Vísbending


Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 4
VíSBENDING framh. afbls. 3 veg fyrir hækkun raungengisins og náðu ekki mýkri lendingu, þ.e. minni sam- drætti í landsframleiðslu, eftir að innflæð- inu lauk. Ástæðan kann að vera sú að stýfð inngrip koma í veg fyrir lækkun vaxta og ýta þannig undir áframhaldandi innflæði. Auk þess geta inngripin haft í för með sér töluverðan kostnað. Ríkisfj ár málastefna Vegna aukinna efnahagsumsvifa, sem rekja má til innflæðis fjármagns, munu tekjur ríkissjóðs aukast á sama tíma. Rannsókn AGS bendir á þrjá kosti þess að auka ekki útgjöld ríkisins samhliða. Fyrir það fyrsta munu hömlur á útgjöld ríkis- ins koma í veg fyrir of mikla aukningu heildareftirspurnar á tímum innflæðis og þannig ýta undir lægra vaxtastig sem síð- an dregur úr hagkvæmni þess að stunda vaxtamunaviðskipti. I öðru lagi mun samdráttur í útgjöldum ríkisins draga úr áhrifum á styrkingu gjaldmiðilsins2. I þriðja lagi hafa hömlur á útgjöld ríkisins jákvæð áhrif á skuldastöðuna og gera rík- issjóði auðveldra með að örva hagkerfið þegar innflæðið stöðvast3. Hvað er til ráða? Staða hagkerfisins hverju sinni ræður því hvaða viðbrögð henta best við innflæði fjármagns. Þannig skiptir t.a.m. máli hvort halli sé á viðskiptum við útlönd og hvort innflæðið sé viðvarandi eða ekki. Skattlagning á fjármagnsviðskipti hefur verið nefnd til sögunnar sem við- bragð við innflæðinu. Þannig er skattur lagður á þegar erlendum gjaldmiðli er skipt yfir í krónur og öfugt. Slíkt myndi leiða til þess að spákaupmenn sem kæmu með fjármagn inn í landið myndu þurfa á mun meiri ávöxtun að halda eða mun meiri hækkun gengis krónunnar til að viðskiptin myndu borga sig. Ofangreind rannsókn AGS leggur mikla áherslu á að komið sé í veg fyrir of mikla aukningu ríkisútgjalda á tímum mikils innflæðis. Sagan sýnir að þar sem ríkisútgjöld juk- ust ekki marktækt í kjölfar innflæðis var höggið að jafnaði minna þegar innflæðið stöðvaðist og snérist í útflæði. Titringur á erlendum mörkuðum Titringur var á erlendum mörkuðum á ár- inu 2015 og hefur haldið áfram það sem af er 2016. Margar af stærstu hlutabréfa- vísitölunum stóðu því sem næst staðið í stað árið 2015 m.v. stöðuna í upphafi árs. Þessi titringur hefur m.a. verið vegna mikillar lækkunar olíuverðs, nýlegrar hækkunar stýrivaxta í Bandaríkjunum og niðursveiflu í nýmarkaðsríkjum á borð við Brasilíu, Rússland og Kína. Þá hafa einnig hagvísar á borð við smásölu, heildsölu, birgðastöðu og verksmiðjupantanir í Bandaríkjunum tekið á sig mynd sem er ekki frábrugðin þróuninni 2001 og 2008 þar sem kreppa fylgdi í kjölfarið. Þá hefur AGS lækkað spá sína fyrir heims- hagvöxt vegna hægagangs hjá mörgum nýmarkaðsríkjum4. Þegar óvissa eykst í heimshagkerfinu er algengt að fjárfestar flýi í öruggt skjól5 á borð við bandarísk ríkisskuldabréf. Það hefúr í för með sér fjármagnsflótta frá löndum sem fjár- festar bera ekki eins mikið traust til. Þetta á sérstaklega við um nýmarkaðsríki en líkt og íslendingar þekkja frá 2001 og 2008 getur þetta líka átt við um þróuð ríki. Miðað við óvissuna á erlendum mörk- uðum um þessar mundir getur það verið varhugavert að opna landið um of fyrir vaxtamunafjárfestum sem geta tekið fjár- magnið út um leið og þeir telja óvissuna í heimshagkerfinu of mikla. Til að koma í veg fyrir að við endurtökum leikinn frá 2008, hvað gengisfall og verðbólguskot varðar, væri skynsamlegt að reyna með einhverju móti að draga úr innflæði eða að minnsta kosti gera það minna aðlað- andi þrátt fyrir mikinn vaxtamun ásamt því að