönnukökur með salsasósu, skerið niður avókadó bita og leggið í pönnukökuna, eggjahrærunni er svo bætt ofan á, rifnum osti stráð aðeins yfir og kökurnar settar inn í ofn í um 5 mínútur eða þannig að osturinn fái aðeins að bráðna og kökurnar verði ljósbrúnar, forðist að hafa þær of lengi inni ef þið hyggist rúlla þeim upp áður en þið berið þær fram, þær eiga það til að verða stökkar í ofninum mjög fljótt. Klippið niður ferskar kryddjurtir eins og steinselju eða kóríander og setjið yfir og berið fram með sýrðum rjóma. Verði ykkur að góðu. Ketóbolla með steiktu eggi og kotasælu 1 ketóbolla skorin í tvennt 1 egg 3 msk. kotasæla 1 avókadó Rifinn ostur Steinselja Salt og pipar Béarnaisesósa til hliðar Byrjið á því að setja kotasælu á annan helming ketóbollunnar (botninn). Stráið rifnum osti yfir kotasæluna og setjið í ofninn við 180 gráður í um 5 mínútur. Á með spælið þið egg á pönnu, setjið vel af salti og pipar yfir. Leggið eggið á brauðbolluna, sker- ið niður avókadó í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggið. Klippið niður ferska steinselju yfir og berið fram með béarnaisesósu og steiktum kartöflum til hliðar. Steiktar kartöflur Kartöflur Olía Rósmarín Salt Pipar Smjör Skerið nokkrar kartöflur niður í smáa bita, setjið í eldfast form. Kryddið kartöflurnar með salti, pip- ar og smá rósmaríni, hellið ólífu- olíu yfir kartöflubitana og setjið í ofn við 200 gráður í um 20 mínútur. Eftir að kartöflurnar hafa aðeins fengið að mýkjast í ofninum, setjið þið þær á heita pönnu og steikið þær upp úr smjöri þar til þær verða stökkar og fallega brúnleitar. Dögurður eða „brunch“ sameinar morgunmat og hádegismat í eina máltíð eins og flestir vita, en sú uppfinning er líklega með þeim betri. Það er fátt notalegra en að útbúa góðan dögurð um helgar þegar heimilisfólkið sefur aðeins lengur og njóta þess að borða svo saman í rólegheitum. MYNDIR/AÐSENDAR 32 MATUR 18. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.