Vísbending


Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 3
_______________píSBENDING Innflæði fjármagns og innlenda hagkerfið Viðar Ingason hagfræðingur VR Um þessar mundir streymir fjár- magn inn í íslenska hagkerfið líkt og árin fyrir hrun. Vaxtamuna- fjárfestar eru aftur farnir að nýta sér mun- inn á vöxtum hér á landi samanborið við vexti erlendis. Skýrasta dæmið er aukning á eign erlendra fjárfesta í íslenskum ríkis- skuldabréfum og ríkisvíxlum. Frá fyrstu hækkun stýrivaxta á árinu 2015 hafa er- lendir vaxtamunafjárfestar aukið umtals- vert við sig í skuldabréfum og víxlum. Frá maí 2015 — desember 2015 hefur eign er- lendra aðila aukist um 54 milljarða króna. Til að setja það í samhengi þá er framlag ríkisins til Landspítalans 55 milljarðar skv. fjárlögum 2016. Frá því að Seðlabankinn hóf hækkun stýrivaxta hafa vextir bankans hækkað um 1,25 prósentustig. Meðfylgjandi tafla sýnir breytingu á vöxtum húsnæðislána þriggja stærstu viðskiptabankanna. Einu vextirnir sem hafa breyst í takt við stýri- vexti eru breytilegir vextir óverðtryggðra lána hjá Islandsbanka og Landsbank- anum. Aðrir óverðtryggðir vextir hafa hækkað mun minna eða jafnvel lækkað. Líkt og við var að búast hafa verðtryggðir vextir staðið óbreyttir eða Iækkað. Þá hafa lífeyrissjóðir rýmkað útlánareglur, lækkað vexti verðtryggðra lána ásamt því að bjóða óverðtryggð húsnæðislán. Stýrivextir hafa þannig ekki þau áhrif á vaxtastig sem til er ætlast. Einu jákvæðu áhrifin af hækk- un stýrivaxta á verðbólgu eru, til skamms tíma, sterkara gengi krónunnar. Þjóðhagsleg áhrif innflæðis erlends fjármagns Innflæði erlends fjármagns í miklu magni getur haft umtalsverð áhrif á við- komandi hagkerfi. Miklu fjármagns- innflæði fylgja oft ofhitnun hagkerf- isins og minnkandi samkeppnishæfni útflutningsgreinanna sem gæti dregið úr hagvexti auk þess sem landið verður ber- skjaldaðra gagnvart efnahagskreppum. Samkvæmt rannsókn' Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á áhrifum innflæðis fjármagns er það einkum tvennt sem á sér stað. Hagvöxtur eykst á tímum innflæðis en dregst umtalsvert saman eftir að inn- flæðið snýst í útflæði. Þannig hefur hag- vöxtur verið þremur prósentum minni eftir að innflæðið hættir samanborið við þegar á innflæðinu stóð og einu prósenti minni en hagvöxtur áður en innflæðið hófst. Þá leiðir innflæðið til styrkingar raungengisins þar sem helsta orsökin er nafngengisstyrking en ekki aukin verð- bólga. Viðbrögð við auknu innflæði Vegna þeirra áhrifa sem innflæði er- lends fjármagns getur haft á efnahag landa er mikilvægt að brugðist sé rétt við. I rannsókn AGS er fjallað um viðbrögð við auknu innflæði og áhrif þeirra á hag- kerfið. Inngrip á gjaldeyrismarkað Seðlabankar geta unnið gegn gengisstyrk- ingu gjaldmiðils til að draga úr neikvæð- um áhrifum á samkeppnishæfni útflutn- ingsgreina. Þannig myndi Seðlabanki Islands kaupa þann gjaldeyri sem flæðir inn í landið í skiptum fyrir krónur. Slíkt kemur í veg fyrir styrkingu krónunnar en eykur jafnframt peningamagn í umferð sem getur aukið verðbólguþrýstinginn. Stýfð inngrip Til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu hafa seðlabankar gripið til þess að beita stýfðum inngripum. Það felur í sér að Seðlabankinn dregur út af markaðnum þær krónur sem hann afhenti markaðs- aðilum við kaup gjaldeyrisins. Þannig tekst Seðlabankanum að draga úr styrk- ingu gengisins, koma í veg fyrir aukn- ingu peningamagns og þannig koma í veg fyrir aukna þenslu í hagkerfinu. Skv. fyrrgreindri rannsókn AGS er tilgang- ur stýfðra inngripa augljós en svo á ekki við um árangurinn. Þau lönd sem beittu stýfðum inngripum tókst ekki að koma í framh. á bls. 4 Tafla: Breyting á vöxtum húsnæðislána bankanna Arion íslands- Lands- banki banki bankinn Óverðtryggð, breytilegir 0,95% 1,25% 1,25% Óverðtryggð, fast í 3 ár 0,þ5% 0,10% 0,25% Óverðtryggð, fast í 5 ár 0,20% -0,20% 0,00% Verðtryggð, breytilegir -0,20% 0,00% 0,00% Verðtryggð, fast í 5 ár -0,10% 0,00% Verðtryggð, fast út lánstímann o,bo% Heimildir: Vaxtatöflur Arion banka, Landsbankans ög hlandsbanka. Útreikningar VR VÍSBENDING • 1 . TBl. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.