stemma stigu við of mikilli aukn- ingu útgjalda ríkisins. Að öðru óbreyttu mun enn meira fjármagn flæða inn í hag- kerfið og þannig hafa enn verri áhrif þegar innstreymið snýst loks í útstreymi. Sá tími mun sannarlega koma. kS N eðanmáls gr einar: 1 Capital Inflows: Macroeconomic Implications and Policy Responses. IMF Working Paper 09/40. Roberto Cardarelli, Selim Elekdag and M. Ayhan Kose 2 Calvo, G.A., L. Leiderman, and C.M. Rein- hart, 1993. Inflows of Capital to Developing Countries in the 1990s. Journal of Economic Perspectwes, Yol. 10 (Spring), 123-39 3 Skuldsetning rikissjóðs er í sjálfú sér ekki vandamálið. T.a.m. hafa skuldir ríkissjóðs tak- mörkuð, ef einhver, áhrif á hagvöxt. Vanda- málið er frekar af pólitískum toga en auðveldra væri fyrir stjórnvöld hverju sinni að fá samþykki fyrir aukningu skulda úr 30 í 60% af landsfram- leiðslu en úr 90 í 120%. 4 IMF - World economic outlook. Október 2015 5 Sangyup Choi — The impact of VIX shocks on emerging markets economies: A flight to quality mechanism. http://www.econ.ucla.edu/ jobmarket/2014/ChoiPaper.pdf Aðrir sálmar Lífið er samt frábært að eru ekki margir listamenn eins og David Bowie, menn sem hafa náð að fanga hrifningu milljóna, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur aftur og aftur, áratug eftir áratug. Hann er dæmi um hvað listamenn geta haft mikil áhrif. Þeir gleðja, hneyksla, koma á óvart. Samt eru þeir auðvitað ekki spekingar á öll- um sviðum þó að þeir skari framúr sem tónlistarmenn, leikarar eða skáld. Bowie gekk fram af mörgum þegar hann sagði lýsti hrifningu sinni á nasistum og þeirra „glæsileika“. Aðrir litu niður á undarlega lífshætti hans, eiturlyfjaneyslu og skraut- lega kynhegðun. En í sjálfu sér skipti ekkert af þessu máli fyrir lögin sem hann samdi. Hann áttaði sig á því að lífernið var ekki sérlega hollt. Minnið bilaði og hann sagði frá því að hann hefði oft ekki hugmynd um hvað hann væri að gera. Frægðin færði hon- um ekki hamingju og tryggði kannski ekk- ert nema gott sæti á veidngastöðum. Hjá flestum tónlistarmönnum minnkar sköpunargáfan með aldrinum og það átti eflaust líka við um Bowie. Hann hafði þó metnað í að festast ekki í sama farinu heldur hélt áfram að þrosk- ast sem listamaður, óhræddur við að tileinka sér nýjar stefnur og strauma. Sumir kynnu að segja að fyrst og fremst hafi hann viljað ná og halda vinsældum. Hann gaf að minnsta kosti ekki út sama lagið endalaust eins og mörgum hætt- ir til. Hann vildi sífellt vera að vinna og fannst vont að þurfa að eyða tíma í svefn. Það er erfitt að segja til um það hvenær listamaður nær toppnum. Aðdáendum hættir til að lofa og prísa allt sem þeirra maður gerir. Hinir skilja kannski ekki hvað er um að vera. Næstsíðasta plata Bowies, The Next Day, seldist afar vel og var við toppinn um nánast allan heim ólíkt mörgum fyrri platna, en líldega dettur fáum í hug að hún hefi verið best. Bowie talaði að minnsta kosti einu sinni um öldrun og dauða í viðtali við BBC. Hann sagði að sér væri sama um að eldast, það væri dauðinn sem væri ömurlegur. „Þegar hann fer að nálgast fer maður að hugsa. Hve langt á ég eftir og hvernig nota ég þann tíma?“ Þegar Bowie er allur fellst maður á niðurstöðuna: Dauðinn er ömurlegur. En listin lifir. bj Ritstjóri og ábyrgðatmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefándi: Heimur h£, Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfáng: benedikt@heimur.is. Prenmn: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 1 . T B L. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.